Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 52
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR32 Reynsla Mayödu er reifuð í bók rithöfundarins Jean Sasson sem nefnist á ensku Mayada - Daughter of Iraq. Mayada var hneppt í varðhald 19. júlí 1999 af öryggissveitum ógnarstjórnar Saddams Hussein. Hún var hand- tekin stuttu eftir að hún mætti til vinnu í litlu prentsmiðjunni sinni, ásökuð um að hafa prentað áróður gegn ríkisstjórninni. Það er nokk- uð sem hún segist aldrei hafa gert. Á þessum tíma hafði ríkisstjórnin hert eftirlit með prentsmiðjum af hræðslu við slíkan áróður. Mayada hafði rekið prentsmiðj- una í áratug. Hún opnaði hana ári eftir að hún skildi við manninn sinn, sem hún á með tvö börn. Á þeim tíma lét hún einnig af skrifum sínum fyrir tímaritið Alef Ba, sem hafði fært henni þrjár viðurkenn- ingar úr hendi Saddams Hussein. Átján í átta manna fangaklefa Daginn sem Mayada var handtek- in var hún flutt í fangelsið Baladi- yat, þar sem höfuðstöðvar öryggis- sveitanna var einnig að finna. Eftir stutta yfirheyrslu var hún dregin að fangakefa númer 52. Hún var því viss á þeirri stundu að hún fengi dauðadóm. Hún var átjándi fanginn í klefa sem átti að rúma átta. Mánuðinn sem hún sat inni lést kona í klefanum af völdum barsmíða. Önnur var pyntuð með rafmagni og lemstruð innvortis en tórði enn þegar hún var látin laus úr fangelsinu. „Ég verð nánast veik þegar ég hugsa til kvennanna úr fangels- inu og óþekktra örlöga þeirra, um börnin þeirra og fjölskyldur. Ég hugsa einnig um það hvernig þessi reynsla hefur fært mig nær Jean Sasson sem ég hafði kynnst þegar ég vann sem túlkur árið 1998. Hún er besti vinur minn og ég er mjög stolt og þakklát fyrir að eiga svona góðan vin,“ segir Mayada þegar hún er innt eftir því hvernig sé að hugsa aftur til Baladiy- at fangelsisins. „Áður dreymdi mig ítrekað draum, eða það má öllu heldur segja að ég hafi fengið martraðir eftir reynslu mína í fang- elsinu. Ég er á gangi án allra skilríkja um götur Bagdad á leið úr landi og kemst ekki burt. Draum- urinn hvarf ekki þrátt fyrir að ég væri hólpin og komin til Jór- daníu. Draum- inn hefur mig hins vegar ekki dreymt síðan 9. apríl 2003, en þá mars- eruðu Bandaríkjamenn inn í Baghdad og Saddam var búinn að vera.“ Ætternið verndaði hana Fjótlega eftir að hún var fang- elsuð kom í ljós að hún naut for- réttinda, enda af merkum og þekktum ættum í Írak. Föðurafi hennar, Jafar Pasha Al-Askari, var fyrir tíð Saddams sendiherra í Bretlandi og móðurafi hennar, Sati Al-Husri, var rithöfundur og ráðherra í ríkisstjórn Faisal, fyrsta kongungs Íraks, sem lést árið 1933. Móðir hennar hafði einnig verið tíður gestur í veislum mektarmanna í Írak. Þær þekktu vel fyrrum fangelsisstjórann í Baladiyat, Fadi Al-Barrak, sem síðar missti allt traust Saddams og var drepinn. Fjölskyldan hafði aðgang að Saddam sem þótti mikið til fjölskyldunnar koma. Á öðrum degi var Mayada köll- uð til yfirheyrslu, öðrum konum úr fangaklefanum til undrunar. Þær höfðu allar þurft að dúsa í fang- elsinu í tvær til þrjár vikur áður en kom að fyrstu yfirheyrslunni. Stuttu áður en henni var sleppt var hún þó kölluð til yfirheyrslu sem hún mun aldrei gleyma. Hún hélt sér yrði sleppt en var þess í stað pyntuð. Mayada var slegin svo fast að hún lyftist frá gólfinu. Rafmagnstæki var sett við tær og eyrnasnepla hennar svo stuðið leiddi í gegnum allan