Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 10
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR Umsjón: Landsbankinn skilaði methagnaði upp á 25 milljarða króna á síð- asta ári samanborið við 12,7 milljarða árið 2005. Hagnaður fjórða árs- fjórðungs nam 8,8 millj- örðum króna sem er 820 prósenta hagnaðaraukn- ing á milli ára. Arðsemi eigin fjár var um 46 prósent á síðasta ári. Afkoma Landsbankans er alveg í samræmi við spár greiningar- deilda. Feikilegur vöxtur einkenndi Landsbankann á síðasta ári bæði innan- sem utanlands. Bankinn keypti nokkur alþjóðleg verðbréfa- fyrirtæki auk Teather & Green- wood sem styrkti stöðu hans veru- lega í London. Allt þetta skilaði sér í hækkun á verðmæti bankans og virði hlutabréfa en gengi bankans hækkaði um 109 prósent á nýliðnu ári. Markaðsvirði Landsbankans er komið yfir 300 milljarða króna. „Við erum búnir að leggja grunn að árinu 2006 með þessum kaupum sem komu að hluta til inn í rekst- urinn á síðustu mánuðum ársins. Maður er því eiginlega kominn með hugann við næsta ár,“ segir Sigurjón Árnason bankastjóri. Hann er afar sáttur hvernig til tókst á síðasta ári og ánægður að sjá hvað vel tókst að stækka bank- ann en heildareignir nær tvöfölduð- ust, fóru úr 737 milljörðum í 1.405 og eigið fé úr 37,7 milljörðum í 110 milljarða. Sigurjón bendir á að eign- ir bankans hafi verið 278 milljarðar þegar ríkið seldi eignarhlut sinn. Gengishagnaður var áberandi í uppgjöri Landsbankans, eins og annarra fjármálastofnana, vegna góðs árferðis á hlutabréfamörkuð- um. Ef sá liður er tekinn í burtu var hagnaður bankans 16,2 milljarðar króna og arðsemi fyrir skatta um 30 prósent sem er vel yfir 15-17 prósenta langtímamarkmiði. „Und- irliggjandi afkoma er mikið sem við horfum til,“ segir Sigurjón. Hreinar vaxtatekjur bankans voru tæpir 23 milljarðar á árinu, þar af 7,3 milljarðar á fjórða ársfjórð- ungi, sem er 56 prósenta aukning á milli ára. Hreinar rekstrartekj- ur voru um 61 milljarður á árinu sem var um 27 milljarða aukning á milli ára. Rekstrargjöld ársins voru tæpur 21 milljarður króna og aukast úr 14,4 milljörðum. Í uppgjörinu er þriggja millj- arða viðskiptavild vegna samruna við Burðarás gjaldfærð og að teknu tilliti til hennar er hagnaður fyrir skatta um 34 milljarðar króna. eggert@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.383,89+2,69% Fjöldi viðskipta: 1.032 Velta: 12.068 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,60 +1,09% ... Atorka 6,30 0,00% ... Bakkavör 55,10 +0,92% ... Dagsbrún 5,72 +0,35% ... FL Group 22,70 +1,79% ... Flaga 4,07 0,00% ... Íslandsbanki 20,20 1,51% ... KB banki 908,00 +5,58% ... Kögun 64,00 +1,75% ... Landsbankinn 28,30 +1,80% ... Marel 70,10 -0,57% ... Mosaic Fashions 18,10 0,00% ... SÍF 4,04 +0,5% ... Straumur-Burðarás 19,00 +0,53% ... Össur 108,00 -2,7% MESTA HÆKKUN KB banki +5,85% Landsbankinn +1,80% FL Group +1,79% MESTA LÆKKUN Össur -2,70% Marel -0,57% Avion Group ætlar að fara í tíu milljarða skuldabréfaútboð í janúar og febrúar í kjölfar tíu milljarða hlutabréfasölu sem fór fram í desember. Lánin verða til fimm ára og fer greiðsla fram í lok lánstímans. Mikill áhugi er hjá erlendum aðilum fyrir ýmiss konar samstarfi við félagið að sögn Steingríms Péturssonar, fjármálastjóra Avion Group. Hann segir að menn þar á bæ séu nú klárir til frekari vaxtar. Félagið hagnaðist um 42,7 milljónir dala á síðasta rekstrar- ári sem samsvarar 2,6 milljörð- um króna. Afkoman er nokkuð í samræmi við áætlanir stjórnenda en allur samanburður á milli tímabila er óraunhæfur þar sem fyrirtækið gjörbreyttist á síðasta ári með kaupum á stórfyrirtækj- um. Stærstur hluti rekstrarhagn- aðar kemur frá starfsemi tengdri leiguflugi og ferðaþjónustu og er breska leiguflugfélagið Excel Airways þar mest áberandi. Hagnaður Eimskips var 935 millj- ónir króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs sem er 35 prósenta hagnaðaraukning á milli ára. Stefnt er að afkomubata á öllum sviðum á þessu ári en þar sem hagnaður myndast á seinni hluta árs er reiknað með tapi á fyrstu tveimur ársfjórðungum rekstrarársins sem hófst í byrjun nóvember. Eiginfjárstaða félags- ins er sterk um þessar mundir, 40 prósent. Andvirði nýs hlutafjár var nýtt til greiðslu skammtíma- skulda. - eþa Hlaða byssurnar fyrir næstu verkefni DANMÖRK. Danska fjár- málafyrirtækið Alm. Brand hyggst stefna FIH-bankanum, sem er í eigu Kaupþings fyrir að hafa ráðið átján starfs- menn sína um áramótin. Var þetta um helming- ur starfsmanna á sviði verðbréfamiðlunar hjá fyrirtækinu ásamt yfir- manni deildarinnar. Ekki eru til dæmi úr dönskum fjármálaheimi um álíka mannaráðningar. Haft er eftir forsvars- manni Alm. Brand í Berl- ingske tidende í gær að fyrirtækið vilji að sett verði lögbann á ráðningu sjö lykilstarfsmanna. Þannig verði komið í veg fyrir að þeir geti unnið fyrir FIH-bankann næstu þrjú árin. Lars Johansen frá FIH-bank- anum segir í samtali við Berlingske að hann sjái engan grundvöll fyrir lögbanni. Enda hafi samningar starfsmanna ekki verið brotnir, fólk- ið hafi einfaldlega sagt upp. - ks Vilja lögbann á hausaveiðar FIH nánar á visir.is KAMPAKÁTUR BANKASTJÓRI Sigurjón Árnason greinir frá afkomu Landsbankans á kynning- arfundi en hagnaðurinn árið 2005 var 25 milljarðar króna. Afkoman á fjórða ársfjórðungi var jákvæð um 8,8 milljarða króna sem var í takt við væntingar markaðarins. AFKOMA LANDSBANKANS Á 4. ÁRSFJÓRÐUNGI OG ALLT ÁRIÐ 2005 4. ársfjórðungur Allt árið 2005 2005 Hagnaður 8.809 25.017 Spá Íslandsbanka 8.501 24.707 Spá KB banka 9.694 25.700 Meðaltalsspá 9.098 25.204 Hagnaður LÍ tvöfaldast Hagnaðist um 25 milljarða króna. Uppgjör í samræmi við spár. Mjög góð arð- semi að undanskildum gengishagnaði. Eignir bankans tvöfaldast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.