Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 — 27. tölublað — 6. árgangur Fyrir mannlegri borg Marsibil í 2. sætið 28.01.2006 marsibil.is Sannleikurinn um svart- klædda manninn Söngvarinn með djúpu röddina, Johnny Cash, var auðmjúkur þegar hann dó. HELGAREFNI 56 Flott árið 2006 Hverjir verða helstu tískustraumarnir í ár? Pod-casting, Argentína, hermannaklippingar, franskur matur, tai-chi, Mammút, Andri Snær og fleira. HELGAREFNI 26 VEÐRIÐ Í DAG SIGURJÓN ANDERSEN Á aflmiklum tveggja dyra fjölskyldubíl bílar ferðir tíska FYLGIR FRÉTTABLAÐINU EIVÖR PÁLSDÓTTIR Með sex tilnefningar á dönsku tónlistarhátíðinni Kemur til Íslands í apríl FÓLK 58 Rauða hundinum fagnað Í dag er síðasti dagur árs græna viðarhanans en á morgun hefst nýtt ár samkvæmt kínversku tímatali. Dong Qing Guan hefur búið á Íslandi í 14 ár og kynnir kínverska menn- ingu í Heilsudrekanum á morgun. TÍMAMÓT 24 BJART AUSTAN TIL Í dag verður fremur stíf sunnanátt, 5-13 m/s, hvassast vestan til. Rigning sunnan og vestan til en bjart með köflum á Norðaust- ur- og Austurlandi. Hiti 3-8 stig, svalast fyrirpartinn. VEÐUR 4 DÓMSMÁL Bæjarstjórn Vest- mannaeyja ákvað á fundi sínum fyrir helgina að höfða skaðabóta- mál gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs á árunum 1997 til 2001. Samkeppnisyfirvöld beittu stjórnvaldssektum gegn Skeljungi, Olíufélaginu og Olís haustið 2004 vegna ólögmæts verðsamráðs og námu sektirnar samtals tæpum 2,6 milljörðum króna. Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að skaðabótakröfurnar geti orðið á bilinu 15 til 30 milljón- ir króna, en þær grundvallast á mati á því hve mikið fyrirtækin höfðu af bæjarfélaginu með verð- samráðinu. Olíufélögin hafa átt viðræður við Reykjavíkurborg um málið, en ekki er vitað til þess að nokk- urt sveitarfélag hafi enn höfðað skaðabótamál vegna málsins. Auk þeirra stjórnvaldssekta sem þegar hefur verið beitt gegn olíufélögunum hefur máli for- stjóra þeirra á umræddu tímabili verið vísað til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra og mögulega verður höfðað opinbert refsimál gegn þeim. Skaðabótakröfur þolenda eru því enn ein tegund málaferla sem verða vegna verðsamráðsins. - jh Skaðabótakröfur Vestmannaeyjabæjar gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs: Bótakrafa vegna olíuverðs LAXELDI Fyrirtækið Samherji sem, ásamt Síldarvinnslunni, á meiri hlutann í laxeldi Sæsilf- urs á Austfjörðum hefur tekið á leigu kvíaeldisstöð af Vestlaxi í Færeyjum og hyggst flytja lax- eldi sitt þangað. „Við ætlum fyrsta kastið að flytja þangað um 500 þúsund lifandi seiði, en þau ættu að geta gefið af sér tvö þúsund tonn af eldislaxi í sláturstærð,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. Sæsilfur taldi það auka sam- keppnishæfni gagnvart Norð- mönnum að nota auðlindir á borð við heitt vatn og rafmagn á hag- stæðu verði til þess að ala seiði upp í allt að hálft kíló áður en þeim yrði sleppt í kvíar, en það styttir eldistíma í sjó um eitt ár. Reksturinn hefur hins vegar gengið erfiðlega, einkum vegna hágengis krónunnar og raf- orkuverðs og því ákvað félagið á dögunum að hætta rekstri í Mjóafirði árið 2008. Kostnað- urinn er að sögn Þorsteins allt að 90 prósent í íslenskum krón- um. „Það segir til sín þegar við getum aðeins keypt um 60 en ekki 80 íslenskar krónur fyrir dollarann.