Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 36
[ ] Íslendingar hafa ávallt gaman af því þegar erlendir ferða- menn kunna að meta fegurð Íslands. Snæfellsjökull er einn þeirra staða sem tímaritið New Yorker segir ferðamenn verða að upplifa. Bandaríska tímaritið New Yor- ker birti á dögunum lista yfir þá tíu staði í heiminum sem ferða- menn eru sagðir verða að skoða. Á þeim lista er Snæfellsjökull talin besta upplifunin sem ferðamenn geta fengið og trónir í efsta sæti á þessum góða lista. Samkvæmt New Yorker má enginn láta Snæ- fellsjökul fram hjá sér fara, þar sé hægt að láta sér líða vel uppi á jökli og renna sér niður á skíðum á eftir. Aðrir staðir á topp tíu lista New Yorker eru Yap í Míkrónesíu, Bray í Berkshire, þar sem blaðið segir að hægt sé að fá sniglahafra- graut og beikonís. Svo má nefna Tókýó þar sem hægt er að eyða öllum gjaldeyrinum án þess að fá samviskubit, Boca Paila á Yucat- anskaga, Glasgow í Skotlandi þar sem hægt sé að dansa á staðnum King Tut Wah Wah Hut, þar sem Oasis urðu frægir, Macao með sín spilavíti, fjallið Kilimanjaro og Gobieyðimörkin. Heimild www. west.is. ■ Snæfellsjökull efstur á topp tíu lista Siglingar geta verið skemmtilegur ferða- máti. Það er afslappandi að hefja ferðalög til annarra landa á því að hafa það notalegt um borð í skipi í einhverja daga. Snæfellsjökull hefur löngum veitt fagra sýn frá höfuðborg og nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tímaritið New Yorker setur Snæfellsjökul í efsta sæti á topp tíu lista sem ferðamenn verða að sjá. Ryanair hefur kosið að lækka verð á flugmiðum sínum um níu prósent. Á móti hefur flugfélagið tekið upp gjald á innritaðan farangur. Farþegar með handfarangur greiða því lægsta verð fyrir flugmiðann. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tekið upp nýtt bókunarkerfi sem hefur þann kost að almenn fargjöld lækka en á móti kemur að farþegar þurfa að greiða gjald fyrir að tékka inn farangur. Þeir sem eingöngu eru með handfarangur þurfa ekki að greiða neitt aukalega. Ryanair hefur verið í miklum vexti síðastliðin ár. Með því að skera niður ýmsa þjónustu hjá flugfélaginu, eins og mat og drykk um borð, hallandi sæti, glugga- hlera, teppalagða ganga, sætisborð og annað slíkt, hefur Ryanair tek- ist að lækka miðaverð umtalsvert. Hið nýja fyrirkomulag er enn einn liðurinn í sparnaðarstefnu fyrir- tækisins. Með nýju breytingunum verður verð á flugmiða lækkað sem nemur um níu prósentum. Á móti kemur að þeir farþegar sem ferðast með eina tösku eða fleiri þurfa að greiða gjald sem er tæpar 300 íslenskar krónur. Með þessu telur flugfélag- ið að farþegum sé ekki mismunað heldur greiði hver og einn fyrir þá þjónustu sem er notuð. Um miðjan mars verður öllum farþegum Evrópusambandsins heimilað að innrita sig í flug gegnum netið, að því gefnu að eingöngu er ferðast með hand- farangur. Með þessu móti geta farþegar komist hjá biðröðum, bæði við innritunarborð og brott- fararhlið. Áætlað er að 25 prósent far- þega Ryanair ferðist eingöngu með handfarangur, um helming- ur með eina tösku og um 25 pró- sent með tvær töskur. Miðað við spá um að flugfélagið muni fljúga með 42 milljónir farþega á kom- andi ári eru tekjur Ryanair áætl- aðar 52,5 milljónir punda fyrir greiðslur farþega á einni tösku og sömu upphæð frá þeim sem hafa meðferðis tvær töskur. Gjald fyrir farangur Ryanair er sífellt að leita leiða til að skera niður verð á flugmiðum félagsins. Flugfé- lagið lækkaði nýverið miðaverð og tekur þess í stað upp gjald á þá farþega sem innrita farangur. Bryndís Bjarnadóttir bjó um skeið í Brussel í Belgíu. Hún segir borgina vera himnaríki fyrir sælkera og súkkulaðilykt- ina liggja í loftinu. Bryndís Bjarnadóttir bjó í Brussel í eitt og hálft ár og starfaði hún meðal annars í sjálfboðavinnu hjá Human Rights Watch. Bryndís segir borgina hafa að mörgu leyti komið sér á óvart þegar hún flutti þangað. „Stór hluti borgarinnar er dálítið grár en gamli bærinn hjá Grand Palace er mjög falleg- ur. Þar eru fallegar byggingar og arkitektúr og mikið af versl- unum og veitingastöðum,“ segir Bryndís. „Svo er súkkulaðilyktin úti um allt. Þetta er algjörlega borg fyrir sælkera af guðs náð, sem ég er. Í Brussel finnur maður æðislega veitingastaði og alvöru súkkulaði, þetta dökka góða súkkulaði. Fyrir fólk eins og mig sem eru miklir matgæðing- ar er þessi borg himn- asæla.“ Bryndís setti saman lista yfir veitingastaði í Brussel sem eru í uppáhaldi hjá henni ásamt því að mæla með nokkrum ferðum á markaði og á verslunargötur. Sérstaklega mælir hún þó með að fólk geri sér ferð til Antwerp- en sem er í nágrenni Brussels. Lestarferð til Antwerpen tekur um klukkustund og um 40 mínútur í akstri. „Antwerpen er rosalega sjarmerandi borg. Þar er mikill uppgangur í listum og menningu, mikið um listagallerí og skemmtilega klúbba. Maður finnur hvernig allt er yngra í anda í Antwerpen og það er mjög skemmtilegur staður fyrir þá sem eru menn- ingarlega sinnaðir.“ johannas@frettabladid.is Himnaríki fyrir sælkera VEITINGARSTAÐIR SEM VERT ER AÐ PRÓFA ● Chez Marie á Plaze Flagéy ● Le Idiot del Village. Er rétt hjá Sablon torginu. ● Aux Armes de Bruxelles. Er rétt hjá Grand Place, þar má fá dæmigerð- an belgískan mat og mjög góður skelfisk ● Comme Chez Soi Gestron. Rétt við lestarstöðina Garde de Midi ● Le Maison de cynge við Grand Plaze. Frægur veitingastaður sem Karl Marx sótti mikið. Margir frægir leikarar leggja líka leið sína þangað. Er í dýrari kantinum. BRYNDÍS MÆLIR MEÐ ● Ferð á antíkmarkaðinn á Sablon ● Plaze Chatelaine sem er grænmetis- og blóma- markaður ● Dýru verslanirnar má finna á Touisoni d´or Chatelaine ● Ódýru verslanirnar má finna á Rue de Ixelles. ● Ferð til Antwerpen Bryndís Bjarnadóttir bjó í Brussel um skeið og deilir með lesendum uppáhalds veitingastöðunum sínum í borg súkkul- aðis og skrifinnsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.