líkamann. Pyntingarnar stóðu í klukkustund, eða þar til hún missti meðvitund. Þrátt fyrir alvarleika pynting- arinnar var hún væg miðað við ítrekaðar pyntingar sem hinar konurnar í klefa númer 52 þurftu að þola. Úr fangelsinu eftir mánuð Konurnar áttu sér ólíka sögu. Margar þeirra vissu ekki hvers vegna þær voru í fangelsinu. Þær áttu enga von um að þeim væri trúað. Eftir að samfangar hennar í klefanum komust að ætterni henn- ar voru þær vissar um að henni yrði sleppt. Þegar konurnar fóru að trúa því að sá tími væri að nálgast fóru þær að treysta á að hún hefði samband við fjöl- skyldur þeirra, sem margar hverj- ar höfðu enga hugmynd um hvar ástvinir þeirra væru niður komn- ir. Hún lærði því símanúmer fjöl- skyldna kvennnanna utan að. Hún hringdi síðar úr símaklefa í þær fjölskyldur sem hún náði sambandi við, rétt til þess að segja hvar kon- urnar væru niðurkomnar og að þær væru á lífi. „Já, fangelsisreynslan hefur breytt mér. Ég stekk upp í hvert sinn sem dyrabjallan hringir og það tók mig langan tíma að venja mig við farsímann. Ég er ekki eins huguð og ég var, ég hugsa um blessun guðs og tek ekki hlutunum sem gefnum,“ segir Mayada. „Ég yfirgaf Bagdad stuttu eftir að mér hafði verið sleppt og hef aldrei snúið aftur. Ég hef því enga hugmynd um örlög kvennanna sem ég kynntist í fangelsinu. Mér þykir það leitt og mér líður illa yfir því að vita ekki hvað varð um hverja og eina þeirra.“ Engar tölur um illvirkin Mayada segir að engar tölur séu til um illvirki ríkisstjórnar Saddams. H i n s v e g a r hafi 375 f j ö l d a - g r a f i r þ e g a r f u n d i s t og sú tala fari hækk- andi: „Það sorglega er að þarna eru konur, börn og gamalt fólk, jafvel heilu fjölskyldurnar grafnar.“ Mayada segir Bandaríkjamenn hafa hjálp- að Írökum að losna við ríkisstjórn Saddams: „Við erum þakklát fyrir það, því við hefðum aldrei haft styrk til þess ein og óstudd vegna kúgunarinnar og viðskiptabannsins sem ríkti,“ segir Mayada en bætir við að lýð- ræðið geti ekki blómstrað í her- setnu landi. „Þegar síðasti erlendi hermaðurinn og byggingaverka- maður hverfur frá Írak, með þökk- um fyrir hjálpina og stuðninginn, munum við sjá breytt Írak, stöðugt og umburðarlynt. Írakar eru ekki hryðjuverkamenn, þeir vilja ein- faldlega lifa lífinu lifandi.“ Réttað yfir Saddam Mayada fylgist með réttarhöldun- um yfir Saddam. Hún segir að fólk hafi búið í helvíti þegar Írak laut hans stjórn. Dráp og handtökur hafi verið daglegt brauð, enginn hafi verið óhultur. Hún bendir í því sambandi á frásögn sína í bókinni þegar hún yfirgaf Baladiyat fang- elsið: „Yfir 200 menn sátu í hnipri í útjaðri herbergis þar sem sam- viskufangar voru geymdir. Bund- ið hafði verið fyrir augu sumra þeirra. Allir voru þeir handjárn- aðir. Ég ímyndaði mér þá að þeir hlytu að hafa verið handteknir fyrir götuóeirðir á meðan ég sat inni, en síðar frétti ég að áróðri gegn ríkisstjórn Saddams hefði verið dreift á svæði við Kadumia í Baghdad. Öryggislögreglan komst á snoðir um bleðilinn og handtók alla sem þar voru teimur dögum síðar. Enginn veit hvort fólkið sem var handtekið tók nokkurn þátt í dreifingu áróðursins. Þarna gæti því hafa verið saklausir menn, bara fólk sem var að versla í búðum eða að vinna þar,“ segir Mayada. Svona grimmdarverk hafi verið taktur ríkisstjórnarinn- ar. „Fólk var sagað í sundur með keðjusögum, blóðið var tæmt úr líkama þeirra og eitrað var fyrir því. Að vera undir stjórn Saddams var eins og að búa í hryllingsmynd. Ekkert sem sagt verður í réttin- um mun endurspegla blóðþyrsta ríkisstjórn hans,“ segir Mayada. Sama hvaða dóm þeir hljóti i þá nái sá dómur ekki yfir grimmd- arverk Saddams Husseins. „Guð einn getur refsað, dæmt og bætt á sanngjarnan hátt fyrir það sem fórnarlömbin urðu fyrir. En þar til að því kemur er ég sannfærð um að Saddam verður dæmdur til dauða og ég trúi því svo sannar- lega að stærri dómur bíði hans hjá skaparanum.