Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2
2 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Halldór, höfðu hommar áhuga á Halldóri? „Já, en eingöngu fræðilegan.“ Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur flutti fyrirlestur um nafna sinn Laxness í gær, sem nefndist „Halldór og hommarnir“ og fjallaði um hugleiðingar nóbelsskáldsins um samkynhneigð. DÓMSMÁL 25 ára gamall maður var í gær dæmdur í fimm mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás og kynferðisofbeldi gagnvart þroskahamlaðri tvítugri konu. Í dómsúrskurðinum segir að málið hafi verið umfangsmikið og flók- ið, ekki síst vegna slælegrar lög- reglurannsóknar. Unga konan hafi þrívegis þurft að gefa skýrslu um málið. Maðurinn hringdi í konuna og sagði að hún hefði gleymt hönsk- um eftir að hún hafði verið hjá honum í heimsókn með vinkonu sinni. Hún sneri við. Hann réðst á hana, hrinti henni í upp í rúm og á rúmgafl, sparkaði í hana og drap í sígarettu á öðru brjósti hennar. Hann tók hana einnig kverka- taki. Stúlkan frábað sér háttern- ið og beit manninn. Hann hótaði henni lífláti kjaftaði hún frá. Hún sagði móður sinni og vinkonu frá atburðinum. Móðirin kærði manninn eftir að tilsjónarmaður á heimavist sem stúlkan bjó á hafði tilkynnt málið til lögreglu og sent ungu konuna til læknis. Manninum var gert að greiða konunni 300 þúsund krónur. Hann greiðir einnig hluta máls- varnarlauna og sakarkostnað, eða um 660 þúsund krónur - gag MAÐUR DÆMDUR Í HÉRAÐSDÓMI Áverkar á konunni eftir árásina voru margvíslegir. Eymsli og roði á hálsi, eymsli yfir rifjum vinstra megin og brunasár og síðar ör á vinstra brjósti. Maður dæmdur fyrir að misnota konu og brenna með sígarettu: Svívirti þroskahamlaða konu DÓMSMÁL Íslenska þjóðkirkjan er skaðabótaskyld vegna ráðning- ar Sigurðar Arnarsonar í stöðu sendiráðsprests í Lundúnum haustið 2003 í stað Sigríðar Guð- marsdóttur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær að biskup hefði brot- ið gegn stjórnsýslulögum. Hann hefði ekki mátt framselja skip- unarvald sitt til hæfisnefndar, skipaða fulltrúum þeirra þriggja stofnana sem koma að sendiráðs- prestsembættinu ytra, til að taka ákvörðun um hvort Sigríður eða Sigurður, tengdasonur biskups, hlyti stöðuna. Lögmaður Sigríðar, Sif Kon- ráðsdóttir, segir að um fullnað- arsigur hafi verið að ræða þar eð dómurinn viðurkenni einnig að brotið hafi verið gegn jafnréttis- lögum. Lögmaður þjóðkirkjunnar, Gestur Jónsson, segir að niður- staða dómsins byggist á að stjórn- sýslureglur hafi verið brotnar. Ekkert í dómnum taki undir þær ásakanir að Sigurður hafi hlotið starfið vegna tengsla sinna við biskup. Sigríður Guðmarsdóttir, sókn- arprestur í Grafarvogi, var ánægð með niðurstöðuna. „Ég vona að dómurinn leiði til jafnréttis og betri stjórnsýslu.