Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 56
Við háskólanám í Kanada árið 2004 velti ég fyrir mér spurningunni af hverju sum lönd væru rík en önnur fátæk. Þegar hagfræði- deild skólans bauð mér að halda til Suður-Afríku til þess að starfa með heimilislausum ásamt því að vinna að rann- sóknum var ég því ekki lengi að hugsa mig um og sló til. Það hafði greinilega rignt mikið um nóttina en himinninn var orðinn alveg heiðskír þegar ég yfirgaf flugstöðina í Höfðaborg eftir tólf klukkustunda ferðalag frá London. Á leiðinni frá flugvell- inum rann upp fyrir mér hvert ég var kominn þegar tignarleg fjöl- lin og fögur náttúran viku fyrir kofahreysum í þúsundatali báðum megin við hraðbrautina. Þar var hvorki vegi né gangstéttir að sjá, einungis moldartroðninga, blauta eftir rigningu næturinnar. Börn voru þar að leik í svaðinu og í kring mátti sjá hesta og kýr á vappi sem bílstjórinn sagði að væru brúkuð til samgangna og matar. Helmingur þjóðarinnar er án atvinnu, hvergi í heiminum er alnæmi stærra vandamál og vatn og rafmagn af skornum skammti. Aðskilnaðarstefnan, sem var við lýði í Suður-Afríku til 1994, hefur sett djúp ör á samfé- lagið. Á tímum aðskilnaðarstefn- unnar ákvað ríkisstjórnin hvar fólk með litað hörund skyldi búa, sækja skóla og vinna. Í skoðun- arferðum sá ég við bílastæði og á bekkjum gömul skilti frá tímum aðskilnaðarstefnunnar og á þeim stóð: Aðeins fyrir hvíta. Einnig sá ég skilti sem höfðu verið fyrir utan kirkju í Höfðaborg sem á stóð: Hundar og hörundsdökkir óvelkomnir! Stór hluti þeirra 3,2 milljóna manna sem búa í Höfðaborg hefur hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni. Borgin stækkar líka mjög hratt því fólk bregð- ur búi í auknum mæli og flytur á mölina. Fólksstraumurinn hefur verið stöðugur síðan aðskilnaðar- stefnunni lauk og fólk með dökkt hörund fékk aftur frelsi til að ferð- ast og setjast að þar sem það kaus. Það fjölgar um 100 þúsund manns í Höfðaborg á hverju ári sem er margfalt meira en borgaryfirvöld ráða við. Þegar fólk flyst af landsbyggð- inni til Höfðaborgar taka venju- lega nokkrar fjölskyldur sig saman og reisa sér heimili, lítið annað en kofahreysi. Framkvæmdirn- ar fara yfirleitt fram þegar tekur að skyggja og er lokið þegar sólin kemur upp morguninn eftir. Þá er ekki óalgengt að heilt kofaþorp sé risið. Límfíklar í súpueldhúsi Eftir komu mína til Höfðaborgar ferðaðist ég um í örfáa daga áður en ég hóf störf í stóru eldhúsi sem tilheyrði Saint George‘s dómkirkj- unni í hjarta borgarinnar. Þar var súpa og brauð í boði fyrir þá sem áttu ekki fyrir mat. Um 300 manns sóttu eldhúsið reglulega; stór hluti kom á hverjum degi. Meirihluti gestanna átti við vímu- efnavandamál að stríða og var lím vinsælasti vímugjafinn sökum þess hve ódýrt það var. Konur með börn alveg niður í 6 til 7 mánaða gömul sáust reglulega í súpueld- húsinu en konur voru þó í miklum minnihluta. Ástæðan var sú að þær verða fyrir mesta ofbeldinu á götum Höfðaborgar. Flestir sem ég spjallaði við í eldhúsinu bjuggu undir trjám í miðborginni eða í úthverfunum. Margir höfðu sótt eldhúsið um árabil. Ég kynntist til að mynda ungum