“ Ekki aftur til Íraks Mayada stýrir vikulegum sjón- varpsþætti sem kallast Hliðið að Mesópótamíu á sjónvarpsstöð- inni Al-Fayhaa. Þátturinn fjallar um daglegt líf í Írak: Um hryðju- verkamenn sem eru handteknir og vitnisburð þeirra. Um fólk sem var vikið úr landinu á níunda ára- tugnum. Um fólk sem missti ætt- ingja sína á tímum ógnarstjórnar Saddams. Þátturinn er sendur út frá sjónvarpsstöðinni Ajman í Sameinuðu Arabísku furstadæm- unum vegna þess hve óstöðugt ástandið er í Írak. Þegar Mayada bjó í Írak trúði hún því alltaf að ástandið yrði betra. En það tók hana aðeins tvo daga að fara úr landi eftir að hún losnaði úr fangelsinu. Nú segir hún allsendis óvíst að hún fari nokkurntímann aftur til Írak. „Aldrei að segja aldrei, en í dag myndi ég segja að það væri afskaplega ólíklegt.“ ■ SAGAN UM DÓTTUR ÍRAKS Bókin kom út fyrir þremur árum og er fáanleg á netinu. Hún greinir frá reynslu Mayödu af pynt- ingum í fangelsi öryggissveita Saddams Hussein. Jean Sasson ritaði bókina. Hún er þekkt fyrir sögur úr lífi arabískra kvenna. Pyntuð í fangelsi Saddams Hurðin á klefanum var rifin upp og Söru hrint inn. Mayada leit yfir öxlina á Samöru samfanga sínum. Sara lá á grúfu með andlitið niður í gólfið. Þrátt fyrir að vera enn stífar eftir pyntingar stóðu Mayada og Samara upp og slógust í hóp hinna kvennanna sem stóðu í kringum Söru. Iman snéri henni rólega við. Reykur liðaðist út um munninn á Söru. Mayada hrökk við og dró sig frá hópn- um. „Hvaða reykur er þetta?“ „Kveiktu þeir í innyflunum?“ hróp- aði Muna. Samara hristi höfuðið „Mér sýnist þeir hafa drepið aumingja stúlkuna í þetta sinn.“ „Hvað eigum við að gera?“ spurði Sabah. Samara skoðaði líkama Söru. Kjóllinn hennar hafði verið rifinn í sundur að framan. „Sjáið, þeir hafa sett rafstraum í gegnum hana á fjölmörgum stöðum.“ Mayada leit á stúlkuna og sá sárin sem höfðu myndast frá rafstuði á eyrum, vörum, geirvörtum, úlnliðum og ökkla. Henni varð hugsað til sársaukans sem hún fann fyrir þegar straumurinn fór í gegnum eyrnasnepil og tær hennar sjálfrar. Hún efaðist um að Sara myndi lifa þetta af. Úr bókinni Mayada - Daughter of Iraq. Þýtt úr ensku. ÞEGAR SARA VAR PYNTUÐ „Ég verð nánast veik þegar ég hugsa til kvenn- anna í fangelsinu og óþekktra örlaga þeirra, um börnin þeirra og fjölskyldur. “ Mayada Al-Askari fæddist inn í valdamikla fjölskyldu í Írak. Það kom ekki í veg fyrir að hún lenti í fangelsi einræðisherrans Saddams Hussein grunuð um áróður gegn ríkisstjórn hans. Mayada var pyntuð ásamt sautján konum sem voru með henni í klefa númer 52 í fangelsinu Baladyiat í Bagdad. Ein þeirra lést. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Mayödu. Fólk var sagað í sundur með keðjusögum, blóð- ið var tæmt úr líkama þeirra og eitrað var fyrir því. Að vera undir stjórn Saddams var eins og að búa í hryllingsmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.