Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 12
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Rændi eftirlíkingu af skauti konu Ungur maður braust inn í verslun með hjálpartæki ástarlífsins og hafði á brott með sér eftirlíkingu af skauti konu. Sennilega telst þetta ástríðuglæpur. Hluthafar kolféllu í reikningi Hlutabréf í lággjaldaflugfélaginu FlyMe hrundu um 67 prósent þegar réttur til að taka þátt í hlutafjár- útboði rann út. Í raun og veru tvöfölduðust bréfin hins vegar í verði þar sem gengið hefði átt að hrapa. Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn Klámtengd tölvuveira, Kamasútra að nafni, ræðst nú á tölvukerfi um allan heim. Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig Björn Ingi Hrafnsson taldi enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi hafi verið blásnar upp. Hann sakaði stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Kate Moss baktalar Siennu opinskátt Heimurinn stóð á öndinni yfir fréttum þess efnis að ofurfyrirsætan Kate Moss hafi verið gripin glóðvolg við að baktala leikkonuna Siennu Miller. Chris Penn fannst látinn Leikarinn Chris Penn fannst látinn við fjölbýlishús í Santa Monica í Kaliforníu í vikunni. Anna Guðmundsdóttir, íbúi í Mjóafirði, er hin fjörugasta þrátt fyrir háan aldur en vand- ar pólitíkusum landsins ekki kveðjurnar. Kristinn kommi og María mey Fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins vill að Krist- inn H. Gunnarsson segi af sér. Hann kallaði Kristin komma, en líkti honum líka við Maríu mey. Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum Japönsk hjúkrunarkona var dæmd í fangelsi fyrir að rífa neglur af fingr- um og tám sjúklinga í sinni umsjá. Flugdólgur reyndi að opna hurð á fljúgandi ferð Kona olli nokkurri hræðslu meðal far- þega um borð í SAS flugvél þegar hún reyndi að opna hurð í 10 kílómetra hæð. Fyrir mannlegri borg Marsibil í 2. sætið Munið að kjósa í laugardalshöllinni í dag frá 10 - 18 Reykjavík er ekki fjölmenn borg á heimsmælikvarða. Það er vel raunhæft að tryggja öllum íbúum hennar mannsæmandi lífsskilyrði. Það á að vera forgangs- og metnaðarmál í mannlegri borg þar sem hver einstaklingur skiptir máli. marsibil.is / málefni / greinar / dagbók / myndir Það er fróðlegt og allt að því skemmtilegt að skoða upp-lýsingar um allar þær nefndir sem starfa á vegum eða í tengslum við ráðuneyti íslenska stjórnarráðsins. Listinn er langur og þegar allt er talið kemur í ljós að nefndir, stjórnir, ráð og starfshópar sem getið er á heimasíðum ráðuneytanna eru alls 721. Nefndirnar eru af ýmsu tagi og hlutverk þeirra eru mörg og misjöfn. Sumar starfa samkvæmt lögum frá Alþingi en aðrar hafa ráðherrar sett á fót til að sinna tilteknu verkefni. Sumum er gert að starfa í tiltekinn tíma en aðrar hafa verið til um langt skeið og verða sjálfsagt áfram. Nöfn sumra nefndanna eru vel gegnsæ og augljóst hver verk- efni eru. „Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga“, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, er dæmi um slíkt, í það minnsta er auðvelt að draga þá ályktun að verksviðið sé einfaldlega að fjalla um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga. Erfiðara er hins vegar að ráða í hlutverk „vinnuhóps vegna fulltrúa þeirra sem koma að framkvæmd þjónustunnar og málefnum starfsmanna“, en sá ágæti vinnu- hópur heyrir undir félagsmálaráðherra. Reyndar er tekið fram á síðu félagsmálaráðuneytisins að vinnuhópurinn sé skipaður í tengslum við stefnumótun ráðuneytisins í málefnum fatlaðra. En er einhver nokkru nær um hlutverkið? Í félagsmálaráðu- neytinu starfar einnig „starfshópur um mörk sveitarfélaga til hafsins“. Aðkallandi mál er í nefnd í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu en þar er að störfum „nefnd um bættar svæðisbundnar töl- fræðiupplýsingar“. Önnur og ekki síður aðkallandi er „nefnd um uppfinningar starfsmanna“. „Nefnd sem fylgjast skal með því að ekki verði misræmi í kennslu og kennsluaðstöðu við framkvæmd námskeiða fyrir vélgæslumenn“ starfar á vegum menntamálaráðuneytisins og „kartöfluútsæðisnefnd“ er undir hatti landbúnaðarráðuneytis- ins. Hlutverk hennar er: 1. Að beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Skal nefndin stuðla að því að heimild fáist til útsæðisframleiðslu á eftirsóttum afbrigðum, þegar slík framleiðsla er háð samkomulagi við handhafa kynbótaréttar. 