strák, Sydney, sem var 23 ára. Hann kom fyrst í eldhúsið fyrir áratug eftir að hafa flúið að heiman frá obeldinu sem foreldr- ar hans beittu hann. Það er algeng saga meðal götubarna. Sydney hætti að lifa af glæpum tveimur árum áður en ég kynntist honum. Thommy hét annar ungur maður sem ég kynntist. Hann var 27 ára gamall og bjó í kofa í einu fátækrahverfanna. Ólíkt öðrum eldhúsgestum sem ég kynntist átti Thommy bíl og var vel máli farinn. Hann hafði starfað við tölvuviðgerðir en verið atvinnu- laus í rúmlega tvö ár og stöðugt að sækja um störf. Philemon lán- aði honum föt reglulega til þess að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Þrátt fyrir stanslausa leit gekk Thommy ekkert að fá vinnu. Andstæðir heimar Höfðaborgar Anthony hét enn einn strákurinn sem ég kynntist, en hann kom nærri daglega í eldhúsið. Ég og nokkrir starfsfélagar mínir fórum stundum með honum í göngutúra á Parade-svæðinu. Þar eru borg- arskrifstofur Höfðaborgar en einnig svefnstæði flestra þeirra sem sækja eldhúsið. Það fékk óneitanlega á mig að sjá hvernig fólkið, sem ég hafði spjallað við og afgreitt, bjó. Yfirleitt eru fimm eða fleiri saman í klíkum en þær eru oft kynjaskiptar. Hver klíka „átti“ tré sem hún svaf undir. Uppi í trénu voru allar eigur klíkunn- ar geymdar, t.d. sængur, matur, drykkir og svo framvegis. Í einni ferðinni okkar á sólríkum degi var greinilega þvottadagur. Margir voru þá að þvo fötin af sér og lágu föt til þerris út um allt á gangstéttunum. Til að drepa tím- ann sniffuðu margir lím og voru sumir út úr heiminum svo ekki sé fastar að orði kveðið. Margir úr millistétt fara um þetta svæði á leið til og frá vinnu og eru bíla- stæði víða. Það var átakanlegt að sjá svona unga krakka liggjandi fyrir allra augum með poka yfir andlitinu sniffandi lím og í allt öðrum heimi en þeim sem ég var í. Hinir andstæðu heimar fátækra og ríkra hafa aldrei birst mér jafn greinilega og á þessum annars fallega degi í Höfðaborg. Tískan og tennurnar Ég komst aldrei almennilega að því hvað Anthony gerði, en mig grunaði að hann framfleytti sér með glæpum og betli. Eftir fyrstu vikuna í eldhúsinu hafði ég tekið eftir mörgum sem vantaði báðar framtennurnar í. Sennilega vegna lélegrar tannhirðu gerði ég ráð fyrir - margir sem komu í eldhús- ið höfðu ekki fyrir því að þrífa buxurnar sínar eftir að hafa migið í þær og lítið sem benti til að þeir hefðu meiri áhyggjur af tönnunum sínum. Anthony var einn af þeim sem vantaði framtennurnar. Mér til mikillar furðu komst ég hins vegar að því að um tískubylgju var að ræða; menn rifu framtenn- urnar hver úr öðrum! Ég mátti til með að spyrja Anthony út í þetta sem sagðist njóta mun meiri kven- hylli án framtanna. Það var alltaf stór hópur sem sótti eldhúsið sem ég og starfs- félagar mínir vissum að var að leita að vinnu og betra lífi. Af og til hættu þeir sem voru daglegir gestir að koma, jafnvel í lang- an tíma. Var þá haldið í vonina um að viðkomandi hefði tekist að næla sér í vinnu og komist á beinu brautina til betra lífs. Raunin var yfirleitt önnur og sorglegri. Þeir sem voru á hinn bóginn svo heppnir að fá vinnu voru þó aðeins búnir að yfirstíga