Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 31
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsing r á visir.is elísabet vill bara ánægða viðskiptavini Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM Sigurjón Andersen er varaformaður íslenska kvartmíluklúbbsins og mikill áhugamaður um bíla. Dags daglega ekur hann hins vegur um á Dodge Stratus RT. Sigurjón vinnur sem smiður en aðaláhugamálið eru bílar, enda ekki hægt að vera varaformaður Kvartmíluklúbbsins án þess að vera ekta bíladellukall. Þó að fjölskyldubíllinn hans Sigurjóns sé ekki mikið tryllitæki miðað við það sem hann notar í kvartmílukeppnir þá er Dodge- inn alvöru fjölskyldukaggi. ,,Þetta er fínn fjölskyldubíll, tveggja dyra og 210 hestöfl með V6 vél og fleira,“ segir Sigurjón og brosir út í annað. Yngsta barnið í fjölskyldunni er orðið 21 árs og því segir Sigurjón að hann og mamman geti vel þeyst um ein á bílnum. Sigurjóni finnst afar mikill kostur að bíllinn er bandarískur. ,,Það er mjög gott að hafa kraft í honum og Dodge-inn liggur einnig mjög vel. Mér finnst skemmtilegt að hafa þokkalega aflmikinn fjölskyldubíl. Ég hef heldur aldrei átt annað en bandaríska bíla,“ segir Sigurjón og bætir við að bandarískir bílar vinni vel og séu yfirleitt mjög flottir í laginu. ,,Það fékkst heldur ekki mikið annað hérna í gamla daga. Ég er einmitt búinn að eiga tryllitækið mitt í 25 ár.“ Sigurjón á sér auðvitað draumabíl eins og aðrir alvöru bílaáhugamenn. ,,Það er nýr Dodge Challenger sem kemur frá Chrysler árið 2007. Það er líklegt að maður reyni að krækja sér í hann.“ Margir hljóta samt að spyrja sig hvernig konan á heimilinu taki þessari bíladellu. ,,Hún tekur alltaf vel í þetta. Hún er mjög tillitssöm og tekur þátt í þessu líka. Hún hefur aldrei staðið í vegi fyrir dellunni og sýnir áhuga líka, þó kannski aðeins minni en ég sjálfur,“ segir Sigurjón að lokum, greinilega ánægður með sína konu. steinthor@frettabladid.is Konan afar tillitssöm Handhafar svarta kortsins geta ferðast til einhvers af áfanga- stöðum Icelandair í Evrópu fyrir 19.000 vildarpunkta en venjulegt punktaverð er 38.000 punktar á mann. Tilboðið stendur til 10. febrúar og ferðatímabilið er febrúarmánuður. Vætuveður hefur heldur betur sett svip sinn á landið að und- anförnu. Því er ekki úr vegi að fá sér stígvél sem henta mjög vel í svona tíð. Fjölbreytnin er mikil og hægt er að fá margar skemmtilegar gerðir af stígvélum. Nýr Citroën-sýningarsalur verður opnaður hjá Brimborg um helg- ina. Hið nýja húsnæði Citroën er á sex þúsund fermetra lóð við hliðina á húsi Brimborgar við Bíldshöfða 6 þar sem Bifreiðaeft- irlitið var áður til húsa. Salurinn er um 400 fermetrar og rúmar 12 sýningarbíla. ALLT HITT [BÍLAR, FERÐIR OG TÍSKA] GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 28. janúar, 28. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 10.20 13.41 17.02 Akureyri 10.19 13.25 16.32 Sigurjón Andersen við Dodge Stratus, fjölskyldukaggann sinn. Í bakgrunni glyttir í tryllitækið hans, Plymoth Roadrunner. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heimild: Almanak Háskólans REYNSLUAKSTUR Hyundai Getz er lipur og skemmtilegur borgarbíll. Þetta er smábíll sem er þeim kostum búinn að vera lítill að utan en stór að innan. BÍLAR 2 SILFURSVEIFLA Þótt gullið hafi verið áber- andi í vetur er silfrið sígilt og mun áreiðanlega sækja á með vorinu BÍLAR 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.