Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 68
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR48 STÚLKAN: „Ég bjó í Vestmanna- eyjum í æsku en við fluttumst fljótlega til Parísar. Ég kom samt til Íslands á hverju sumri og dvaldi hjá afa og ömmu. Hélt þannig íslenskunni við. Pabbi átti antíkbúð í París, eina þá flottustu í borginni og ætli búðar áhugi minn hafi ekki smitast frá honum. Ég bjó í Frakklandi þar til ég og maðurinn minn ákváðum nýlega að okkur langaði til að börnin lærðu íslensku. Við fluttum þá til Íslands og opnuðum Kisuna en okkur hafði lengi dreymt um að opna búð. Við erum ótrúlega góð í að kaupa,“ segir hún og hlær. „Í búðinni seljum við bara hluti sem okkur þykja fallegir, tónlist sem við elskum og ýmislegt sem okkur langar til að kynna fyrir fólki.“ FATASTÍLLINN: „Þegar ég var lítil elskaði ég að fara á flóamarkaði í Frakklandi. Ég er mjög hrifin af „vintage“-fötum og flóamark- aðirnir eru sennilega það sem ég sakna mest frá Frakklandi. Ég elska líka Marni, Miu Miu og Isabel Marant.“ MORGUNNINN: „Fyrst á ég smá lúxustíma fyrir sjálfa mig áður en ég vek dóttur mína. Þá les ég frönsk dagblöð og hef það nota- legt. Svo vek ég litlu og við leik- um okkur eða syngjum saman. Ég er með au pair frá Frakklandi sem heitir Dora og það sem við elskum mest er að fara á Kaffitár og fá okkur dýrindis kaffi. Þetta finnst mér það besta við Ísland, kaffið hérna er svo gott, en kaff- ið í Frakklandi er ódrekkandi. Ég held að þeir noti hryllilega krana- vatnið í kaffið á kaffihúsunum.“ Á DAGINN: „Ég er alltaf í voðalega þægilegum skóm og svo er ég oft- ast með risastórar töskur því ég er með allt lífið mitt í þeim.“ Á KVÖLDIN: „Fer ég í háhælaða skó og bæti kannski smá farða á andlitið. Þá skipti ég líka stóru töskunni út fyrir einhverja litla sæta og fer kannski í fallegan kjól sem ég nota annars sjaldan.“ ÞRÍR HLUTIR SEM EINKENNA ÞÓR- UNNI: „Ég elska að gera svona collage (klippimynd). Svo er ég mikil fjölskyldukona. Það síðasta sem ég ætla að nefna er hversu blönduð ég er. Ég upplifi mig að minnsta kosti þannig.“ BÚÐIR: „Á Íslandi eru það Trilogia, Steinunn, 38 þrep og svo elska ég líka að gramsa í barnafatabúð- um. Í Köben fann ég hina f u l l k o m n u b a r n a f a t a b ú ð sem heitir Crème de la Crème. Fríða frænka minnir svo- lítið á góðan flóa- markað.“ ÞRÁHYGGJA: „Ég legg mikla áherslu á að vera glöð og eins hamingjusöm og ég mögu- lega get. Ég held að það sé mik- ilvægt að lifa eins og dagurinn í dag sé næstum því sá síðasti.“ SKARTGRIPIR: „Ég elska stóra og fína hringa og hálsmen. Ég keypti nýlega eitt frá Marni sem er úr stórum baunum og er eiginlega eins og dýrindis listaverk.“ ILMVATN: „Ég nota ilmvatn sem við seljum í búðinni. Þetta er van- illuilmur sem er léttur og góður.“ HÁRIÐ: „Það er erfitt að ráða við hárið á mér. Ég er alltaf að reyna að hafa það fínt.“ FARÐI: „Ég elska farða sem sést lítið. Samt finnst mér gaman að vera með rauðan varalit eða mála mig um augun. En ég geri ekki bæði í einu, það er of mikið.“ FRÍ: „Ég elska Ítalíu, veðrið og ítalska matinn. Við fórum oft þangað þegar við bjuggum í Frakklandi. Við ætlum reyndar þangað núna í mars.“ HEIMA: „Þar er alltaf mikið líf og fjör því við fáum oft til okkar vini frá Frakklandi. Ég sakna vin- kvenna minna mikið en þær eru voða sætar að koma oft í heimsókn.“ Þ Ó R U N N A R KVÖLD: „Að hitt- ast með vinum er skemmtilegast. Þá fáum við forrétt sem gefur okkur forsmekkinn að matnum sem bíður okkar en mað- urinn minn er ógurlega góður kokk- ur. Svo drekkum við kampavín eða margarítu með. Sunnudagskvöld eru líka hin fullkomnu kvöld því þá sýnum við börnunum okkar mynd- ir. Ég og maðurinn minn skiptumst á að velja fyrir þau góðar mynd- ir og þessi kvöld eru óskaplega hugguleg.