Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 78
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR58 NÚNA BÚIÐ SÚR HVALUR OG RENGI HARÐFISKUR OG HÁKARL opið laugardaga 10-14. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Illa talandi fjölmiðlafólk. Hver hleypir þessu fólki á skjáinn? Dallasþættirnir á DVD. Hvað er meira upplífgandi í skammdeginu en að rifja upp gamla takta frá Ewing-fjölskyld- unni Rottur sem gæludýr. Þær eru bæði gæfar og krúttlegar og miklu skemmtilegri heldur en hamstrar eða mýs. Rúm. Til hvers að fara framúr þegar það er svona dimmt. ebay. Hver græðir á því að stija uppi með tískumistök heima hjá sér fimm þúsund krónum fátækari. Smáhundar. Það er löngu hætt að vera kúl að spranga um með svona lítil kvik- indi, sérstaklega ekki í Burberry-fötum. Þorfinnur Ómarsson stjórnaði um nokkurra ára skeið þættinum Í vikulokin á Rás 2 við miklar vin- sældir. Eins og margir vita hefur Þorfinnur nú flutt sig um set og starfar hjá fréttastöðinni NFS. Þar er hann nýbyrjaður að stjórna þætti sem ber heitið Fréttavikan og svipar óneitanlega til gamla þáttarins. „Ég hafði umsjón með þættinum í átta ár og samkvæmt mælingum var þetta vinsælasti vikulegi þátturinn í íslensku útvarpi,“ segir Þorfinnur en nýi þátturinn er á dagskrá alla laug- ardaga frá ellefu til tólf. „Ég hef alltaf haft gaman að þessu formi og gekk lengi með það í maganum að færa þáttinn yfir í sjónvarp,“ útskýrir hann en Þorfinnur seg- ist hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Ríkissjónvarpsins. Þorfinnur hefur fengið mikil viðbrögð frá ótrúlegasta fólk eftir að hann hætti með þáttinn í útvarpi. Þeir aðdáendur geta nú tekið gleði sína á ný. „Ég fæ til mín tvo til þrjá gesti sem fara yfir mál vikunnar,“ útskýrir Þorfinnur og segir að óhjákvæmilega komi þeir til með að stjórna umræðunni að einhverju leyti. Þættirnir eru nýfarnir af stað og eru enn í mótun en Þorfinn- ur telur að sjónvarpið bjóði uppá marga valmöguleika. „Það er ýmislegt hægt að gera þar sem ekki var hægt í útvarpi,“ útskýrir hann en bendir þó á að hlusta megi á þáttinn á gömlu Talstöðinni. - fgg ÞORFINNUR ÓMARSSON Er kominn með nýjan þátt á NFS sem ber heitið Fréttavikan og svipar til útvarpsþáttarins Í vikulokin sem var á Rás 2. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Draumurinn loks að veruleika HRÓSIÐ ...fá systkinin Krummi og Svala Björgvinsbörn fyrir að leggja góðu málefni lið, en að frumkvæði Visa hönnuðu þau boli sem eru til sölu í Rokki og Rósum og Elvis. Fyrir skömmu voru tilnefningar til dönsku tónlistaverðlaunanna tilkynntar og þar á eftirlætis Færeyingur íslensku þjóðarinnar, Eivör Pálsdóttir, hvorki meira né minna en sex í flokki þjóðlagatón- listar. Platan hennar Eivör er til- nefnd sem besta platan og besta vísnaplatan. Sjálf fær söngkonana tilnefningu sem besti flytjandi í flokki nútímaþjóðlagatónlistar og besta söngkonan auk þess sem hún er tilnefnd fyrir lagasmíðar sínar og sem besta tónskáldið. Eivör var nýlent í Danmörku þaðan sem hún ætlaði að taka flug heim til Færeyja. