Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 18
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR18 BRÉF TIL BLAÐSINS Jafnrétti og réttlæti eru lykilat- riði í stefnu Samfylkingarinnar. Viðamesta jafnréttisverkefnið er enn sem fyrr að tryggja jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. En það þarf jafnframt að vinna að því í miklu meiri mæli en áður að bæta stöðu ýmissa hópa, svo sem fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, samkynhneigðra og aldraðra. Reykjavíkurborg má ekki mismuna neinum, heldur verð- ur hún að vinna að jafnri stöðu allra án tillits til uppruna, kyn- ferðis eða mismunandi uppleggs fólks að öðru leyti. Allir eiga að hafa sömu mannréttindi. Leggja þarf aukna áherslu á jafnréttis- mál kynjanna á öllum sviðum og í öllum stofnunum og fyrirtækj- um borgarinnar. Eitt brýnasta verkefnið til að byrja með er að tryggja launajafnrétti í reynd. Fólk af erlendum uppruna hefur auðgað íslenskt samfélag, enda hafa fyrirtæki og stofnanir kall- að eftir fólki til starfa erlendis frá. Það er þó ekki hægt að líta á þetta fólk eingöngu sem vinnuafl. Það þarf að efla íslenskukennslu fyrir þennan hóp. Gjöld fyrir málanámið mega ekki verða að hindrun í þessu efni. Koma þarf í veg fyrir að hópar af erlendu bergi einangrist og að spenna skapist á milli ýmissa hópa vegna skilningsleysis og samskiptaörð- ugleika. Þess vegna þarf að auð- velda samskiptin og tungumálið er besta samskiptatækið. Vinna þarf að því að bæta stöðu samkynhneigðra í samfélaginu. Þar er eitt brýnasta verkefnið að draga úr fordómum og á því þarf að byrja strax í grunnskólum. Þetta er spurning um mannrétt- indi. Það þarf að vinna betur að því að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra í samfélaginu. Í sumum efnum þyrftu sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sig saman um að veita þjón- ustu við þennan hóp, t.d. er varð- ar ferðaþjónustu, sem er hvað þróuðust í Reykjavík. Það hlýtur hins vegar að vera sóun þegar senda þarf nokkra sérútbúna bíla í stað eins bíls til nokkurra ein- staklinga á sama stað sem nýta sér þjónustu innan borgarinnar, bara vegna þess að þessir ein- staklingar eiga ekki lögheimili í sama sveitarfélaginu. Yngstu og elstu aldurshóparn- ir þurfa eðlilega að jafnaði meiri þjónustu en aðrir. Öldrunarþjón- usta er mjög aðþrengd á Íslandi í dag. Það á ekki hvað síst við um hjúkrunarheimili sem fá rekstr- arframlag frá ríkinu sem í fæst- um tilfellum dugar til að standa fyllilega undir þeirri þjónustu sem til er ætlast. Enn er hér skortur á hjúkrunarrýmum, en nú hefur verið gert samkomulag um byggingu hjúkrunarheimil- is í austurbæ Reykjavíkur með 110 rýmum, auk þess sem stefnt er að smíði hjúkrunarheimilis í vesturbænum. En jafnframt hefur verið unnið markvisst að því að finna lausnir fyrir þann hóp aldraðra og sjúkra sem kýs að búa heima. Jafnréttisbaráttan hefur því á sér margar hliðar. Sem fyrr er eitt viðamesta verkefnið að jafna stöðu kynjanna, en jafnréttisbar- áttan þarf einnig að ná til ann- arra hópa sem hér er fjallað um. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík. Jafnrétti er lykilatriði UMRÆÐAN JAFNRÉTTI STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur í ár starfað undir nýju fyr- irkomulagi, sem segja má að hafi verið afleiðing af niðurstöðum kosninganna sl. febrúar. Í kosn- ingunum gerðist það í fyrsta sinn í langan tíma að engin þeirra fylk- inga sem buðu fram til ráðsins hlaut meirihluta og Háskólalistinn komst í oddastöðu með því að ná inn einum manni í ráðið. Þessi nýja staða bauð á ýmis- legt. Þar á meðal sáu menn fyrir sér möguleika á auknu samstarfi milli fylkinganna og þar af leið- andi meiri virkni og jákvæðari anda yfir ráðinu í heild en tíðkast hefur. Að öllu