fyrstu hindrunina. Eftir óreglu og ólifnað á götunum í mörg ár reynist það fólki oft erfitt að temja sér þann aga sem þarf til að halda starfi. Þeim sem um árabil hefur búið á götunni getur reynst erfitt að vakna á morgn- ana, mæta á réttum tíma í vinn- una og halda sér allsgáðum allan daginn. Góðar fréttir að sunnan Á nýju ári fékk ég tölvupóst til Íslands með þeim skilaboðum að Anthony, Sydney og fleiri sem ég kynntist væru enn daglegir gestir í eldhúsinu. Thommy var undan- tekningin því hann hafði fengið vinnu við útkeyrslu fyrir tölvufyr- irtæki. Thommy var aldrei háður neinum vímugjöfum og hafði sýnt mikla þrautseigju við stanslausa atvinnuleit sem staðið hafði yfir í meira en tvö ár. Hann uppskar árangur erfiðisins og fékk tæki- færi til að bæta líf sitt. Ennfremur sýnir árangur Thommys hversu mikilvægt starf Eldhússins er og að það þarf eng- inn að búa á götunni. Það eru til leiðir fyrir alla til að komast úr útiganginum, en sporin þaðan geta bæði verið mörg og þung. Hinn valkosturinn er lífið á göt- unni sem enginn þolir til lengd- ar enda er meðalaldur útigangs- manna lágur. ■ Hefur þinn skóli, stofnun, félag eða fyrirtæki áhuga á að gefa nemendum eða kennurum tækifæri á að afla sér starfsþjálfunar í Evrópu, efla símenntun starfsmanna í gegnum starfsmannaskipti leiðbeinenda og stjórnenda eða kynna sér nýjungar, s.s. í vinnulagi, námsefnisgerð og vinnustaðanámi? Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins býður styrki til starfsþjálfunar frá grunn- þjálfun til símenntunar. Næsti umsóknarfrestur er 10. febrúar 2006. Veittir eru ferða- og uppihaldsstyrkir samkvæmt reglum áætlunarinnar í 1 – 6 vikur fyrir leiðbeinendur og stjórnendur og í 3 - 52 vikur fyrir nemendur á mismunandi skólastigum til að afla sér starfsþjálfunar í sínu fagi í 32 Evrópulöndum. Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla aðstoðar umsækjendur í umsóknarferlinu með ráðgjöf við umsóknargerð og leit að samstarfsaðilum. Ráðgjöfin er umsækjendum að kostnaðarlausu. Netfang: alla@mennt.is. Sími 599 1440. Rannsóknaþjónusta Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins LÝST EFTIR UMSÓKNUM UM MANNASKIPTASTYRKI Nánari upplýsingar um áætlunina og öll umsóknargögn er að finna á heimasíðu Landsskrifstofu Leonardó www.leonardo.is 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR36 Meðal götufólks í Höfðaborg BÖRN Í HÖFÐABORG Helmingur Suður-Afríkubúa er atvinnulaus og alnæmi er hvergi meira í heiminum en þar. Börn verða því miður þeim vágesti að bráð. ÞVOTTADAGUR Á sólrík- um dögum var algengt að sjá föt liggja til þerris hér og þar á gangstétt- um í fátækrahverfum Höfðaborgar. Ekki var óalgengt að sjá fólk sniffa lím til að drepa tímann á meðan þvott- urinn þornaði. MYND/ GUÐMUNDUR ARNAR GUÐMUNDSSON GUÐMUNDUR MEÐ FÉLÖG- UM SÍNUM Guðmundur kynntist mörg- um litríkum karakterum í Höfðaborg, sumum sem áttu vafasama fortíð að baki. Þótt Suður-Afríka sé lengra á veg komið en önnur lönd í Afríku, steðja að því mörg vandamál. Guð- mundur Arnar Guðmundsson kynntist því þegar hann vann með heimilislausum í Höfðaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.