Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 74
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR54 EM Í HANDBOLTA HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Sursee í Sviss. henry@frettabladid.is Íslenska liðið á heiður skil- inn fyrir frábæra frammistöðu gegn Dönum og var landi og þjóð til sóma. Krafturinn í liðinu var gífurlegur og það skein úr andliti hvers og eins leikmanns að það kom ekki neitt annað en sigur til greina í þessum leik. Fjarvera Ólafs Stefánssonar gerði það sem ég vonaðist til, hún þjappaði mönnum enn betur saman. Auðvitað er svekkjandi að hafa ekki gengið með bæði stigin í burtu en engu að síður er frábært að ná einu stigi úr leiknum. Það er mjög jákvætt að framtíð Íslands, eins og ég kýs að kalla þessa þrjá leikmenn fyrir utan, hafi náð að spila jafn vel og raun bar vitni. Í mínum huga er Arnór Atla- son maður leiksins. Hann steig fram, var óragur og gerði það sem maður saknaði úr leikn- um gegn Serbum. Snorri spilaði handbolta eins og hann hafi ekki gert neitt annað alla sína ævi og sýndi mikla yfirvegun. Það má ekki gleyma þætti varnarinnar og Birkis Ívars sem var mjög öflugur, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum. Liðið sýndi gífurlegan styrk að koma til baka í lokin og með smá heppni hefðum við getað farið burt með bæði stigin. Við söknuðum Ólafs Stefáns- sonar mikið í þessum leik sem og Guðjóns Vals en saman skor- uðu þessir menn átján mörk í fyrsta leiknum. Ólafur er ekki með og Guðjón skorar aðeins eitt mark og það gerir þetta stig enn sætara fyrir vikið. Ég hefði viljað sjá Viggó Sig- urðsson taka leikhlé mun fyrr í fyrri hálfleiknum, þá í stöð- unni 14-11 en ekki í 14-14. Viggó breytir svo í 6-0 vörn sem gerir gæfumuninn en hún hefði jafn- vel mátt koma fyrr auk þess sem Hreiðar hefði átt að koma fyrr inn á. Þetta eru þó hlutir þar sem má segja að auðvelt er að vera vitur eftir á. Viggó má vera sáttur í leiks- lok. Það væri hverju liði erfið tíð- indi á leikdegi að fá þær fregnir að Ólafur Stefánsson yrði ekki með. Liðið bregst þó frábærlega við og á svo sannarlega framtíð- ina fyrir sér enda á fínum aldri. Hvað sem gerist í framhaldinu eru þetta mjög góð úrslit og það besta í þessu er að við eigum einn leik eftir en erum samt öruggir áfram með þrjú stig. Með sigri á Ungverjum tryggjum við okkur væntanlega efsta sætið í riðlinum. Það er því mikilvægur leikur framund- an og miðað við framganginn í tveimur fyrstu leikjunum er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framhaldið. Landi og þjóð til sóma ÍÞRÓTTALJÓS ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA Á EM Í SVISS GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS HANDBOLTI Íslenska liðið byrj- aði leikinn með miklum látum og komst fljótt í 5-1 en óhætt er að segja að byrjunin hafi komið á óvart enda liðið án Ólafs Stef- ánssonar sem fór á kostum gegn Serbum. Íslenska liðið leiddi nánast allan fyrri hálfleikinn og mest með fimm mörkum, 14-9. Þá hrundi leikur liðsins, Danir gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og jöfnuðu, 14-14. Ísland skoraði lokamark fyrri hálfleiks og leiddi með einu í leikhléi, 15-14. Þessi munur á liðunum hélst áfram í byrjun síðari