2. Að ákveða hvaða afbrigði skulu tekin með í stofnræktun og einnig að ákveða hvaða framleiðendur skulu teljast stofnrækt- endur og gera við þá ræktunarsamninga samkvæmt ákvæðum 16. gr. reglugerðar nr. 66/1987. 3. Að fylgjast með framkvæmd framangreindrar reglugerðar. Og áfram skal haldið. „Samráðsnefnd um undirboðs- og jöfnunartolla“, „nefnd um gæðamat á dúni“, „nefnd um efl- ingu ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum“, „samráðsnefnd um neysluvatn“ og „nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu“ eru dæmi um nefndir sem ráðuneytin hafa á sínum snærum. Og ein skal nefnd til viðbótar, tengslanefnd heitir hún og starfar á vegum utanríkisráðuneytisins. Hlutverk hennar er að auka tengsl varnarliðsmanna við íslenskt þjóðlíf og menningu. Ríkisvaldið hefur löngum haft það orð á sér að vilji það svæfa mál þá sé það sett í nefnd. Sé eitthvað hæft í þeim orðum hefur tekist býsna vel til. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Nefndir, stjórnir, ráð og starfshópar á vegum hins opinbera skipta hundruðum. Málið sett í nefnd Einangraður Jón Baldvin Hannibalsson virðist ekki sáttur við lífið og tilveruna eftir að þau Bryndís fluttu heim eftir notalegt líf í diplómatíunni utanlands undanfarin ár. Eins og margir vita hafa þau hjón komið sér fyrir í endurbyggðu sumarhúsi í Mos- fellssveit. Eftir Bryndísi er haft í skemmti- legu og opinskáu viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Blaðinu í vikunni: „[Jón Baldvin] heldur því fram að við séum einangruð í afdal og búum í hundakofa, hann geti engan talað við og verði að flytja til borgar- innar. Í fyrsta sinn í okkar sambúð hef ég hugleitt það að skilja bara við manninn.“ Við treystum því að einhverjir góðir menn rjúfi einangrun Jóns Baldvins og bjargi þannig einhverju frægasta hjónabandi á Íslandi. Það er síminn Ýmsir urðu hissa þegar fréttist að Dags- brún, móðurfélag 365 miðla og símafé- lagsins OgVodafone, hefði keypt öryggis- fyrirtækið Securitas. Hinir tortryggnustu spurðu: Eru Baugsmenn að koma sér upp einkaher eða lífvarðasveitum? Án þess að það skuli útilokað (!) blasir þó einfaldari skýring við. Þjónusta Securitas og annarra svipaðra fyrirtækja byggir að miklu leyti á þróaðri símtækni. Viðskiptavinir skipta þúsundum. Aldraðir og sjúkir eru með örygg- ishnappa, hægt er að tengja reykskynjara, vatnsskynjara og innbrotanema við símtæki, svo nokkuð sé nefnt. Þetta höfðar til símafyrirtækis eins og OgVodafone sem náði að klára samning við eigendur Securitas á undan keppi- naut sínum, Símanum. 10% í Dagsbrún Það var tryggingarfélagið Sjóvá sem var aðaleigandi Securitas. Aðaleigandi þess er félagið Milestone sem Karl Wern- ersson á. Hann hefur orðið æ meira áberandi í viðskiptalífinu á undanförnum árum. Karl lék stórt hlutverk í fléttunni sem leiddi til þess að Baugur er smám saman að verða lykilþátttakandi í Íslandsbanka. Greiðslan fyrir Securitas felst í hlutabréfum í Dagsbrún. Þar átti Karl fyrir tæp þrjú prósent en á nú um tíu prósent. Hann er því orðinn einn af hinum stóru á bak við fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Dagsbrún. gm@frettabladid.is Eitt sinn snerist sönn menntun fyrst og fremst um guðrækni. Síðan urðu til háskólar og hugmyndin um breiða, almenna menntun festi rætur. Á 18. öld hófu heimspekingar að breyta heiminum með skynsemina að vopni. Nú á 21. öldinni erum við komin í hring og sönn menntun snýst aðeins um eitt. Hin nýju vísindi aldarinnar snúast um stjórnun. Stjórnun er óskilgetið afkvæmi skynsemishyggju upplýsingarinnar. Stjórnendur eiga að beita óskeikulli rökvísi við að taka réttar ákvarðanir. Ákvarðanir sem eru réttar frá öllum sjónarhornum og óháð því hver á hlut. Hér er þó á sá annmarki að slík- ar ákvarðanir eru ekki til. Um það snýst pólitíkin, átök hagsmuna og hugmynda