jöfnu hefði þetta átt að skila sér í kraftmeira Stúdenta- ráði. Óhætt er að segja að þessar væntingar hafi fljótlega orðið að engu. Eftir að viðræður milli fylkinganna, sem Háskólalistinn leiddi höfðu staðið yfir í um einn og hálfan mánuð varð að ná nið- urstöðu til þess að halda ráðinu starfhæfu. Niðurstaðan varð sú að fulltrúi Háskólalistans var kjör- inn formaður ráðsins með tveim- ur atkvæðum, á meðan átján stúd- entaráðsliðar sátu hjá. Ákveðin stefnubreyting hefur orðið á hlutverki formanns Stúd- entaráðs í ár. Hinn nýi formaður virðist ekki líta svo á að hlutvert sitt sé að taka frumkvæði og beita sér í einstökum hagsmuna- málum stúdenta, heldur fyrst og fremst að vera sáttasemjari og eins konar friðarhöfðingi ráðs- ins. Þessi stefnubreyting hefur leitt til þess að hagsmunabaráttan hefur setið á hakanum og mál- efni stúdenta verið lítt áberandi í umræðunni á árinu, þrátt fyrir að jarðvegurinn fyrir slíka umræðu hafi verið góður. Hver úttektin á fætur annarri hefur til dæmis sýnt að Háskóli Íslands stendur sig afar vel þrátt fyrir að hafa lítið fjármagn milli handanna. Innan veggja skólans blasa við viðfangsefni sem stúdentar ættu að leita lausna á, s.s gamaldags kennsluhættir og ófullnægjandi aðstaða stúdenta. Þrátt fyrir fjöl- mörg sóknarfæri fyrir stúdenta og málstað þeirra hefur heimatil- búin tilvistarkreppa Stúdentaráðs valdið því að okkar rödd hefur ekki heyrst á þessum vettvangi. Grundvallarforsendan fyrir því að Stúdentaráð er starfrækt er sú að ráðið sé virkt og forystan kröftug. Samstarf í orði er til lít- ils ef því fylgir ekki árangur. Þótt gott starf hafi verið unnið í mörg- um nefndum stúdentaráðs í ár þá er ljóst að núverandi fyrirkomu- lag hefur ekki í það heila reynst hagsmunabaráttunni happadrjúgt. Þessu þarf að breyta. Kostir þess að sem flestir Stúd- entaráðsliðar séu virkir í starf- inu eru ótvíræðir og augljósir. Núverandi fyrirkomulag hefur hins vegar einfaldlega ekki leitt til þess að fleiri Stúdentaráðslið- ar séu virkir en áður. Það má gera miklu betur í starfi ráðsins, bæði hvað varðar að virkja ráðið sem heild sem og að ná árangri í mál- efnum stúdenta. Leiðin til þess er hins vegar ekki sú sem Háskóla- listinn hefur talað fyrir í ein þrjú ár en þó aldrei lagt fram tillögur um, þ.e. að taka upp einstaklings- kosningakerfi í Stúdentaráð. Slíkt kerfi myndi ekki leysa þann vanda sem nú blasir við, það algera frumkvæðis- og aðgerðaleysi sem einkennt hefur ráðið. Lausnin er miklu frekar sú að ráðið komi sér saman um ákveðna stefnu til að vinna eftir og að forysta SHÍ láti verkin tala, fremur en að sitja með hendur í skauti sér og fagna ímynduðu samstarfi. Vaka vill samstarf í Stúdenta- ráði. En samstarfið þarf að vera á grundvelli árangurs, en ekki ein- faldlega samstarfsins vegna. Inga er formaður Vöku og Árni er oddviti Vöku í Stúdentaráði. Staðan í stúdentaráði UMRÆÐAN STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ÍS- LANDS. ÁRNI HELGASON OG INGA HREFNA SVEINBJARNARDÓTTIR Hinn nýi formaður virðist ekki líta svo á að hlutvert sitt sé að taka frumkvæði og beita sér í einstökum hagsmunamálum stúdenta, heldur fyrst og fremst að vera sáttasemjari og eins konar friðarhöfðingi ráðsins. Flott fyllerí Ærlegt fyllerí er frábært stundargaman. Endar oft í algleymi! Að sama skapi ömurlegt þegar fer að renna af manni - hausverkur, magapína og minningar um eitthvað sem miður fór. Sumum tekst að fresta vandanum með því að fá sér meira - aftur og aftur - dögum, vikum og jafnvel árum saman. Veislan er fín meðan hún stendur og veisluföng eru nóg. En sérhver veisla tekur enda, bara spurn- ing hvenær. Íslensk þjóð er á mjög góðu fylleríi - mikið keypt og framkvæmt. Margir með glampa í augum og gleði í taugum. Veisluföngin eru íslensk náttúra, erlent vinnuafl og influtt góss. Skuldir hlaðast upp eins og gengur í stórveisl- um. Flestir eru nógu ölvaðir til að sjá ekki fyrir endann á þessari hátíð, en einhverjir eru þó með rænu og sjá fram á veislulok með tilheyrandi timburmönnum eftir 1-2 ár. Hvað er til ráða? Auðvitað að fram- lengja fylleríið um nokkur ár með nýjum veilsuföngum. Fórna fleiri náttúruperlum og taka meiri lán. Höldum gleði hátt á loft. Skál, bræður og systur! Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur. Níu gefa kost á sér í sex efstu sætin í forvali á lista VG á laugar- daginn. Fólkið hefur fjölbreytta reynslu af atvinnulífi og félags- starfi. Þar fer fremst meðal jafn- ingja Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi okkar, reynd og víðsýn baráttukona. Sjónarmið VG þurfa að fá aukinn hljóm- grunn í stjórnun bæjarins. Þar er nauðsynlegt að halda á lofti umhverfisvernd, jafnrétt- is- og velferðarsjónarmiðum þegar fjallað er um atvinnu- og menntastefnu bæjarins. Stefnu- skrá VG sem lögð var fram fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2002 fékk yfirskriftina: „Akureyri - heilbrigt samfélag“. Þar er lögð áhersla á samhengi í umhverfis- heilbrigðis og efnahagsmálum sem miðar að sjálfbærri þróun. Heilbrigðu mannlífi og atvinnu- lífi er ætlað að haldast í hendur við stjórnun, verndun og nýtingu á sameiginlegum auðlindum. Síð- ustu daga hefur komið í ljós að stefnuskrá VG á landsvísu hlýtur æ meiri hljómgrunn, samanber Norðlingaölduveitumálið. Und- irrituð situr í félagsmálráði og stjórn Norðurorku hf. Hvað félagsmálaráð áhrærir þarf að finna fjölbreyttari úrræði í þjónustu við aldraða, sjúka og öryrkja. Þar er fyrst hugað að geðfötluðum og aðstandendum þeirra. Þeim málaflokki hef ég kynnst með starfi í stuðn- ingshópi Lautarinnar sem er athvarf fyrir geðfatlaða. Mikið hefur þó áunnist í búsetumálum þeirra hér á Akureyri, en brýn þörf er á að stækka geðdeildina við FSA. og koma á teymi við Heilsugæslustöðina sem sinnt getur forvörnum og eftirfylgni í bata sjúklinga sem útskrifaðir eru. Starfsemi Hugarafls þarf að styrkja og tengja við hugmyndir um heilbrigt samfélag fyrir alla. Skólamál og forvarnarbarátta í áfengis- og vímuvörnum þarfn- ast öflugra talsmanna sem af hugsjón og áræðni sinna þeim fyrir hönd bæjarins. Undirrituð hefur brennandi áhuga á þess- sum málaflokkum, ekki síst til að vinna gegn geðsjúkdómum síðar. Hvað Norðurorku hf. varðar er hún gullkýr Akureyringa og þarf að tryggja að Akureyrar- kaupstaður eigi þar áfram meiri- hluta. Norðurorka var því miður gerð að hlutafélagi, en ekki sam- eignarfélagi árið 2002, eins og gert var við Orkuveitu Reykja- víkur. Þar með gæti Norðurorka verði sett á opinberan markað án þess að bæjarbúar fengju rönd við reist. Það skiptir því máli hvaða skilaboð sá flytur sem fer með meirihlutaumboð á hluthafafundum í Norðurorku hf. Undirrituð var eini fulltrúinn í stjórn Norðurorku sem lagðist gegn hlutafélagsvæðingu fyrir- tækisins. Norðurorka skiptir máli með aðkomu að orku- og vatnsmiðlun bæði fyrir heimilin og atvinnu- starfsemi. Má þar benda á orku- frekan og vatnsþurfandi iðnað, svo sem álþynnuverksmiðju sem vonandi verður reist hér. Norð- uorka getur gert margþætta atvinnustarfsemi mögulega á Akureyri í framtíðinni, sem er umhverfisvænni en álver og hefur víðtæk jákvæð margfeld- isáhrif. Ég sækist eftir 4 - 6 sæti og vonast til að einhverjir lesendur þessarar greinar geri sér ferð á laugardaginn í Hafnarstætið, gangi í VG, kjósi og taki svo þátt í endurritun stefnuskrár fyrir vorið undir forystu Valgerðar H. Bjarnadóttur. Höfundur er framhaldsskóla- kennari og umhverfisfræðingur. Aukum hljómgrunn VG UMRÆÐAN FORVAL VINSTRI GRÆNNA KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.