Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 3 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Honda sló sölumet á bílum, aflvélum og mótorhjól- um í Evrópu á síðasta ári. Metsala var á Honda-bílum í Evrópu árið 2005 og seldust alls 285.924 eintök. Er það 11,8 prósenta aukning frá árinu á undan. Þetta er annað árið í röð sem Honda slær sölumet í Evrópu. Honda hefur nú sett stefnuna á að slá sölumet aftur árið 2006 og hefur áformað sölu á 310.000 ökutækjum í Evrópu sem er 8 prósenta aukning við sölutölur ársins 2005. Að auki hefur sala Honda í Evr- ópu á aflvélum aukist í 3.453.516 árið 2005, um 9,3 prósent. Einnig jókst sala mótorhjóla um 2,7 pró- sent í 282.520 árið 2005. Metsala hjá Honda í Evrópu Breska bílablaðið WhatCar? hefur valið BMW 320d ES Sal- oon sem bíl ársins 2006. BMW bílaframleiðandinn hefur notið vaxandi velgengni að und- anförnu sem má að miklu leyti rekja til vinsælda nýju 3 línunnar. Á verðlaunaafhendingu WhatCar? bar BMW sigur úr býtum í tveimur flokkum, auk þess að hreppa titil- inn eftirsótta. Af þeim fjölmörgu verðlaunum og viðurkenningum sem 3 línan hefur hampað að undanförnu er að sögn Heiðars J. Sveinssonar, forstöðumanns sölusviðs B&L, WhatCar? titillinn eflaust sætasti sigurinn, ekki síst þar sem þetta er í fyrsta sinn sem BMW hlýtur þann titil. ,,Sem dæmi um aðrar viður- kenningar hefur 3 línan verið valin bíll ársins hjá Auto Express og Test Drive, auk þess sem hún er fyrsta línan hjá BMW sem hefur verið valin The Scottish Car of the Year. Sá titill þykir reyndar einn sá eftirsóknarverðasti í Evrópu, þar sem skilyrðin eru fremur ströng í því vali. Nú síðast hlaut 3 línan the Fleet Excellence Awards verðlaun- in sem veitt eru árlega í Bretlandi fyrir bestu fyrirtækjabílana. Því má svo bæta við að meira en 30.000 áskrifendur að Fleet Week völdu 3 línuna besta bílinn eða The User Chooser Car of the Year,“ segir Heiðar að lokum. ■ 3 línan frá BMW nýtur velgengni Nýr sportbíll frá Porsche, Cayman S, er til sýnis í Bíla- búð Benna. Cayman S er nýjasta afkvæmið frá Porsche og staðsettur milli Box- ster og 911 Carrera. Cayman S er byggður á sömu hugsun og Box- ster en vélin liggur í miðjum bíln- um sem tryggir honum fullkomna þyngdardreifingu. Ný og öflugri vél gerir bílinn að skemmtilegri viðbót í Porsche-fjölskylduna. Vélin er sex strokka og 3,4 lítra sem skila 295 hestöflum við 6250 snúninga. Jöfn þyngdardreifing ásamt framúrskarandi stífleika í yfirbyggingu gera Cayman S að veglegum bíl en hann fór Nurburg hringinn á aðeins 8,11 mínútum. Bíllinn verður til sýnis í Bílabúð Benna í dag milli klukkan 11 og 16. Nýr Porsche Cayman S Bretar hafa löngum getið sér gott orð sem bílaþjóð, frá Rolls Royce til Land Rover og allt þar á milli. Bretar geta verið stolt- ir af bílunum sínum, þó að mér finnist reyndar að þeir ættu að færa sig yfir á hægri vegar- helminginn fljótlega. Bíltúr í London á annatíma er nefnilega ekkert grín. Bretar virðast líka almennt hafa nokkuð mikinn áhuga á bílum. Þeir stunda mjög vandaða blaðamennsku og þáttagerð sem lýtur að bílum og luma á snið- ugum ráðum hvað umgengni og rekstur þeirra varðar. Eitt þeirra er sérlega hentugt og á vel við á Íslandi, ekki síst nú þegar kalt er í veðri og nauðsynlegt að vera undir allt búinn. Áður en Bretinn leggur í‘ann hefur hann í huga eitt orð, eða skammstöfun öllu heldur: PETROL. P stendur fyrir petrol sem þýðir eldsneyti. Þeir spyrja sig: Er eldsneyti á bílnum? Hvar fæ ég eldsneyti á leiðinni? Er ferðin skipulögð þannig að ég geng ekki of mikið á tankinn? Hef ég nægi- legt eldsneyti á milli áfyllinga ef ég þarf að bíða í bílnum eða fara aðra leið en til stóð? E stendur fyrir electricity (raf- magn). Er rafgeymirinn í lagi? Er ég með startkapla? Er ég með aukaöryggi? T stendur fyrir tires (hjól- barða). Er jafn þrýstingur í öllum dekkjum? Er bíllinn rétt dekkjaður miðað við aðstæð- ur? Eru dekkin hrein eða þarf að tjöruhreinsa þau? Er ég með varadekk eða viðgerðarsett? Hvað með tjakkinn? R stendur fyrir radiator (vatnskassa). Er vatnskassinn fullur? Er ég með aukakæli- vökva? Lekur hann kannski? Virkar miðstöðin? O stendur fyrir oil (olíu). Er næg olía á mótor, skiptingu og drifum? Er undirvagninn smurð- ur? Er ég með aukaolíu á mótor, skiptingu og drif? L er síðasti stafurinn og stendur hann fyrir lights (ljós). Eru allar perur heilar? Virka háu ljósin og aukaljós á bílnum? Eru ljósin hrein? Ætti ég að vera aukaperur, t.d. í kastara og aðal- ljósum, til vonar og vara? Þetta er sáraeinfalt og þræl- virkar. Með því að muna þetta eina orð getum við í fljótheitum farið yfir ástand bílsins og metið hvort við erum tilbúin í ferða- lag. Ef ekki, er bara tvennt að gera - græja það sem á vantar og dunda sér við það á meðan að snúa þessu snjallræði á íslenska tungu. Tillögur óskast. Breska aðferðin Honda CR-V hefur verið einn vinsælasti bíll Honda-framleiðandans undanfarin ár, bæði hér og annars staðar í Evrópu. Nýja 3 línan frá BMW hefur verið að hala inn viðurkenningum að undanförnu. Nýji Cayman S bíllin frá Porsche þykir vel heppnaður og hámarkshraði hans er 275 km/klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.