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi um Austur- ríki og Skotland og viðurkenndi að hún hlakkaði mikið til að koma heim. Þetta yrði þriðja flugferðin þennan daginn. „Þetta kom mér mjög á óvart,“ lýsti Eivör yfir en hún segist ekki hafa verið að spila mikið í Danmörku. „Það er ár síðan að platan kom út og þess vegna var ég hálf hissa og trúði þessu bara ekki,“ bætti hún við. Söngkonan fer að sjálfsögðu til Danmerk- ur og verður viðstödd hátíðina en það hefði hún gert þótt þetta hefði ekki komið til. „Það var löngu búið að ákveða að ég ætti að syngja við þessa athöfn þannig að tilnefningarnar eru bara bónus,“ útskýrir hún. Eivör hafði þegar skipulagt tónleikaferð um Danmörku þannig að tilnefningarnar koma á góðum tíma fyrir hana þar sem hún fær meiri athygli fyrir vikið. Eivör er þó ekki óvön því að sópa að sér verðlaunum á tónlistahá- tíðum því hún var mjög sigursæl hér landi með plötu sinni Krákan. Eivör var þó hógvær þegar hún var innt eftir sigurmöguleikum sínum. „Ég má eiginlega bara ekki hugsa um það,“ sagði hún og hló, augljóslega uppveðruð yfir þessu öllu. Það er orðið langt síðan að söngkonan sótti landið heim og Eivör sagðist sakna Íslands. „Ég kem í apríl og syng með Ragn- heiði Gröndal og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands gömul dægurlög og hlakka mikið til þess.“ freyrgigja@frettabladid.is EIVÖR PÁLSDÓTTIR: SEX TILNEFNINGAR TIL DÖNSKU TÓNLISTAVERÐLAUNANNA Kemur til Íslands í apríl EIVÖR PÁLSDÓTTIR Syngur með Ragnheiði Gröndal og Sinfóníuhljómsveit Íslands gömul dægurlög og hlakkar mikið til. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Fanney Óskarsdóttir tekur þátt í undankeppni Eurovision sem fram fer í kvöld og verður sýnd beint á RÚV. Hún beitti heldur óhefð- bundnum aðferðum við að leita stuðnings landsmanna því söngkon- an auglýsti sig og lagið á heilsíðu í Dagskránni sem dreift er í öll hús á Eyjafjarðarsvæðinu þaðan sem söngkonan er. Fanney er greinilega mikið í mun að komast áfram því hún fékk Sparisjóð Norðlendinga til að veita sér smá styrk. „Þetta er að hennar frumkvæði og við sáum ekki textann í auglýsingunni fyrr en hún birtist,“ sagði Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri. „Við höfum ekki sett neinar reglur sem banna þátttakendum í keppninni að kaupa auglýsingar til að kynna þau lög sem þeir flytja,“ sagði Jónatan Garðarsson, umsjónarmaður und- ankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ég þekki hins vegar engin fordæmi þess og finnst það bæði einkennilegt og kjánalegt að einn keppandi skuli hafa grip- ið til þess ráðs,“ segir Jónatan og vonar að almenningur láti hjartað ráða vali sínu og væntir þess að aðrir keppendur fari ekki að for- dæmi Fanneyjar. „Það er til lítils að halda keppnina ef úrslit eiga að ráðast með þessum hætti,“ segir Jónatan. fgg/kk Einkennilegt og kjánalegt AUGLÝSINGIN GÓÐA Fanney Óskarsdóttir hvetur sveitunga sína til að kjósa sig í kvöld og tryggja henni áframhald í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ / KK 1. Hamas. 2. 110 til 150 milljónir króna. 3. Svíþjóð og Danmörk. SVÖRIN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 listastefna 6 í röð 8 starfsgrein 9 gljúfur 11 ónefndur 12 yfirstéttar 14 vansæmd 16 borðaði 17 stúlka 18 dýrafita 20 þys 21 megin. LÓÐRÉTT 1 skraut 3 frá 4 ballerína 5 beita 7 stoppistöð 10 draup 13 hjör 15 drykkur 16 tunna 19 guð. LAUSN LÁRÉTT: 2 dada, 6 áb, 8 fag, 9 gil, 11 nn, 12 aðals, 14 skömm, 16 át, 17 mey, 18 mör, 20 ys, 21 aðal. LÓÐRÉTT: 1 fága, 3 af, 4 dansmey, 5 agn, 7 biðstöð, 10 lak, 13 löm, 15 mysa, 16 áma, 19 ra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.