Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 16
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR16 Dæmi um verð. Áður. Núna. Rúllukragapeysa 6.000.- 1.900.- Marglit peysa 7.200.- 1.900.- Jakkapeysa 6.200.- 2.900.- Flís-jakkapeysa 5.300.- 1.900.- Dömuskyrta 4.900.- 1.900.- Ullarblazer 6.600.- 1.900.- Gallajakki 5.300.- 1.900.- Úlpa m/hettu og skinni 5.800.- 2.900.- Mokkajakki 10.800.- 3.900.- Pelsjakki 7.900.- 3.900.- Kjóll m/perlum 7.300.- 1.900.- Gallapils 4.800.- 1.900.- Teinóttar buxur 3.600.- 1.800.- Kvartbuxur 4.700.- 1.900.- Gallabuxur 5.400.- 2.700.- Silfur sandalar 5.400.- 1.900.- Frábær tveir fyrir einn tilboð á kr. 990,- Og margt margt fleira Opið frá 10:00 – 18:00 ÚTSALA ÚTSALA 50 – 80 % AFSLÁTTUR Einnig tveir fyrir einn tilboð á kr. 990,- Síðumúla 13 • Sími 568-2870 FISKVEIÐAR Afli íslenskra skipa á árinu 2005 er áætlaður 1.667 þúsund tonn. Það er minnsti afli fiskveiðiflotans síðan 1995 þegar aflinn var 1.605 þúsund tonn. Mestur var aflinn árið 1997 eða 2.199 þúsund tonn. Þorskaflinn nú í ár var fjórtán þúsund tonnum minni en 2004 en ýsu- og ufsaafli var talsvert meiri en árið áður. Rækjuaflinn náði níu þúsund tonnum í ár og hefur hann ekki verið minni í 25 ár. Vegna aukinnar vinnslu um borð í fiskiskipum var aflaverð- mæti ársins svipað og 2004. - æþe Samantekt Fiskistofu: Minnsti fisk- afli í tíu árHEILBRIGÐSMÁL Nikótínplástur er hættulegri heilsu fósturs á með- göngu en beinar reykingar móð- urinnar. Hættan á því að barn fæðist vanskapað á einhvern hátt er mun meiri ef móðirin notar nikótínplástur á meðgöngu en ef hún reykir. Þessar óvæntu nið- urstöður koma fram í spænskri samanburðarrannsókn sem náði til rúmlega 75 þúsund kvenna. Niðurstöðurnar birtust í janúar- hefti tímaritsins Obstetrics and Gynecology. Löngu er vitað að konur sem reykja eiga það frekar á hættu að fæða vansköpuð börn en konur sem ekki reykja. Það sem kom vísindamönnunum hins vegar á óvart var að notk- un nikótínplástra á meðgöngu jók þessa hættu mun meira en sjálfar reykingarnar. Mest var hættan á að börn þessara mæðra fæddust með vansköpun á bein- um. Líkurnar á slíkri vansköpun var tveimur og hálfu sinni meiri en hjá börnum mæðra sem ekki reyktu. Læknarnir sem unnu að rann- sókninni telja skýringarnar á þessu þær að nikotínið úr plástr- unum berist inn í líkama kvenn- anna í mun stærri skömmtum en við reykingar og hafi þar af leið- andi meiri áhrif á fóstrin. - ssal Niðurstöður rannsóknar á áhrifum nikótíns á fóstur: Nikótínplástur hættulegastur FLUGELDAR Svifryksmengun var hátt yfir heilsuverndarmörkum á nýársnótt, samkvæmt mælingum umhverfissviðs Reykjavíkurborg- ar. Mælistöð mengunarvarna umhverfissviðs, sem staðsett er á Langholtsvegi, sýndi 1800 míkrógrömm á rúmmetra þegar nýtt ár gekk í garð. Lúðvík Gúst- afsson, deildarstjóri mengunar- varna, segir það vera hæsta gildi sem hann hafi séð. Yfirleitt fjar- ar mesta mengunin út á fyrsta klukkutímanum eftir að nýtt ár gengur í garð en núna var meng- unin yfir heilsuverndarmörkum alla nóttina. Allar mælistöðvar umhverf- issviðs á mengun vegna svif- ryks sýndu niðurstöður hátt yfir heilsuverndarmörkum. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra samkvæmt sólarhringsmeðal- tali. Mælistöðin á Grensási sýndi hæst rúmlega 700 míkrógrömm á rúmmetra og mælistöðin í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum hæst 437. Svifryksmengunin var yfir heilsuverndarmörkum til hálf átta á nýársmorgun. Talið er að landsmenn hafi keypt flugelda, blys og annað því um líkt fyrir meira en hálfan milljarð króna núna um áramótin, að því er kemur fram hjá mengun- arvörnum, og er getum að því leitt að þetta séu um 600 tonn af efni sem kveikt var í. -jss Mælingar mengunarvarna umhverfissviðs á svifryki: Mengun af völdum flugelda sló öll met FORSETAMÁTAR Hugo Chavez, forseti Venesúela (t.h.) faðmar Evo Morales, sem tekur við forsetaembættinu í Bólivíu síðar í mánuðinum, í Caracas í byrjun vikunnar. Þaðan hélt Morales til Spánar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANNSFÓSTUR Spænsk rannsókn sýnir að notkun nikótínplásturs er hættulegri heilsu fósturs en reykingar móður. FLUGELDAMENGUN Gígurlegu magni af flugeldum var skotið upp á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryksmengun af þeirra völdum hefur ekki mælst meiri í manna minnum