hálfleiks en mikið taugastríð var háð í síðari hálfleiknum þar sem hver mistök voru dýr. Danir efldust við hverja raun og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 0-1 þegar Lars Christiansen skoraði sitt fyrsta og eina mark í leiknum, 24- 25 fyrir Dani. Danir náði síðan tveggja marka forskoti, 26-28, en Ísland skor- aði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér jafntefli. Reyndar gátu íslensku strákarnir „stolið“ sigrin- um þar sem þeir fengu lokasókn- ina en skot Petersson fór yfir. Liðið er komið áfram og það með þrjú stig. Það er stórkostleg- ur árangur og ekki hægt að leyna því að liðið á nú frábæra mögu- leika til að vera í einu af sex efstu sætunum og jafnvel að komast í undanúrslit. Strákarnir sýndu mikinn kar- akter í gær án Ólafs, hraðaupp- hlaupanna og engri markvörslu í síðari hálfleik. Það segir sitt um styrk liðsins. Arnór Atlason reif sig upp var ómetanlegur. Snorri dró vagninn og stýrði liðinu eins og herhöfðingi og gafst aldrei upp þótt skotin væru ekki að ganga. Alexander Petersson var frábær í vörninni og skoraði mikilvæg mörk. Gríðarlega vanmetinn leik- maður þar á ferðinni sem er að reynast gulls ígildi á þessu móti. Birkir var stórkostlegur í fyrri hálfleik en á alltaf erfitt með að leika heilan góðan leik og það verður hann að bæta. Jafntefli í taugastríði Ísland og Danmörk skildu jöfn, 28-28, í spennuþrungnum leik þar sem taugar leikmanna og áhorfenda voru þandar til hins ítrasta. Jafnteflið kemur Íslandi áfram í milliriðil og mun liðið taka þrjú stig með sér þangað. TRÖLLIÐ SKORAR Sigfús Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn Dönum í gær og skoraði úr öllum þremur skotum sínum í leiknum. Þá stóð hann vaktina vel í vörninni og lét dönsku leikmennina sannarlega finna fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI EM í handbolta: A-riðill Ekkert leikið í riðlinum í gær. Staðan í riðlinum PÓLLAND 1 1 0 0 33-24 2 SLÓVENÍA 1 1 0 0 29-25 2 SVISS 1 0 0 1 25-29 2 ÚKRAÍNA 1 0 0 1 24-33 2 B-riðill Ekkert leikið í riðlinum í gær. Staðan í riðlinum FRAKKLAND 1 1 0 0 35-21 2 ÞÝSKALAND 1 0 1 0 31-21 1 SPÁNN 1 0 1 0 31-31 1 SLÓVAKÍA 1 0 0 1 21-35 1 C-riðill UNGVERJALAND-SERBÍA/SVARTF. 24-29 Gergö Ivancsik 6, Tamas Ivancsik 5 - Zikica Milosavljevic 8, Dragan Sudzum 6. ÍSLAND-DANMÖRK 28-28 Mörk Íslands (skot innan sviga): Snorri Steinn Guðjónsson 10/6 (16/6), Arnór Atlason 7 (15), Sigfús Sigurðsson 3 (3), Alexander Petersson 3 (7), Guðjón Valur Sigurðsson 1 (2), Róbert Gunnarsson 1 (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12/2, Hreið- ar Guðmundsson 2. Hraðaupphlaup: 2 (Sigfús, Arnór). Fiskuð víti: 6 (Róbert 3, Guðjón, Sigfús, Arnór). Brottrekstrar: 4 (8 mínútur). Mörk Danmerkur: Per Leegaard 6, Joachim Bold- sen 5, Michael Knudsen 4, Sören Stryger 4, Lars Jorgensen 2, Mikkel Aagaard 1, Lars Möller Mad- sen 1, Bo Spellerberg 1, Jesper Noddesbo 1, Lars Christiansen 1. Staðan í riðlinum ÍSLAND 2 1 1 0 64-59 3 DANMÖRK 2 1 1 0 57-53 3 SERBÍA/SVART. 