Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 6
6 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR Vinsamlegast komið vörunni til Osta- og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á óþægindunum. Allar nánari upplýsingar veitir Geir Jónsson forstöðumaður rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar í síma 569 1640 eða 664 1640. sími 569 1600 • fax 567 3465 Osta- og smjörsalan innkallar eftirfarandi þrjár vörutegundir vegna galla: Búri Havarti Krydd-Havarti INNKÖLLUN KJÖRKASSINN Ertu með meira en 300 þúsund króna yfirdráttarheimild? Já 42% Nei 58% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að byggja nýtt álver á Norður- landi? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík leitar nú manns á miðjum aldri sem í fyrradag ginnti ungan pilt afsíðis á Seltjarnarnesi og reyndi þar að gyrða niður um hann og fara höndum um kynfæri hans. Komst drengurinn undan með harðfylgi og lét lögreglu vita en leit að manninum hefur engan árangur borið. Atvikið átti sér stað skammt frá verslanamiðstöðinni Eið- is torgi á Seltjarnarnesi. Kallaði maðurinn til drengsins og þreif til hans þegar hann kom nær og reyndi að gyrða niður um hann. Náði maðurinn að draga nærbux- ur piltsins að hálfu niður áður en piltinum tókst með harðfylgi að rífa sig lausan og hlaupa á brott. Var honum brugðið mjög og leitaði til lögreglu sem hóf eftirgrennsl- an sem engan árangur bar. Að sögn piltsins var maður- inn milli fimmtugs og sextugs en hann gat litlar aðrar upplýsingar gefið enda í miklu uppnámi. Lög- regla mun áfram vinna að rann- sókn málsins. - aöe EIÐISTORG Þar ginnti miðaldra maður ungan pilt afsíðis í fyrradag og reyndi að gyrða niður um hann. Pilturinn náði að rífa sig lausan áður en manninum tókst ætlunarverk sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lögregla leitar manns sem tældi til sín ungan dreng á Seltjarnarnesi: Fór höndum um ungan pilt SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna er jákvæður í garð áliðn- aðar í landinu, fimmtungur er nei- kvæður og fjórðungur tekur ekki afstöðu ef marka má niðurstöður skoðanakönn- unar Gallup. K ö n n u n i n var gerð að beiðni Samtaka atvinnulífsins. Mikill meiri- hluti lands- manna, eða um 76 prósent, er hlynntur auk- inni virkjun gufuafls og 58 prósent eru jákvæð í garð frekar uppbyggingu áliðnaðar sem bygg- ir á gufuaflsorku. Tæplega 60 prósent eru hlynnt aukinni virkjun vatnsafls og rúm- lega fjórðungur er á móti. Rétt rúmlega helmingur landsmanna er hlynntur frekari uppbyggingu áliðnaðar sem byggir á vatnsafli en 34 prósent eru andvíg. Fleiri eru með en á móti frekari uppbyggingu áliðnaðar. Það segir þó ekki alla söguna því aðeins 48 prósent eru hlynnt frekari upp- byggingu, 37 prósent eru andvíg og 15 prósent taka ekki afstöðu. