Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 24
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Sigurðsson lést á föstudaginn 20. janúar á Vífilsstöðum. Jarðarför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Síminn er 525 0000. Við þökkum fyrir góða hjúkrun og umönnum á Vífilsstöðum. Guðrún Ólafsdóttir Hörður H. Garðarsson Hermann J. Ólafsson Jóhanna Þorvaldsdóttir Sigurður Þ. Ólafsson Hildisif Björgvinsdóttir Hilmar D. Ólafsson Jóhanna Egilsdóttir Ólafur Ólafsson Hlynur Ólafsson Sólborg Guðmundsdóttir Reynir Örn Eiríkson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Matthea Katrín Pétursdóttir Álfaborgum 9 verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. janúar kl. 13.00 Snæbjörn Ólafsson Ágústa Sigurðardóttir Lýður Ásgeirsson Hilmir Freyr Sigurðsson Svanhildur Jóna Erlingsdóttir Eva Björg Sigurðardóttir Aðalsteinn Jóhannsson Auður Pétursdóttir Haraldur Finnsson og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar Maríu Kristjánsdóttur Halldórsstöðum, Bárðardal. Aðstandendur. ANDLÁT Dagbjört Sigurðardóttir, Tjösvoll- vegen 33, Aakrehamn, Noregi, lést 20. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Júlía Ólöf Bergmannsdóttir, Ill- ugagötu 15, Vestmannaeyjum, lést á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 25. janúar. Sigríður G. Stefánsdóttir, Hringbraut 50, áður Álftamýri 42, Reykjavík, andaðist á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 25. janúar JARÐARFARIR 11.00 Þórey Guðmundsdóttir, Garðavegi 4, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Ísafjarðar- kirkju. 14.00 Halldór Gunnarsson, Þver- holtum, Mýrum, verður jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju. 14.00 Hólmfríður Jónsdóttir, frá Fagraneskoti, Hólavegi 2, Laugum, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju. 14.00 Hjálmfríður S. Guðmunds- dóttir, Silfurgötu 8a, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Sigrún Stefánsdóttir, verður jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju. 14.00 Skúli Ö. Kristjónsson frá Svignaskarði, Egilsgötu 19, Borgarnesi, verður jarðsung- inn frá Reykholtskirkju. 14.00 Unnur Guðjónsdóttir frá Kleifum, verður jarðsungin frá Garpsdalskirkju. 14.00 Valgerður Einarsdóttir, áður Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Ásólfs- skálakirkju. KARLAMAGNÚS (747-814) LÉST ÞENNAN DAG. „Að kunna annað tungumál er líkt og að eiga aðra sál.“ Charlemagne, Karl mikli eða Karla- magnús var konungur Franka frá árinu 771 til 814. Á þessum degi árið 1997 viður- kenndu fjórir hvítir lögreglumenn að hafa orðið Stephen Biko, leið- toga suður-afrísku hreyfingarinnar Svörtu samviskunnar, að bana árið 1977. Árið 1969 stofnaði lækna- neminn Biko samtök til að svartir námsmenn gætu barist gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og til að koma á samkennd meðal blökkumanna. Árið 1972 aðstoð- aði hann við skipulagningu á ráð- stefnu blökkumanna og árið eftir bannaði Búastjórnin honum taka þátt í stjórnmálaum. Fjórum árum síðar var hann handtekinn fyrir niðurrifsstarfsemi. Hann var barinn á hrottalegan hátt í varðhaldi í Port Elisabeth og keyrt með hann um þúsund kílómetra leið til Pretoríu þar sem honum var kastað í fangaklefa. Þann 12. sept- ember árið 1977 andaðist hann, nakinn, í hlekkjum á skítugu gólfi í spítalaálmu fangelsisins. Fréttir af drápinu bárust um allan heim og mikil mótmæli brutust út en stjórnvöld neituðu ávallt að hafa komið nálægt morð- inu. Árið 1995 var komið á nefnd til að rannsaka þann tíma sem aðskilnaðarstefna stjórnvalda ríkti. Desmond Tutu friðarverðlaunahafi var formaður nefndarinnar. Þeir sem játuðu brot sín skýlaust nutu oftar en ekki friðhelgi. Lögreglu- mönnunum sem játuðu morðið á Biko var hins vegar neitað um það. ÞETTA GERÐIST > 28. JANÚAR 1997 Viðurkenna morðið á Biko STEPHEN BIKO MERKISATBURÐIR 1547 Hinrik VIII Englandskon- ungur andast og níu ára sonur hans tekur við. 1815 Innsigli Reykjavíkur er sam- þykkt af stjórnarráðsskrif- stofunni í Kaupmannahöfn. 