2 1 0 1 60-60 2 UNGV.LAND 2 0 0 2 49-58 0 D-riðill PORTÚGAL-RÚSSLAND 32-35 Ricardo Costa 6, Eduardo Coelho 5 - Alexey Pes- kov 6, Eduard Kokcharev 6, Yuriy Egorov 5. NOREGUR-KRÓATÍA 28-32 Kristian Kjelling 6, Alex Buchmann 4, Frank Loke 4, Jan Thomas Lauritzen 4 - Ivano Balic 8, Renato Sulic 7, Blazenko Lackovic 5, Slavko Goluza 5. Staðan í riðlinum KRÓATÍA 2 2 0 0 56-49 4 RÚSSLAND 2 2 0 0 59-53 0 PORTÚGAL 2 0 0 2 53-59 0 NOREGUR 2 0 0 2 49-56 0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Keppnismaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson var ekk- ert sérstaklega brosmildur eftir leikinn þótt Ísland væri komið áfram. Hann vildi meira. „Auðvitað vildi ég sigur. Við vorum kannski ekki betri aðilinn í leiknum en ég tel okkur vera með betra lið en Danirnir. Það var smá basl á sókninni í kvöld og svakaleg spenna. Þegar litið er á heildina þá er jafntefli kannski sanngjarnt,“ sagði Snorri Steinn en hinn get- spaki faðir hans, íþróttafrétta- maðurinn Guðjón Guðmundsson, spáði jafntefli, 28-28. Geri aðrir betur. - hbg Snorri Steinn Guðjónsson: Auðvitað vildi ég sigur HANDBOLTI Ólafur Stefánsson fyr- irliði sat uppi í stúku og hann neitaði því ekki að það hefði verið erfitt að horfa upp á taugastríðið án þess að geta hjálpað til. Ólafur meiddist í baki gegn Serbum og gat ekki leikið með. „Þetta var rosalega erfitt en ég er stoltur af mínum mönnum og stiginu sem við náðum í þessum leik,“ sagði Ólafur á sama tíma og fyrirrennari hans og góðvinur, Dagur Sigurðsson, kom aðvífandi og faðmaði hann. - hbg Ólafur Stefánsson: Rosalega erfitt HANDBOLTI „Fínt að gera jafntefli við Dani því við vorum ekki að spila vel,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson sem bar fyrirliðabandið í fjarveru Ólafs Stefánssonar. Danir lögðu mikið upp úr því að loka á hann og gerðu það vel enda skoraði Guðjón aðeins eitt mark í leiknum sem telst ekki mikið á þeim bænum. „Ég var varla inn í leiknum og auðvitað er ég ekki sáttur við það. Það var maður að elta mig allan leikinn og mér gekk illa að losa hann af mér. Framhaldið verður áhugavert enda komnir áfram með fína stöðu.“ - hbg Guðjón Valur Sigurðsson: Vorum ekki að spila vel HANDBOLTI Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var vígreifur eftir leikinn en hann fagnaði vel og innilega í leikslok. „Ég var að fagna þar sem við erum komnir áfram með þrjú stig. Hefðum við tapað værum við komnir upp að vegg fyrir Ung- verjaleikinn. Það er frábært að ná stigum gegn þessum þjóðum og við erum að ná öllu því sem hægt er út úr liðinu,“ sagði Viggó en hann hefði alveg sætt sig við að síðasta skot leiksins hefði farið inn hjá Dönum. „Það hefði verið smá heppni og við vorum líka heppnir enda vorum við að brotna undan þeim. Liðið sýndi mikinn karakter og hægt að hrósa mönnum eins og markvörðunum, Arnóri og Snorra Steini.“ Viggó gerir sér vel grein fyrir því að það er hægt að gera stóra hluti með stigin þrjú í farteskinu og hann fer ekki leynt með það. „Serbarnir fara með okkur áfram og ég hef trú á því að þeir hirði stig af Króötum og Rúss- um. Danir eiga líka eftir að láta til sín taka þannig að það er allt opið. Það eru stórir möguleikar að gera góða hluti og málið er í okkar höndum,“ sagði Viggó Sigurðsson glaðbeittur. - hbg Viggó Sigurðsson: Þetta er í okkar höndum MEIDDIR Ólafur Stefánsson og Roland Valur Eradze horfðu á leikinn úr stúkunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.