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, telur spurningu um sátt ekki eiga við í dag því fyrri kannanir bendi til að ekki ríki sátt í málinu. „Þarna er ákaflega yfirborðskennd könnun á ferðinni sem ekki sýnir þann veruleika sem við búum við í dag,“ segir hann. „Fólk hefur áhyggjur af taum- lausri virkjunarstefnu stjórn- valda og vill vernda náttúruna. Þetta hefur ítrekað komið fram í könnunum og stangast á við þessa könnun Gallup,“ segir hann. - ghs ÁRNI FINNSSON Könnun Gallup sýnir að tæplega 60 prósent styðja aukna virkjun gufuafls: Jákvæðir í garð áliðnaðar FREKARI UPPBYGGING ÁLIÐNAÐAR 48% hlynnt 37% andvíg 15% taka ekki afstöðu Heimild: Gallup ÞÝSKALAND, AP Johannes Rau, sem var forseti Þýskalands á árunum 1999-2004, lést í gær, 75 ára að aldri. Banamein hans var ekki gefið upp að svo stöddu, en hann hafði átt við heilsubrest að stríða um nokkurt skeið. Prestssonurinn Rau fæddist í Wuppertal árið 1931. Hann átti langan og farsælan feril í stjórn- málum. Hann varð forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, fjöl- mennasta þýska sambandslandið, árið 1978. Í því embætti sat hann óslitið í tvo áratugi. Í forsetatíð sinni lagði Rau sig fram um að bæta tengsl Þýska- lands við Ísrael og brýndi fyrir þjóð sinni að vera opin gagnvart umheiminum. Rau kom í opinbera heimsókn til Íslands í júlí 2003 ásamt eiginkonu, dóttur og fylgd- arliði. - aa Johannes Rau látinn: Íslandsvinur fallinn frá RAU Á BESSASTÖÐUM Tekið á móti þýsku forsetahjónunum í opinberri heimsókn þeirra til Íslands í byrjun júlí 2003. DAVOS, AP Bill Gates, aðaleigandi Microsoft-hugbúnaðarrisans, hét því á Heimsefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær að þrefalda fjárframlög til baráttunnar gegn berklum, úr 300 í 900 milljónir bandaríkjadala. Gates tók undir með breska fjár- málaráðherranum Gordon Brown sem lýsti yfir nýju heimsátaki til að stöðva útbreiðslu berkla, en í nafni þess verður fé veitt til þró- unarlanda til að grípa til ráðstaf- ana gegn sjúkdómnum. Um 15 milljónir manna deyja árlega úr læknanlegum sjúkdóm- um vegna skorts á aðgengi að við- eigandi lyfjum. Þessu vill Gates breyta. ■ Heimsefnahagsráðstefnan: Gates þrefaldar berklaframlög GEGN BERKLUM Bill Gates hlýðir á Oluseg- un Obasanjo Nígeríuforseta tala í Davos í gær um „nærri gleymda“ sjúkdóma eins og berkla, sem enn bana mörgum í fátækari löndum heims. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FUGLAFLENSA Niðurstöður úr níu sýnum sem tekin voru úr villtum gæsum hér á landi, bárust í gær. Þau reyndust öll neikvæð með til- liti til mótefna gegn fuglaflensu af stofnunum H5 og H7 að sögn Jarle Reiersen dýralæknis ali- fuglasjúkdóma. Áður höfðu fengist niðurstöður úr nítján sýnum úr 16 grágæsum, fjórum álftum og einni stokkönd. Reyndust þau vera nei- kvæð. Nú liggur fyrir að taka um eitt hundrað sýni úr fuglum í varp- hænsnabúum, kjúklingabúum og úr lausagönguhænsnum, svo og úr um það bil tíu villtum fuglum. - jss Fuglaflensa: Níu sýni reynd- ust neikvæð REYKJAVÍKURBORG Stefán Jón Haf- stein, borgarfulltrúi Samfylkingarinn- ar, telur 150 milljónir króna í stjórn- kerfisbreytingar ekki háa fjárhæð sé til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í svari hans við gagnrýni sjálfstæðis- manna sem telja þetta ekki hafa orðið til þess að bæta þjónustuna. Stefán segir að tekist sé á við upp- safnaðan vanda og tekur uppbygg- ingu þjónustumiðstöðva sem dæmi. Hann telur það muni verða Sjálfstæð- ismönnum fótakefli ætli þeir að vera á móti því máli. -sdg Stjórnkerfisbreytingar: 150 milljónum vel varið Tesco undir eftirliti Bresk sam- keppnisyfirvöld ætla að kanna hvort