“ BARINN: „Ég elska 101 bar, mér finnst hann fallegur og skemmti- legur. Annars fer ég ekkert mikið á bari því þar byrjar fjörið yfir- leitt ekki fyrr en um tvö og það er of seint fyrir mig,“ segir hún og hlær. DRYKKURINN: „Margaríta er best.“ TÓNLIST: „Það er eitt sem ég elska sem er íslenskt og franskt og það er Lady and bird, eða Barði og Keren Ann og Stinu Norden- stam, Camille frá Frakklandi og CocoRosie. Svo er ég líka ógur- lega hrifin af klezmertónlist og sígaunatónlist.“ KVIKMYNDIR: „Ég elska gamlar gamanmyndir eins og Some Like It Hot og fleiri frá þeim tíma. Svo er ég ógurlega hrifin af banda- rískum sjálfstæðum myndum eins og Buffalo 66 og Punch-Drunk Love.“ BÆKUR: „Það er ein sem ég er að lesa núna sem heitir Salka Valka. Mér finnst hún alveg stór- kostleg. Hún er svo nútímaleg og ótrúlega skemmtileg, að ég get ekki hætt að lesa. Ég elska líka bandarískar bækur og þá er rithöfundurinn Paul Auster í upp- áhaldi. Ég er líka hrifin af pólska rithöfundinum I.B. Singer og svo les ég auðvitað ýmsar franskar bækur.“ TÍMARIT: „Ég er áskrifandi að franska Elle og Vogue en ég les líka breska Vogue og ýmis frönsk blöð sem eru ekki til hér.“ TÍSKUFYRIRMYND: „Ég held ég segi bara Sofia Coppola, mér finnst hún æðisleg. Hún er líka frábær leikstjóri og mér fannst fyrsta myndin hennar, Virgin Suicides, best.“ BORGIN: „Róm, New York, París, Mílanó og svo auðvitað Reykjavík.“ FRAMTÍÐIN: „Ég held að það séu miklar breytingar framundan. Ég er á þannig stað núna að það er mikið rúm fyrir ýmsar breyt- ingar.“ ■ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR bleikt og blátt 1 ����������������������������������������������������������� ekki ÆtlaÐ viÐkvÆmum og lesendum yngri en ���� HEIMUR Á ÍSLANDI GULLNA STURTAN kynlífVillt ����� ������ ������ ���� � ������ ������� � � � �������������� ����������������� ������� COLLAGE Þórunn er dugleg að gera klippimyndir. STÍLLINN HENNAR... ÞÓRUNNAR KAFFITÁR Hún er einstaklega ánægð með kaffið á Íslandi. ÞÓRUNN ANSPACH Með fína hálsmenið frá Marni. KISAN Í búðinni úir og grúir af skemmtilegu dóti. Hún hefur búið í Frakklandi mestalla ævina en talar samt fallega íslensku og notar orðin „ég elska“ yfir allt mögulegt. Hún er ljúf og skemmti- leg og ef hún væri dýr væri hún kisa enda rekur hún búðina Kisuna ásamt manninum sínum. Borghildur Gunnarsdóttir fékk að vita meira um Þórunni Anspach. Það er búin að vera mjög spennandi hlutafjáraukning í German Wings-flug- félaginu,“ segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4, um frétt vikunnar. „Þetta er lággjalda flugfélag sem flýgur frá Skandinavíu til Þýskalands. Ég skellti mér á hlutabréf og held að Pálmi í Fons sé að veðja á rangan hest og held að German Wings eigi eftir að taka þetta allt saman. Þetta flugfélag flýgur yfir Evr- ópu eins og þýski örninn og ég held að íslenskir fjárfestar þurfi að fara að vara sig á því. Ég treysti þessum íslensku mógúlum ekki lengur. Ég held að þetta eigi allt eftir að springa í höndunum á þeim og þess vegna vil ég leita á örugg- ari mið, sem í þessu tilfelli er Þýskaland,“ segir hann. „Ég keypti mér farmiða frá Hamborg til Stokkhólms fyrir mig og son minn á 1.200 krónur. Þessi kostakaup mín á þessum farmiða og hlutabréfa- kaupin eru frétt vikunnar að mínu mati.“ Hlynur ætlar að dvelja í Þýskalandi hjá ættingjum sínum á meðan á heims- meistarakeppninni í Þýskalandi stendur. Hann ætlar að kynnast stemningunni í landinu en ætlar þó ekki að fara á úrslitaleikinn. „Ég kannski skelli mér til Berlínar til að horfa á þetta á breiðtjaldi við Brandenborgarhliðið.“ -fb FRÉTT VIKUNNAR CERES 4 Skellti sér á hlutabréf í German Wings CERES 4 Söngvar- inn Ceres 4 keypti sér hlutabréf í þýsku flugfélagi í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.