Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 53 FÓTBOLTI Chelsea tilkynnti í gær um 140 milljóna króna tap á rekstri félagsins fyrir árið 2005 sem er það hæsta sem nokkurt knattspyrnufélag hefur tilkynnt um. Upphæðin kemur þó ekki á óvart en tap félagsins í fyrra var 88 milljónir punda en Chelsea borgaði Umbro svo 25 milljónir punda til að losna undan samn- ingi við íþróttavöruframleið- andann auk þess sem 23 millj- ónir töpuðust á kaupunum á Juan Sebastien Veron og Adrian Mutu. „Þetta er hluti af áætlun okkar um að vera á sléttu árið 2010 og þá eru þeir pening- ar sem við fáum frá Samsung vegna nýs styrktarsamnings við þá ekki inni í þessum tölum,“ sagði Peter Kenyon stjórnarfor- maður Chelsea um tapið mikla. - hþh Mikið tap á rekstri Chelsea: 140 milljóna punda tap BILLJÓNAMÆRINGUR Á ekki í vandræð- um með að borga skuldir Chelsea. FÓTBOLTI Robbie Fowler skrifaði mjög óvænt undir samning við sitt gamla félag Liverpool fram á sumar í gær. Samningurinn verður endurskoðaður þegar hann rennur út í sumar en Fowler kom frítt til liðsins frá Manchest- er City, þar sem hann hefur lítið fengið að spila að undanförnu. „Við höfum fengið til okkar leikmann sem hefur gríðarlega mikla ástríðu fyrir klúbbnum og hann mun setja gott fordæmi fyrir alla leikmenn hvað það varðar,“ sagði Rafael Benítez stjóri Liver- pool um Fowler. „Þetta er gleðiefni fyrir alla hjá klúbbnum, ég held að ég hafi aldrei séð neinn sem er svona glaður yfir því að koma til liðsins. Fólk getur talað um að kaupa leikmenn fyrir háar fjárhæðir en við fengum til okkar leikmann sem elskar liðið og það er ekki hægt að setja verð- miða á þá. Við erum nálægt því að komast í hæstu hæðir og Robbie getur hjálpað okkur að komast þangað,“ sagði Benitez. „Ef ég á að vera hreinskilinn bjóst ég ekki við því að fá tækifæri til að koma til Liverpool aftur. Mig hefur aug- ljóslega alltaf langað til að koma aftur til Liverpool og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta, ég er alveg í skýjunum,“ sagði Fowler við komuna til síns gamla félags. Fowler er lifandi goðsögn á meðal stuðningsmanna liðsins en hann skoraði 170 mörk fyrir liðið á árunum 1993 til 2001 þegar hann fór til Leeds, en hann er þrí- tugur að aldri. Fowler fór síðan til Manchester City árið 2003 þar sem hann hefur átt erfitt upp- dráttar en snýr nú aftur heim en hann er uppalinn hjá Liverpool. Robbie Fowler gengur til liðs við Liverpool á nýjan leik: Týndi sonurinn snúinn heim FOWLER KOMINN HEIM Stuðnings- menn Liverpool vilja meina að endur- koma Robbies Fowler til félagsins séu bestu tíðindi sem þeim hafa borist síðan Gerard Houllier var rekinn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu. FÓTBOLTI „Leikurinn gegn Spáni er eitt stórt spurningarmerki,“ sagði Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, um fyrirhugaðan vináttulandsleik gegn Spáni sem fara átti fram í sumar en fer sjálfkrafa í óvissu þar sem þjóð- irnar drógust saman í riðil í und- ankeppni EM. „Stefnan hjá stóru þjóðunum er yfirleitt að spila ekki vináttu- landsleiki gegn þjóðum sem þeir lenda með í riðli, en það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessu stigi málsins. Það er auðvitað skemmtilegra að mæta þeim í undankeppni EM heldur en í vin- áttuleik og þeir vildu spila við okkur í ágúst. Það hefði hentað okkur mjög vel þar sem Laug- ardalsvöllurinn verður tilbúinn þá,“ segir Eggert sem þó lofar að vináttuleikur milli Íslands og Spánar muni eiga sér stað. „Ef ekki verður af leiknum í sumar er alveg ljóst að kollegi minn hjá spænska knattspyrnu- sambandinu skuldar mér einn vináttulandsleik í framtíðinni,“ sagði Eggert léttur í lundu, enda í skýjunum yfir riðlinum sem Ísland var dregið í. „Þetta er frábær riðill og stutt ferðalög, auk þess sem við náum að fylla Laugardalsvöllinn þrisvar í það minnsta.“ - hþh Drátturinn í undanriðlana fyrir EM veldur usla: Ekki leikið gegn Spáni? SPÆNSKA LANDSLIÐIÐ Spænska landsliðið mun líklega ekki koma til Íslands og spila vináttulandsleik. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Minnesota Timber- wolves og Boston Celtics hafa skipt á sjö leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum en hvorugut liðið hefur verið upp á marga fiska í NBA- deildinni í vetur. Mestu munar um framherjann Wally Szczerbiak sem fór til Boston og bakvörðinn Ricky Davis sem fer til Minnes- ota. Boston fær auk þess miðherj- ann Michael Olowokandi, Dwayne Jones og valrétt í nýliðavalinu. Minnesota fær til sín miðherjann Mark Blount, leikstjórnandann Marcus Banks, framherjann Just- in Reed og tvo valrétti í annari umferð nýliðavalsins. - hþh NBA deildin í körfubolta Stór skipti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 31 00 5 0 1/ 20 06 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica hótel laugardaginn 4. febrúar kl. 14. Tilkynna skal um framboð til bankaráðs eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Gerð er tillaga um breytingu á samþykktum félagsins um að bankaráði verði heimilt að fela formanni bankaráðs að sinna ákveðnum verkefnum í þágu félagsins umfram þau sem tengjast reglulegum fundum bankaráðs. Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur 4. febrúar 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.