og var hún yfir heilsuverndar- mörkum alla nóttina. FJÁRSÖFNUN Ein og hálf milljón króna söfnuðust á styrktartón- leikum sem haldnir voru í Graf- arvogskirkju fyrir skömmu. Allur ágóðinn rennur til Barna- og ungl- ingageðdeildar Landspítalans, en fjármögnunarfyrirtækið Lýsing stóð straum af tónleikunum. Fénu verður varið til kaupa á leiktækjum, iðjuþjálfunartækjum og öðrum búnaði inn í nýja við- byggingu við húsnæði BUGL, en fyrirhugað er að hefjast handa við hana fljótlega að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lýsingu. - ht Styrktartónleikar Lýsingar: Ágóðinn af- hentur BUGL BUGL FÆR ÁGÓÐANN Ólafur Guðmundsson og Linda Kristmundsdóttir tóku við fénu úr hendi Ólafs Helga Ólafssonar frá Lýsingu. LÖGREGLUMÁL Fólk sem verður fyrir barðinu á fíkniefnaneytend- um þorir alla jafna ekki að kæra, jafnvel þótt það sé stórslasað eftir ágreiningsmál í fíkniefnaheimin- um. Þá er orðið algengt að saklaus- ir borgarar verði fyrir barðinu á fíkniefnaneytendum algerlega að ástæðulausu. „Við höfum heyrt alls konar dæmi um þetta en oftast eru þetta hótanir um ofbeldi,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirlögregluþjónn hjá ávana- og fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík. „Það er vitað mál að það er talsvert ofbeldi í þessum fíkniefnaheimi,“ segir Ásgeir. „Þá eru menn að lúskra hver á öðrum. Eins verða óbreytt- ir borgarar fyrir barðinu á þessu fólki, algerlega að tilefnislausu. Við heyrum dæmi um að þeir sem verða fyrir aðkasti þori ekki að kæra eða sjái ekki ástæðu til þess. Svona er þetta að gerast.“ Fréttablaðið veit um staðfest dæmi þess, að þrír ungir menn veittust að vegfaranda í garðin- um við Bústaðakirkju að kvöldi dags nú nýverið. Viðkomandi var í gönguferð með hund sinn, þegar einn ungu mannanna réðst að honum, greip í hann og hótaði öllu illu ef hann ekki hypjaði sig á brott. Það varð vegfarandanum til happs, að hann kallaði í hundinn sem kom þjótandi. Við það kom styggð að mönnunum, sem hlupu á brott með hundinn á hælunum. Atvikið hefur ekki verið kært. „Vandamálið er að þessi ofbeldis- brot og hótanir skila sér ekki inn til lögreglu, þannig að við höfum ekki fullkomnar upplýsingar um það,“ segir Ásgeir. „En við heyrum um svona dæmi margoft. Fólk hringir í okkur og kveðst hafa orðið fyrir aðkasti. En það ákveður að gera ekkert í því, þar sem það þorir það ekki eða sér engan tilgang með því. Hins vegar er nauðsynlegt að lög- regla fái vitneskju um svona tilvik, svo hægt sé að skrá þau niður. Án þess er ekki hægt að meta hversu algengt þetta er.“ Ólafur Ingimarsson, sérfræð- ingur á slysa- og bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss segir starfsfólk bráðamóttökunnar verða þess vart að fólk sem verði fyrir meiðslum vegna ágreinings- mála í fíkniefnaheiminum, eða af hálfu fíkla, þori ekki að kæra. Hann kveðst ekki hafa tölur yfir hve umfang þessa hóps sé mikið. „Það er einhver hægur stígandi í þessu að ég tel, bæði varðandi tíðni og alvarleika áverka,“ segir Ólaf- ur, sem unnið hefur á bráðamót- tökunni frá 1998. „Svo geta verið býsna alvarlegir áverkar sem fólk leitar alls ekki með til okkar. Ég held að þetta sé harður heimur.“ Spurður um hvers konar meiðsl þessi fórnarlömb hafi þegar þau koma á bráðamóttökuna, segir Ólafur að óneitanlega séu stund- um sagðar áverkasögur sem passi engan veginn við áverkann sem komið sé með til meðhöndlunar. „Ég hef sjálfur séð áverka eftir eggjárn sem greinilega voru veittir af öðrum en sjúklingnum sjálfum,“ segir Ólafur. „En fólk fær sína með- ferð hér óháð því hvernig áverkinn er tilkominn.“ jss@frettabladid.is Fórnarlömb þora ekki að kæra Það færist í vöxt að fólk verði fyrir áreiti eða árásum fíkniefnaneytenda. Í sumum tilvikum er um blásaklausa borgara ræða en í öðrum ekki. Flestir eiga eitt sameiginlegt. Þeir þora ekki að kæra til lögreglunnar. LÖGREGLAN Margir sem verða fyrir ógnunum eða árásum fólks úr fíkniefnaheiminum þora ekki að kæra til lögreglu. Hún vill fá að vita um slík mál. Hvatt til endurskoðunar á fjár- veitingum Rauði kross Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum eftir að fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofu Íslands var hætt. Samtökin hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína. MANNRÉTTINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.