Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 71
Bono, söngvari U2, ætlar með hjálp nokkurra fyrirtækja að setja á markað vörur undir heitinu Red. Eitt prósent ágóðans mun renna til baráttunnar gegn alnæmi, berkl- um og malaríu í Afríku. „Þetta er mjög svalt,“ sagði Bono. „Það er svalt að vilja breyta heiminum.“ Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu eru Amer- ican Express, Converse, Gap og Giorgio Armani. ■ Nýtt vörumerki BONO Söngvari U2 ætlar að setja á markað vörumerkið Red. Einn hundraðasti ágóðans mun renna til góðgerðarmála. Hljómsveitin Placebo, sem hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll árið 2004, gefur út plötuna Meds þann 13. mars. Síðasta plata sveitarinnar, Sleeping With Ghosts, kom út 2004 og fékk prýðilegar viðtökur gagn- rýnenda. Seldist hún í 1,4 milljón- um eintaka um heim allan og komst á lista yfir 10 vinsælustu plötur Bretlands. Alls hafa selst yfir ein milljón platna í Bretlandi og sex milljónir um heim allan. Meds, sem er fimmta breiðskífa Placebo, var tekin upp á átta vikum í London og var einfaldleikinn hafð- ur í fyrirrúmi. „Við leyfðum lögun- um að njóta sín í stað þess að reyna að sýna hversu góðir við værum í að nota hljóðverið. Við völdum ein- faldleikann í staðinn fyrir að liggja of mikið yfir hlutunum,“ sagði Brian Molko, söngvari Placebo. Sveitin fer í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir, og hefst hún í suðaustur Asíu í næsta mánuði á 100 Rock-hátíðinni í Bangkok. ■ Meds kemur í mars PLACEBO Rokksveitin Placebo gefur út plötuna Meds þann 13. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Ég er búinn að vera mjög smeyk- ur við að hlusta á þessa plötu. Þess vegna hefur hún líka legið á hill- unni hjá mér í nokkrar vikur. Ég sá Stebba Undur loka Live 8 sjón- varpsútsendingunni síðasta sumar og var ekki mjög skemmt. Hann má svo sannarlega muna sinn fífil fegurri. Hann þurfti meira að segja aðstoð við að standa upp- réttur. Maðurinn var orðinn svip- að stór og ráðvilltur og hvalurinn sem lést í Thames-ánni á dögun- um. Á Live 8 tók hann nokkra slagara, eitt afleitt lag af þessari nýju plötu, smáskífuna So What the Fuzz, en endaði svo á laginu klassíska Superstition og sýndi að hann getur enn fundið grúvið í myrkrinu, ef hann bara nennir að þreifa eftir því. Það var því þó nokkur léttir að heyra að Stevie Wonder fellur ekki í þá gryfju á þessari fyrstu breið- skífu sinni í 10 ár að elta þann stíl sem tröllríður meginstraumnum í dag. Þó svo að nokkur laganna styðjist við trommuforritun þá hljóma þau aldrei eins og það sé verið að elta hljóm Kanye West eða r&b tónlistarmanna á borð við Mary J. Blige. Stevie Wonder hljómar ennþá eins og Stevie Wonder. Eini gall- inn er að hann er enn fastur í sömu væmnu og geldu leiðindunum og hann festist í eftir að I Just Call- ed to Say I Love you varð stærsti slagari hans frá upphafi. Held að væmnari og klisjukenndari textar en þessir finnist varla í dag. Orðið „Love“ kemur fyrir svona 40 sinn- um í hverju lagi. Eða á svona 15 sekúndna fresti. Ef maðurinn er í alvörunni svona fullur af ást og hann er að reyna sannfæra hlust- endur sína á þessari plötu þá hlýt- ur hann að vera hamingjusamasti hvalur jarðar. Stevie hefur ennþá gott skyn- bragð fyrir melódíum. Hljóma- gangar hans eru svolítið í djass- aðri kantinum, en það er ekkert hægt að setja út á spilamennsku eða flutning hans hérna. Það er öllu bjartara yfir blinda undrinu á plasti en var á Live 8 tónleikun- um. Versti galli plötunnar er þó hversu löng hún er. Stevie fyllir út í hverja sekúndu á plássi geisla- disksins, sem veldur því að hlust- andinn þarf að fórna 78 mínútum af ævi sinni, ætli hann að komast í gegnum alla plötuna. Platan hefði bókað orðið betri sem heild hefði hann skorið út þrjú til fjögur upp- fyllingarlög. Plötur Stevie Wonder hafa ekki náð mikilli almenningshylli síðustu tuttugu árin eða svo. Þessi á því miður ekki eftir að brjóta þá hefð. Birgir Örn Steinarsson Ástarhvalurinn blæs STEVIE WONDER: A TIME TO LOVE Niðurstaða: Stevie Wonder rýfur 10 ára útgáfuþögn með plötu sem er því miður allt of væmin og löng til þess að hægt sé að njóta hennar almennilega. Sýnir þó að hann er ekki búinn að missa náðargáfu sína endanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.