“ Gestur segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómn- um verði áfrýjað. - gag SIGRÍÐUR OG SIF Þjóðkirkjan er skaðabóta- skyld gagnvart Sigríði Guðmarsdóttur. Eftir er að semja um hverjar skaðabæturnar verða. Þjóðkirkjan skaðabótaskyld gagnvart Sigríði Guðmarsdóttur: Biskup braut stjórnsýslulög DÓMSMÁL Maður sem hlotið hefur þrettán refsidóma var í gær dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi. Hann ók bifreið án ökurétt- inda. Eftir að hann varð átján ára, eða á síðustu tíu árum, hefur hann hlotið þrettán dóma fyrir brot gegn umferðarlögum, hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Hefur hann sjö sinn- um hlotið refsingu fyrir að aka án réttinda, síðast í nóvemberbyrjun. Var ákærði þá dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fjögur slík brot, auk brota gegn fíkniefna- og vopnalögum. Maðurinn hefur aldrei öðl- ast ökuréttindi og fær ekki sam- kvæmt dómi á haustmánuðum 1999. - gag Maður ók próflaus: Dæmdur í fjór- tánda sinn FEGURÐ Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005, hefur verið sviptur titlinum og er þetta í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem það gerist. Í fréttatilkynningu frá aðstand- endum keppninnar segir að Herra Ísland skrifi undir samning þess efnis að hegðun hans skuli ávallt vera til sóma fyrir vandaða ímynd keppninnar. Ólafur Geir, sem stýr- ir umdeildum þætti á sjónvarps- stöðinni Sirkus, þykir ekki hafa staðið undir þeim væntingum sem eru gerðar til Herra Íslands. Jón Gunnlaugur Viggósson, sem hafnaði í 2. sæti keppninnar, mun taka við titlinum. -sdg Fegurðarsamkeppni Íslands: Herra Ísland sviptur titli BÓLIVÍA, AP Nýkjörinn forseti Bólivíu, Evo Morales, hefur lækk- að laun sín um 57 prósent og fyr- irskipað ráðherrum sínum að gera hið sama, en þar í landi má enginn ríkisstarfsmaður hafa hærri laun en forsetinn. Mismuninn ætlar Morales að nota til að ráða fleiri kennara og lækna til starfa í land- inu. „Okkur vantar sex þúsund nýja kennara, en við höfum bara efni á 2.200,“ sagði Morales, sem nú þénar sem svarar tæpum 105.000 krónum á mánuði. Hann hefur setið á forsetastóli í sex daga, en var áður lamadýrahirðir og götu- mótmælandi. - smk Forseti Bólivíu róttækur: Morales helm- ingar kaup sitt PENINGAPOTTUR Evo Morales, forseti Bólivíu, með pott fullan af gervipeningum á hátíð í heimalandi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BAUGSMÁL Hart var deilt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær um fyrirhugaða aðalmeðferð ákæru- liðanna átta sem eftir standa í Baugsmálinu. Dómurinn ákvað að kljúfa málið í tvennt og taka dagana 9. og 10. febrúar aðeins fyrir þær fjórar ákærur sem snúa að endur- skoðendum Baugs. Þessu mótmæltu verjendur og saksóknari en af ólíkum ástæð- um. Sigurður Tómas Magnússon saksóknari krafðist þess að málið yrði ekki tekið fyrir fyrr en í byrj- un mars. „Ég tel málið það viða- mikið að það sé hæfilegur frestur fyrir alla aðila til að undirbúa flutning málsins.“ Sigurður taldi sig einnig hafa lagalegan rétt til að leggja fram gögn á móti sérfræðiáliti í málum endurskoðendanna. Verjendur töldu aftur á móti að sakborningar ættu skýlausan rétt á því að sakargiftir yrðu teknar fyrir sem fyrst og efnisdómur yrði felldur um ákæruliðina átta. Þeir kröfðust úrskurðar dómara um þetta efni. Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, vísar til málshraðareglu í lögum um með- ferð opinberra mála og segir að frestun á hluta málsins sé ekki í samræmi við hana. Sigurður Tómas bendir á að verði málið tekið fyrir 9. og 10. febrúar fari það í bága við að dóm- kvaddir menn hafi frest til 23. febrúar til þess að meta trúverð- ugleika gagna sem lögð hafa verið fram í málinu. „Með því að ákveða aðalmeðferð þessa daga eru þeir að synja mér um framlagningu gagna í málinu. Ég krafðist úrskurðar um þessa synjun.“ Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir ber- sýnilegt að saksóknari vilji enga meðferð málsins fyrr en hann sé búinn að taka ákvörðun um hvort ákært verði aftur á grundvelli ákæranna þrjátíu og tveggja sem vísað var frá dómi. „Gögnin sem dómkvaddir matsmenn eiga að skila af sér seint í febrúar hafa ekkert með ákæruliðina átta að gera sem hér eru til meðferðar. Enda spurði dómari saksóknar- ann hvort ekki væri rétt að fela ríkislögreglustjóra að sækja málið þannig að settur saksóknari gæti einbeitt sér að vinnu við ákæru- liðina sem vísað var frá dómi.“ Dómari úrskurðar um ágrein- ingsmálin eftir helgi en unnt er að kæra að minnsta kosti tvo úrskurðanna til Hæstaréttar. SIGURÐUR TÓMAS SAKSÓKNARI OG GESTUR VERJANDI JÓNS ÁSGEIRS Þeir tókust á í réttarsal í gær en einnig fyrir luktum dyrum. Eftir sátu þrjú ágreiningsmál sem dómarar þurfa að úrskurða um eftir helgi. Titringur í dómhúsi vegna Baugsmálsins Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að úrskurða um þrjár kröfur saksóknara og verjenda í Baugsmálinu áður en málið fer til aðalmeðferðar. Harkalega var deilt í dómnum í gær um framlagningu gagna og tímasetningu á aðalmeðferð. GEORGÍA, AP Stjórnvöld í Georg- íu náðu í gær samkomulagi við grannríkið Íran um kaup á neyð- arbirgðum af jarðgasi. Georgíumenn glíma nú við mestu orkukreppu í sögu landsins frá því það losnaði úr viðjum Sov- étríkjanna fyrir hálfum öðrum áratug. Georgíustjórn sakar ráða- menn í Moskvu um að beita landið fantabrögðum. Stærstu gasleiðsl- urnar frá Rússlandi til Georgíu rofnuðu í skemmdarverkaspreng- ingum á rússnesku yfirráðasvæði fyrir viku. ■ Orkukreppa í Georgíu: Neyðarbirgðir fást frá Íran Í BIÐRÖÐ EFTIR OLÍU Tíflisbúar reyna eftir öllum leiðum að ná sér í eldsneyti til kynd- ingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Maður sem ekið hafði út í skurð við Bjarnarfjörð á Strönd- um í fyrrahaust var í gær sýknað- ur af ölvunarakstri. Hann sagðist hafa drukkið sterkan bjór eftir útafaksturinn. Lögreglunni bárust tilkynn- ingar um ferðir mannsins áður en ökuferðinni lauk. Áfengismagnið í blóði hans miðast við að hann hafi drukkið einn og hálfan til tvo lítra af bjór á þeim tuttugu mínútum sem tók lögregluna að komast á vettvang. Það þótti dóm- ara ólíklegt, sérstaklega þar sem engar bjórdósir fundust, utan sú sem hann hafði í hendinni. Þótti samt ekki hægt að útiloka frásögn mannsins. - gag Sat drukkinn við bílinn: Sýknaður af ölvunarakstri VIÐSKIPTI Hagnaður þriggja banka sem birt hafa uppgjör sín er kom- inn yfir hundrað milljarða króna. Landsbankinn birti uppgjör í gær og var hagnaður bankans 25 milljarðar króna eftir skatta. Hagnaður KB banka nam 49,3 milljörðum króna og Straumur skilaði 26,7 milljörðum í hagnað. Á mánudag mun Íslandsbanki birta uppgjör sitt, en bankanum er spáð um 22 milljarða hagnaði. Hagnaður íslensku bankanna á síðasta ári verður því vel á annað hundrað milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. - hh sjá síðu 10 Hagnaður bankanna: Yfir hundrað milljaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.