Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 31 Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöf- undinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkyn- hneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsambandi og stofna í sumum tilvikum fjölskyldu saman. Hefur það sambúðarform núna verið viðurkennt af hinu opin- bera og mun senn verða jafnrétthátt hjúskap karls og konu. Samkynhneigðir á miðöldum? Síðustu áratugi hefur nokkuð verið deilt um hvort hugmyndin um sam- kynhneigð hafi þekkst í fornöld eða á miðöldum, jafnvel þó að hugtakið sjálft hafi ekki verið til. Miðalda- fræðingurinn John Boswell (1947- 1994) taldi að til hefðu verið eins konar samkynhneigð pör á miðöld- um. Margir aðrir fræðimenn hafa þó andæft því og í nýjustu rannsókn- um er hugtakinu samkynhneigð að mestu hafnað. Flestir telja að á svokölluðum víkingatíma (800-1100) hafi þeir sem fundu til hrifningar af aðilum af sama kyni hvorki talið sig sam- kynhneigða né geta valið á milli þess að elska karla eða konur. Nú á dögum er tilhneigingin sú að skipta fólki í sam- og gagnkynhneigt en ekki eru allir kynfræðingar sam- mála um að sú tvígreining sé endi- lega eðlilegri eða réttari en önnur. Sambúð karla algeng á miðöldum Sambúð karla var á hinn bóginn mjög algeng á miðöldum, til dæmis í klaustrum eða á ferðalögum, svo sem á víkingaskipum. Margt bendir til andlegrar og líkamlegrar hrifn- ingar karlmanna á öðrum karlmönn- um en vegna eðlis heimildanna eru mun færri dæmi til um slíka aðlöðun kvenna. Á þessum tíma voru einn- ig til sambúðarform sem ekki eru algeng í vestrænum samfélögum nú til dags, til að mynda að karlmaður ætti fleiri en eina eiginkonu. Var þá önnur yfirleitt sett skör lægra en hin og kölluð frilla. Karlmennskan dregin í efa Á miðöldum var til hugtakið „ergi“ sem hafði mjög neikvæða skír- skotun. Í því fólst að karlmennska manna var dregin í efa og þeir taldir hegða sér kvenlega, vera ragir eða blauðir. Ýmislegt gat falist í ergi, til dæmis hugleysi (sem einnig var nefnd ragmennska). Eitt af því var að hafa verið „sorðinn“ eða „stroð- inn“ af öðrum karlmanni. Ásakanir um slíkt nefndust fullréttisorð og samkvæmt íslenskum lögum mátti vega menn til hefnda fyrir slíkt. Margt fleira gat kallað á ásakanir um ergi, svo sem skeggleysi eða barnleysi. Níð í máli og myndum Níð af þessu tagi var iðulega sett fram í orðum, en einnig þekktist að það væri sett fram með myndrænum hætti og var þá kallað tréníð. Dæmi um slíkt er í Bjarnar sögu Hítdæla- kappa, sem mun vera rituð á 13. öld: „Þess er nú við getið að sá hlut- ur fannst í hafnarmarki Þórðar, er þvígið [því-gi-að = ekki þeim mun] vinveittlegra þótti. Það voru karl- ar tveir og hafði annar hött bláan á höfði. Þeir stóðu lútir og horfði annar eftir öðrum. Það þótti illur fundur og mæltu menn, eða hvorskis hlutur væri góður, þeirra er þar stóðu, og enn verri þess er fyrir stóð.“ Í þessu fólust greinilega aðdróttanir um kynlíf tveggja karl- manna og er til marks um neikvæða ímynd þess á ritunartíma sögunnar. Þó er gerður greinarmunur á því að vera „virkur“ og „óvirkur“ þátttak- andi í verknaðinum og verra að vera óvirkur, þar sem slíkt athæfi hefur þótt kvenlegt, það er ergi. Syndsamlegt athæfi Rétt er að taka fram að allt níð af þessu tagi snýst um kynlíf en ekki ást. Hið sama á við um skriftaboð kirkjunnar þar sem kynlíf milli karlmanna var skilgreint sem syndsamlegt, ásamt framhjáhaldi, kynlífi með dýrum og sjálfsfróun. Ekkert bann var hins vegar lagt við kynlífi með aðilum sem nú teldust undir lögaldri og er það til marks um hvernig viðmið um rétt og rangt athæfi geta breyst. Hvorki í skriftaboðum né níði var gert ráð fyrir að til væri sér- stakur hópur „samkynhneigðra“ heldur var líklega talið að allir gætu drýgt þessa „synd“. Í skriftaboðum Þorláks helga frá 1179 virtist hún ekki litin sérstaklega alvarlegum augum. Samt sem áður var kynlíf karla ótvíræð synd, eins og raunar sjálfsfróun og framhjáhald. Hugtakið ekki til á víkingatím- anum Niðurstaðan er sú að samkynhneigð sem hugtak eða stofnun var ekki til á árunum 800 til 1100. Kynferðisleg spenna og þrá milli fólks af sama kyni hefur líklega alltaf verið til en er skilgreind á mismunandi hátt á hverjum tíma. Sverrir Jakobsson, stundakennari í sagnfræði við HÍ. Hvort á að segja „gúglaði hann“ eða „gúglaði honum“ þegar mað- ur leitar í Google? Orðabók Háskólans á engin dæmi enn sem komið er í seðlasöfnum sínum um sögnina að gúgla ‚leita að e-u með leitarvélinni Google‘. Ég hef spurst allnokkuð fyrir um þá notkun sem fyrirspyrjandi nefndi og fengið þau svör að flestir tali um „að gúgla honum/henni/því“ þegar leitað er að einhverju á leitarvélinni Google. Hugsunin er þá hin sama og ef sagt er „ég fletti honum/henni/því upp á Google.“ Engin sérstök íslensk sögn er til um að leita að einhverju á Google en eðlilegast væri að nota sagnir eins og leita eða fletta upp og segja: „ég leitaði að því í Google“ eða „ég fletti því upp í Google“. Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. ÞÓR OG LOKI Þótt almennt væri litið niður á kvenlega karlmenn er vel þekkt frásögn úr Þrymskviðu af þrumuguðinum Þór sem þóttist vera Freyja í von um að endur- heimta hamar sinn. Hér sjást Þór og Loki klæðast kvenmannsfötum. Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum? VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu? Hver uppgötvaði rafmagnið? Hvað eru til margar gerðir af sálfræði? Hvað er rafrænt lýðræði? Er Íslandi betur borgið utan Evrópusam- bandsins eða innan þess? Hvað er alkóhólismi? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.