Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 36

Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 36
[ ] Íslendingar hafa ávallt gaman af því þegar erlendir ferða- menn kunna að meta fegurð Íslands. Snæfellsjökull er einn þeirra staða sem tímaritið New Yorker segir ferðamenn verða að upplifa. Bandaríska tímaritið New Yor- ker birti á dögunum lista yfir þá tíu staði í heiminum sem ferða- menn eru sagðir verða að skoða. Á þeim lista er Snæfellsjökull talin besta upplifunin sem ferðamenn geta fengið og trónir í efsta sæti á þessum góða lista. Samkvæmt New Yorker má enginn láta Snæ- fellsjökul fram hjá sér fara, þar sé hægt að láta sér líða vel uppi á jökli og renna sér niður á skíðum á eftir. Aðrir staðir á topp tíu lista New Yorker eru Yap í Míkrónesíu, Bray í Berkshire, þar sem blaðið segir að hægt sé að fá sniglahafra- graut og beikonís. Svo má nefna Tókýó þar sem hægt er að eyða öllum gjaldeyrinum án þess að fá samviskubit, Boca Paila á Yucat- anskaga, Glasgow í Skotlandi þar sem hægt sé að dansa á staðnum King Tut Wah Wah Hut, þar sem Oasis urðu frægir, Macao með sín spilavíti, fjallið Kilimanjaro og Gobieyðimörkin. Heimild www. west.is. ■ Snæfellsjökull efstur á topp tíu lista Siglingar geta verið skemmtilegur ferða- máti. Það er afslappandi að hefja ferðalög til annarra landa á því að hafa það notalegt um borð í skipi í einhverja daga. Snæfellsjökull hefur löngum veitt fagra sýn frá höfuðborg og nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tímaritið New Yorker setur Snæfellsjökul í efsta sæti á topp tíu lista sem ferðamenn verða að sjá. Ryanair hefur kosið að lækka verð á flugmiðum sínum um níu prósent. Á móti hefur flugfélagið tekið upp gjald á innritaðan farangur. Farþegar með handfarangur greiða því lægsta verð fyrir flugmiðann. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tekið upp nýtt bókunarkerfi sem hefur þann kost að almenn fargjöld lækka en á móti kemur að farþegar þurfa að greiða gjald fyrir að tékka inn farangur. Þeir sem eingöngu eru með handfarangur þurfa ekki að greiða neitt aukalega. Ryanair hefur verið í miklum vexti síðastliðin ár. Með því að skera niður ýmsa þjónustu hjá flugfélaginu, eins og mat og drykk um borð, hallandi sæti, glugga- hlera, teppalagða ganga, sætisborð og annað slíkt, hefur Ryanair tek- ist að lækka miðaverð umtalsvert. Hið nýja fyrirkomulag er enn einn liðurinn í sparnaðarstefnu fyrir- tækisins. Með nýju breytingunum verður verð á flugmiða lækkað sem nemur um níu prósentum. Á móti kemur að þeir farþegar sem ferðast með eina tösku eða fleiri þurfa að greiða gjald sem er tæpar 300 íslenskar krónur. Með þessu telur flugfélag- ið að farþegum sé ekki mismunað heldur greiði hver og einn fyrir þá þjónustu sem er notuð. Um miðjan mars verður öllum farþegum Evrópusambandsins heimilað að innrita sig í flug gegnum netið, að því gefnu að eingöngu er ferðast með hand- farangur. Með þessu móti geta farþegar komist hjá biðröðum, bæði við innritunarborð og brott- fararhlið. Áætlað er að 25 prósent far- þega Ryanair ferðist eingöngu með handfarangur, um helming- ur með eina tösku og um 25 pró- sent með tvær töskur. Miðað við spá um að flugfélagið muni fljúga með 42 milljónir farþega á kom- andi ári eru tekjur Ryanair áætl- aðar 52,5 milljónir punda fyrir greiðslur farþega á einni tösku og sömu upphæð frá þeim sem hafa meðferðis tvær töskur. Gjald fyrir farangur Ryanair er sífellt að leita leiða til að skera niður verð á flugmiðum félagsins. Flugfé- lagið lækkaði nýverið miðaverð og tekur þess í stað upp gjald á þá farþega sem innrita farangur. Bryndís Bjarnadóttir bjó um skeið í Brussel í Belgíu. Hún segir borgina vera himnaríki fyrir sælkera og súkkulaðilykt- ina liggja í loftinu. Bryndís Bjarnadóttir bjó í Brussel í eitt og hálft ár og starfaði hún meðal annars í sjálfboðavinnu hjá Human Rights Watch. Bryndís segir borgina hafa að mörgu leyti komið sér á óvart þegar hún flutti þangað. „Stór hluti borgarinnar er dálítið grár en gamli bærinn hjá Grand Palace er mjög falleg- ur. Þar eru fallegar byggingar og arkitektúr og mikið af versl- unum og veitingastöðum,“ segir Bryndís. „Svo er súkkulaðilyktin úti um allt. Þetta er algjörlega borg fyrir sælkera af guðs náð, sem ég er. Í Brussel finnur maður æðislega veitingastaði og alvöru súkkulaði, þetta dökka góða súkkulaði. Fyrir fólk eins og mig sem eru miklir matgæðing- ar er þessi borg himn- asæla.“ Bryndís setti saman lista yfir veitingastaði í Brussel sem eru í uppáhaldi hjá henni ásamt því að mæla með nokkrum ferðum á markaði og á verslunargötur. Sérstaklega mælir hún þó með að fólk geri sér ferð til Antwerp- en sem er í nágrenni Brussels. Lestarferð til Antwerpen tekur um klukkustund og um 40 mínútur í akstri. „Antwerpen er rosalega sjarmerandi borg. Þar er mikill uppgangur í listum og menningu, mikið um listagallerí og skemmtilega klúbba. Maður finnur hvernig allt er yngra í anda í Antwerpen og það er mjög skemmtilegur staður fyrir þá sem eru menn- ingarlega sinnaðir.“ johannas@frettabladid.is Himnaríki fyrir sælkera VEITINGARSTAÐIR SEM VERT ER AÐ PRÓFA ● Chez Marie á Plaze Flagéy ● Le Idiot del Village. Er rétt hjá Sablon torginu. ● Aux Armes de Bruxelles. Er rétt hjá Grand Place, þar má fá dæmigerð- an belgískan mat og mjög góður skelfisk ● Comme Chez Soi Gestron. Rétt við lestarstöðina Garde de Midi ● Le Maison de cynge við Grand Plaze. Frægur veitingastaður sem Karl Marx sótti mikið. Margir frægir leikarar leggja líka leið sína þangað. Er í dýrari kantinum. BRYNDÍS MÆLIR MEÐ ● Ferð á antíkmarkaðinn á Sablon ● Plaze Chatelaine sem er grænmetis- og blóma- markaður ● Dýru verslanirnar má finna á Touisoni d´or Chatelaine ● Ódýru verslanirnar má finna á Rue de Ixelles. ● Ferð til Antwerpen Bryndís Bjarnadóttir bjó í Brussel um skeið og deilir með lesendum uppáhalds veitingastöðunum sínum í borg súkkul- aðis og skrifinnsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.