1837 Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag er stofnað. Nafni þess var breytt nokkrum sinnum og heitir í dag Bændasamtök Íslands. 1907 Sláturfélag Suðurlands, SS, er stofnað. 1912 Íþróttasamband Íslands er stofnað í Bárubúð. 1917 Eftir nærri ellefu mánuði er leitinni að Pancho Villa hætt. 1986 Geimskutlan Challenger springur í loft upp sjö sekúndum eftir flugtak. Sjö láta lífið. Í dag er síðasti dagur kín- verska ársins sem kennt er við græna viðarhanann. Á morgun hefst nýtt kín- verskt ár sem í þetta sinn verður ár rauða hundsins. Nýárshátíðin er mesta hátíð Kínverja og stendur hún í fimmtán daga og hefur hver þeirra sína merkingu. Á þessum tíma eru margir í fríi og svo gott sem öll þjóð- in á faraldsfæti á meðan á henni stendur. Nýja árinu verður fagn- að í dag með drekadansi sem farinn verður niður Laugaveginn. Lagt verður af stað frá Hlemmi klukk- an 14.00. Í göngunni verð- ur fimmtán metra langur, litríkur dreki sem eltir perlu og endar dansinn í ráðhúsinu þar sem þátttak- endur frá Heilsudrekanum munu sýna taichi-leikfimi, kungfu-wushu bardagalist í Tjarnarsal. Stjórnandi sýn- ingarinnar verður eigandi Heilsudrekans, Dong Qing Guan. Dong hefur búið á Íslandi í fjórtán ár og hefur haldið í suma af þeim siðum sem Kínverjar viðhafa á þessum tímamótum. „Þar sem ég á fyrirtæki hérna býð ég alltaf starfs- mönnum til að fagna síð- asta degi ársins með því að borða sérstakan kínverskan mat sem er yfirleitt í boði á þessum degi í Kína,“ segir Dong sem oftast tekur sér frí á fyrsta degi ársins en ætlar að breyta út af venj- unni í ár. „Ég ætla að nýta daginn til að bjóða fólk velkomið í Heilsudrek- ann til að kynna kínverska menningu af ýmsum toga, eins og heilsufræði, kínver- skaleikfimi eða list,“ segir Dong sem opnar búð sína fyrir gestum og gangandi á morgun frá klukkan níu til sex um kvöldið. Í Kína standa hátíðahöld- in yfir í rúmar tvær vikur. Sem Íslendingur hefur Dong ekki tíma fyrir slíkt. „Við erum eins og aðrir venjulegir Íslendingar og þurfum að vinna,“ segir hún glaðlega. Hún segist reyna að gera eins mikið og mögulegt sé til að halda nýárið hátíðlegt en saknar samt sem áður áramótanna í Kína. „Í Kína er þetta mjög stór hátíð. Krakkarnir eru mjög spenntir því þeir fá rauð umslög með pen- ingum í. Í fimmtán daga er fólk endalaust að koma eða fara í heimsókn. Fólki er boðið í góðan mat og ýmis- legt annað,“ segir Dong en hátíðahöldin hér á landi eru allt öðru vísi enda vantar alla stórfjölskylduna. „Hins vegar horfa allir Kínverjar, hvort sem þeir eru heima eða í útlöndum, á sérstakan fjögurra klukkutíma ára- mótaþátt í sjónvarpinu,“ segir Dong glaðlega en í þættinum má líta hefðbund- ið kínverskt sjónvarpsefni sem að sögn Dong er ákaf- lega skemmtilegt. ■ KÍNVERSKA NÝÁRIÐ: HEFST Á MORGUN Rauða hundinum fagnað DREKADANS Stiginn verður í dag drekadans niður Laugaveginn í annað sinn. Myndin er frá hátíðahöldunum í fyrra þegar fagnað var komu græna viðarhanans.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÍNVERSKT NÝÁR Á ÍSLANDI Dong Qing Guan hefur búið á Íslandi í fjórtán ár. Hún ætlar að kynna kínverska menn- ingu fyrir Íslendingum í Heilsudrekanum á sunnudag, á fyrsta degi árs rauða hundsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskuleg systir mín, Jóhanna Sigurbjörnsdóttir lést 11 janúar á Hrafnistu v/Kleppsveg. Jarðaförin hefur farið fram í kyrþey. Jóhannes Sigurbjörnsson TILBOÐ Á LEGSTEINUM, FYLGIHLUTUM OG UPPSETNINGU 10-50% AFSLÁTTUR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.