Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4
4 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,52 61,82 Sterlingspund 109,47 110,01 Evra 75,02 75,44 Dönsk króna 10,05 10,108 Norsk króna 9,274 9,328 Sænsk króna 8,103 8,151 Japanskt jen 0,5275 0,5305 SDR 89,37 89,91 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,8025 MIKIL UPPBYGGING Mikið hefur verið byggt af íbúðum í Norðlingaholti sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Úthlutun lóða hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum. Fréttablaðið/Vilhelm HÚSNÆÐI Úthlutun lóða hefur fjórfaldast á undanförnum fimm árum og munar mestu um aukn- inguna á höfuðborgarsvæðinu síð- ustu tvö árin. Á sama tíma hefur fjöldi fullgerðra íbúða tvöfaldast og helst hann því ekki í hendur við lóðaúthlutunina. Talnagögnin koma fram í svari félagsmálaráðherra við fyrir- spurn Kjartans Ólafssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. „Gengi krónunnar hefur styrkst gríðarlega undanfarin ár og það hefur að sínu leyti haft afgerandi áhrif á vextina. Hækk- andi húsnæðisverð hefur svo aukið verðbólguna.“ Kjartan segist vilja sjá hvort meira sé byggt en markaðurinn taki við og hvort vísbendingar séu um offramboð og verðhjöðnun. „Ef ekki er þörf fyrir allar þær íbúðir sem lóðaúthlutunin gefur til kynna að komi á markaðinn í náinni framtíð má ætla að íbúða- verð lækki og verðbólga af þess- um völdum lækki að sama skapi. Það hefur verið talað um að mark- aður sé fyrir um 14 hundruð nýjar íbúðir á ári.“ Tölurnar sem Kjartan hefur fengið í hendur miðast við lóðaút- hlutun í 17 af 21 sveitarfélagi. Árið 2000 var úthlutað samtals 1.060 lóðum en hátt í 4.300 á nýliðnu ári. Árið 2000 nam fjöldi fullgerðra íbúða á öllu landinu 1.258 en var orðinn 2.355 árið 2004 og hafði nær tvöfaldast. „Vel má vera að í þessu sé ein- hver skekkja, til dæmis vegna þess að sömu lóðinni er úthlut- að oftar en einu sinni. Hingað streymir fólk, fólki fjölgar og það stækkar við sig. Þrátt fyrir þetta sýnist mér að framboð gæti orðið meira en eftirspurn innan tíðar og það gæti valdið verðhjöðnun og leitt til minnkandi verðbólgu,“ segir Kjartan ólafsson. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir greinilegt að lóðaskortur hafi hrjáð markaðinn fyrir fimm árum og er ekki viss um að offramboð á íbúðum sé í vændum. „En það er ljóst að íbúðaverð er hætt að hækka. Í síðasta mánuði lækkaði verð lítillega á sérbýlis- og fjöl- býlisíbúðum í fyrsta skipti síðan í desember 2003. Markaðurinn leit- ar nú jafnvægis eftir þá spreng- ingu sem varð þegar bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkaðinn,“ segir Björn. johannh@frettabladid.is Íbúðaverð byrjað að lækka Framboð á nýjum íbúðum í landinu hefur tvöfaldast á fimm árum. Á sama tíma hefur úthlutun lóða fjór- faldast. Verð á sambýlis- og fjölbýlisíbúðum lækkaði í síðasta mánuði í fyrsta skipti síðan í desember 2003. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 1.060 1.258 1.202 2.140 2.355 3.623 4.620 ÚTHLUTUN LÓÐA OG FULLGERÐAR ÍBÚÐIR Fjöldi úthlutaðra lóða í 17 stærstu sveitarfélögunum og fullgerðar íbúðir á öllu landinu Fjöldi úthlutaðra lóða Fullgerðar íbúðir BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON KJARTAN ÓLAFSSON DANMÖRK Trúarleiðtogar og ráða- menn í Sádi-Arabíu hafa hvatt landsmenn til að sniðganga danskar vörur. Ástæðan er sögð aðgerðaleysi dönsku ríkisstjórnar- innar vegna birtinga á teikningum af Múhameð spámanni í