staða Tesco verslunarkeðjunnar í Skotlandi brjóti í bága við samkeppn- isákvæði í kjölfar kvartana frá skoskum bændum um að fyrirtækið þvingi fram- leiðendur til að fá betri verð og komist upp með það sökum einokunarstöðu sinnar í mörgum borgum. SKOTLAND PALESTÍNA, AP Þúsundir áhangenda Fatah-hreyfingar Palestínumanna, sem laut í lægra haldi fyrir hinni herskáu Hamas-hreyfingu í kosn- ingum til palestínska þingsins, mótmæltu af krafti á Gazasvæð- inu í gær; kveiktu í bílum, skutu upp í loftið og kröfðust þess að spilltir flokksforkólfar segðu af sér í kjölfar hins niðurlægjandi kosningaósigurs. Hamas fékk öruggan meiri- hluta þingsæta, 76 af 132, og Mah- moud Abbas Palestínuleiðtogi, arftaki Yassers Arafats sem odd- viti Fatah-hreyfingarinnar, sagð- ist myndu fela leiðtogum Hamas umboð til stjórnarmyndunar. Fatah hafnaði því hins vegar strax að taka sæti í nýju stjórninni. Tals- menn Ísraelsstjórnar útilokuðu að eiga nokkrar viðræður við pal- estínska stjórn sem skipuð væri Hamas-liðum. Þar með stefndi í að nýja palestínska stjórnin ein- angraðist jafnvel áður en hún er tekin við embætti. Tzipi Livni, starfandi utan- ríkisráðherra Ísraels, skoraði á alþjóðasamfélagið að leyfa slíkri stjórn ekki að öðlast neitt lög- mæti, með þeim orðum að þátt- taka í lýðræðislegum kosningum væri enginn „hvítþvottur“ fyrir hryðjuverkahópa. Þó sýndu skoð- anakannanir sem gerðar voru í Ísrael að mikill meirihluti ísra- elskra borgara styður friðarvið- ræður við stjórn Palestínumanna, jafnvel þótt skipuð Hamas-liðar fari fyrir henni. Leiðtogar Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja sögðu að Hamas yrði að snúa baki við öllu ofbeldi og viðurkenna Ísrael. Hamas-samtökin eru enn á lista yfir hryðjuverkasamtök bæði í Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu. Ósigur Fatah, sem haldið hefur um stjórnartaumana frá því pal- estínsku heimastjórninni var komið á fyrir tólf árum, er aðal- lega rakinn til þeirrar spillingar sem gamalgrónir áhrifamenn hreyfingarinnar hafa gert sig seka um. Þeir hafa ítrekað hafn- að umbótakröfum ungliðanna í flokknum. Því beinist reiði yngri áhangenda Fatah nú að gömlu, stöðnuðu forystusveitinni. Mót- mælendurnir í gær fóru þó ekki sérstaklega fram á afsögn Abbas, þótt sú krafa hafi líka heyrst. Vert er að geta þess að þótt Hamas hafi fengið miklu fleiri þingsæti en Fatah (76 á móti 43) var munurinn á heildaratkvæða- magni framboðslista hreyfing- anna tveggja mun minni - Hamas fékk rúm 43 prósent og Fatah rúm 40 prósent. audunn@frettabladid.is ÁTÖK VIÐ ÞINGHÚS Til stympinga kom milli fylgismanna Hamas og Fatah við þinghúsið í Ramallah í gær. Fatah-menn reyndu að hindra Hamas-menn í að setja upp Hamas-fánann í stað Palestínufánans. Nokkrir slösuðust og rúður brotnuðu af völdum steinkasts. LJÓSMYND/GÍSLI PÁLL GUÐJÓNSSON Stefnir í einangrun Hamas-stjórnarinnar Ungliðar í Fatah-hreyfingunni fóru mikinn í gær og beindu reiði sinni yfir kosningaósigrinum gegn staðnaðri forystusveit Fatah og gegn Hamas-samtök- unum sem nú taka við völdum. Af orðum ráðamanna í Ísrael og annarra ríkja að dæma stefnir í að stjórn skipuð Hamas-liðum eingöngu fái litlu framgengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.