þar sem hver reynir að hafa sitt fram. Sú barátta getur verið óvægin en hún er þó yfirleitt frekar heiðarleg. Vísindi stjórnunar felast í því að afneita tilvist átaka og ólíkra hags- muna. Stjórnandinn á að komast að „réttri“ niðurstöðu án þess að velta vöngum yfir því fyrir hvern niður- staðan sé rétt. Stjórnun felst í því að finna lausnir, ekki vangaveltum um eðli tilverunnar. Gallinn er bara sá að mannsandinn þroskast ekki án slíkra hugmynda. Lausnin þarf ekki að vera mikilvægari en ferlið sem leiðir til hennar. Þessi fyrirvari er ókunn- ur í hugmyndafræði stjórnunar. Þar er lausnin svo mikilvæg að óhikað má endurskilgreina markmiðin sem henni var ætlað að leysa, reynist hún ekki falla að þeim. Núna eru öll embættiskerfi und- irlögð hugmyndafræði stjórnunar. Embættismenn beita henni til þess að skipuleggja mikilvæga þætti í lífi fólksins sem borgar þeim laun. Þeir hanna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og borgarskipulag fyrir annað fólk sem er ekki spurt en fær að tjá sig í „grenndarkynningu“ eða kærum til einhvers skipulagsapparats. Sums staðar líta embættismenn á það sem sitt helsta verkefni að njósna um fólkið sem þeir eru í vinnu hjá. Það eru þeir sem sjá um „öryggismál“. En stjórnunaráráttan er ekki bundin við kerfiskarla. Nútímaleg- ir stjórnmálamenn eru fyrir löngu orðnir samdauna þeim, komnir í „lausnamiðaðan“ farveg og hættir að hafa skoðanir eða sýn á samfélagið. Nútímalegir stjórnmálamenn birtast ekki almenningi nema sem alvitrir tæknikratar sem sinna stjórnun. Allar athugasemdir við störf þeirra eru á misskilningi byggðar eða sett- ar fram af annarlegum hvötum, ein- hverri pólitík sem þeir eru að sjálf- sögðu ekki að stunda sjálfir. Annars væri ekki einu sinni hægt að skilja pirring iðnaðarráðherra út í fólk sem tekur þátt í lýðræðislegri umræðu í stað þess að gleypa við lausninni sem hún boðar við vanda sem aldrei hefur verið tekinn til umræðu. Álver er alltaf svarið, óháð því hvort við munum eftir spurning- unni. Einsýni þessa tiltekna ráðherra er auðvitað ekki nema afbrigði af hugsun sem er allsráðandi meðal stjórnunarspekinga nútímans. Hag- vöxtur er ekki lengur mælikvarði á tiltekna þróun efnahagslífsins heldur allsherjarlausn við öllum óskilgreind- um vanda. Þá skiptir ekki máli hvort sem hann er fenginn með gegndar- lausri rányrkju, aukinni launavinnu kvenna eða einhverju sem kalla má raunverulega verðmætasköpun. Hvernig væri heldur annars hægt að skilja þrjáhyggju mennta- málaráðherra sem vill gengisfella stúdentsprófið án þess að stúdentar, framhaldsskólakennarar eða nokk- ur sem málið varðar hafi beðið um það og enginn sýnilegur ávinning- ur fáist af minni skólagöngu. Þess konar vitleysa væri ekki möguleg nema í umhverfi sem leggur ofurá- herslu á stjórnun, að taka ákvarðanir og lausnir án þess að vandinn hafi nokkurn tíma verið skilgreindur. Ef ráðherra hefði einsett sér að bæta menntakerfið hefði lausnin varla verið sú að gera menntun fólks bæði rýrari og einhæfari. Í anda stjórnun- arvísinda er hins vegar tekin ákvörð- un og markmiðin síðan skilgreind til þess að falla að henni. Og þá komum við aftur að mennt- uninni. Á öld þar sem stjórnun er orðin æðst vísinda hefur breið og almenn menntun engan tilgang. Hún stuðlar að upplýsingu, gagnrýn- inni hugsun og efahyggju. Allt slíkt þvælist bara fyrir hinum nýju vís- indum aldarinnar. Á 21. öldinni eru ekki aðeins „ismarnir“ dauðir. Það er ekki nóg að við þurfum að horfa upp á „endalok sögunnar“. Sjálf vísindabyltingin er deyjandi, upplýsingin er að líða undir lok. Hún er fórnarlamb eigin rök- og skynsemishyggju sem hefur afskræmst í hinum nýjum stjórn- unarvísindum, „lausnamiðaðri“ rök- hyggju sem býður ekki upp á fleiri svör en eitt og leyfir engar spurn- ingar sem ekki fela í sér rétta svar- ið. ■ Hin nýju vísindi stjórnunar Í DAG VÍSINDI SVERRIR JAKOBSSON Vísindi stjórnunar felast í því að afneita tilvist átaka og ólíkra hagsmuna. MEST LESNU GREINARNAR Á VÍSI Þessir greinar voru mest lesnar á visir.is vikuna 14. til 20. janúar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.