Jótlands- póstinum síðastliðið haust. Þá hafa yfirvöld í landinu kallað sendi- herra sinn heim frá Danmörku. Forsvarsmenn danskra fyrir- tækja óttast að vörur þeirra verði einnig sniðgengnar í nágranna- ríkjum Sádi-Arabíu innan skamms ef ekkert verður að gert. Haft er eftir Per Stig Møller, utanríkis- ráðherra Danmerkur, í Berlingske tidende í gær að þessi viðbrögð komi honum á óvart. Enda hafi viðskiptasambönd milli landanna verið góð fram til þessa. Samtök danskra iðnrekenda sendu frá sér ályktun í gær þar sem þau harma myndbirtingarnar. Birting teikninganna af Múhameð spámanni hafa vakið hörð viðbrögð í mörgum múslima- ríkjum. Í kjölfarið óskuðu sendi- herrar nokkurra ríkja eftir fundi með forsætisráðherra Danmerkur sem hann varð ekki við, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði ekkert yfir frjálsum fjölmiðlum landsins að segja. Talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna hafa gagnrýnt þá ákvörðun. Haft er eftir þeim í gær að staða málsins í dag sé afleiðing rangra viðbragða ríkisstjórnar- innar í málinu. - ks Trúarleiðtogar og ráðamenn í Sádi-Arabíu eru reiðir Dönum: Sniðganga danskar vörur Svipt ökuréttindum í ár Kona var svipt ökuréttindum í eitt ár fyrir að aka bifreið, verulega ölvuð, á kyrrstæða vörubifreið á Ísafirði í maí á síðasta ári. Áfengi í blóði hennar mældist 2,58 en ekki má fara yfir 0,50 prómill. Hún þarf að auki að greiða 100 þúsund krónur í ríkissjóð næstu fjórar vikurnar eða fara í átta daga fangelsi. DÓMSMÁL SVÍÞJÓÐ, AP Stór langferðabíll full- setinn farþegum fór í gær út af þjóðveginum í grennd við Arboga, um 100 km vestur af Stokkhólmi, og valt með þeim afleiðingum að átta manns að minnsta kosti létu lífið og vel á fimmta tug slösuðust, misalvarlega. Kjell Nylund, talsmaður hér- aðsyfirvalda, sagði að andlát átta farþega hefðu verið staðfest og að 45 hefðu verið fluttir á slysadeild nærliggjandi sjúkrahúsa. Marg- ir farþeganna festust inni í flaki rútunnar og það tók sinn tíma að ná þeim út. Snjór og hálka var á slysstað. ■ Rútuslys í Svíþjóð: Átta farþegar biðu bana Á HVOLFI Rútan lagðist að hluta til saman er hún lenti á hvolfi úti í skurði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÖNUM BÖLVAÐ Eftir föstudagsbænir í gær lýstu um 500 moskugestir í Bagdad fordæmingu sinni á Múhameðsteikningun- um í Jótlandspóstinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leyfa stafesta samvist Efri deild tékkneska þingsins samþykkti á fimmtu- dag lög sem heimila samkynhneigðum að skrást í staðfesta samvist. Samþykki Vaclav Klaus forseti lögin fá samkyn- hneigðir svipaðan rétt og gift gagnkyn- hneigð pör hafa til erfða og trygginga. Þó mega samkynhneigðir hvorki gifta sig né ættleiða börn. TÉKKLAND RÚSSLAND, AP Rússlandsstjórn er að reyna að stöðva starfsemi regn- hlífarsamtaka mannréttindafé- laga í Rússlandi, að því er þekktur rússneskur mannréttindafrömuð- ur hélt fram í gær. Þessi viðleitni stjórnvalda sé liður í víðtækri herferð gegn starfsemi frjálsra félagasamtaka í landinu. Ein af undirdeildum rússneska dómsmálaráðuneytisins hefur farið fram á það við dómstól í Moskvu að hann fyrirskipi lokun Mannréttindaskrifstofu Rúss- lands, á þeirri fyrirsláttarforsendu að samtökin hefðu ekki skilað inn tilskildum skýrslum síðastliðin fimm ár. Þetta sagði Valentina Melnikova, sem á sæti í stjórn Mannréttindaskrifstofunnar. ■ Mannréttindasamtök eystra: Reyna að loka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.