“ „Í Færeyjum setjum við seið- in um 70 grömm að þyngd í sjó líkt og gert er í Noregi. Og þar glímum við ekki við hátt gengi krónunnar,“ segir Þorsteinn. Talsmenn laxeldisins hafa haldið því fram að rafmagns- verð hafi hækkað um allt að 30 prósent á skömmum tíma. Jón Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri Sæsilfurs í Mjóafirði, og Þorsteinn Már standa við útreikninga sína en fram kom í máli Jóns Kjartans í Fréttablað- inu fyrir skömmu að rafmagns- reikningurinn í seiðaeldinu hefði hækkað úr um þrjátíu í meira en fjörutíu milljónir króna milli ára eftir breytingarnar á raf- orkulögunum. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra andmælti þessu þegar Kristján Möller, þingmað- ur Samfylkingarinnar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurn- um á alþingi í vikunni. „Hvað á þetta að þýða,“ spurði hann og gagnrýndi tómlæti ráðherra byggðamála. Valgerður tók dæmi af 4-5 prósenta hækkun milli ára hjá tilteknu eldisfyrirtæki, en við- urkennir nú að hækkunin kunni að vera meiri. johannh@frettabladid.is Flýja með laxeldið undan ofurkrónu Samherji kiknar undan íslensku krónunni og raforkuverðinu og fer með laxeld- ið frá Austfjörðum til Færeyja. Hálf milljón lifandi seiða verður í fyrstu flutt í eldisstöð sem félagið hefur tekið á leigu. Tekist var á um málið á þingi. LÖGREGLUMÁL Karlmaður og kona hátt á fertugsaldri voru úrskurðuð af Héraðsdómi Reykjavíkur í viku- langt gæsluvarðhald í gær. Var það gert í kjölfar þess að lögregl- an í Reykjavík fann mikið magn af kannabisplöntum og fíkniefnum í fórum þeirra. Lögreglan í Reykjavík komst á snoðir um kannabisræktunina í iðnaðarhúsnæði við Höfðatún. Þegar lögreglumenn fóru til að kanna málið nánar kom í ljós að þar voru 2-300 kannabisplöntur í ræktun. Voru þær allt upp í tvo metra á hæð. Mun þetta vera ein umfangsmesta ræktun á slíkum plöntum sem uppvíst hefur orðið um hér á landi. Við leit lögreglu í húsnæði sem fólkið hafði yfir að ráða fannst til viðbótar hass og amfetamín, nær kíló af hvoru. Fólkið var yfirheyrt í gærdag og í framhaldi af yfirheyrslunni fór lögregla fram á úrskurð um gæsluvarðhald. -jss KANNABISRÆKTUN VIÐ HÖFÐATÚN Plönturnar voru ræktaðar í plastfötum. Hér sést lögreglumaður bera „plöntupotta“ af vettvangi. Par í gæsluvarðhald í viku: Með tvö kíló af fíkniefnum ÞRÁINN BERTELSSON 66.666 dalir og 66 sent Vúdú, galdrar og skattpíningar KÆRA DAGBÓK 20 HANDBOLTI „Ég var að fagna þar sem við erum komnir áfram með þrjú stig. Hefðum við tapað værum við komnir upp að vegg fyrir leik- inn við Ungverja en nú eru miklir möguleikar á að gera góða hluti og málið er í okkar höndum,“ sagði glaðbeittur landsliðsþjálf- arinn, Viggó Sigurðsson, eftir að lið hans hafði gert 28-28 jafntefli gegn Dönum í gærkvöldi. Íslenska liðið er öruggt áfram í milliriðla og tekur með sér þrjú stig þangað. - vig / já síðu 54 Viggó Sigurðsson: Í okkar höndum ÁFRAM ÍSLAND Íslenskum stuðningsmönn- um fer fjölgandi í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI Duttu í lukkupottinn Íslenska landsliðið í knattspyrnu datt í lukkupottinn þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni Evr- ópumótsins árið 2008. Eyjólfur Gjafar Sverrisson landsliðsþjálfari er mjög ánægður með riðil Íslands. ÍÞRÓTTIR 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.