Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 10
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR NISSAN PATROL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa! Ver›i› á Nissan Patrol er frá 3.990.000 kr. ENDIST ENDALAUST E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 4 7 BORGARMÁL Samfara fjölgun í bíla- flota landsmanna fjölgar einnig kvörtunum og kærum vegna gam- alla bíla og bílhræja hér og þar í borginni. Hafa Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar borist yfir hundrað tilkynningar síðustu tvær vikur. Margar ástæður eru fyrir kvört- unum. Í sumum tilvikum er kvartað vegna mengunar af einhverju tagi. Nágrannar kvarta gjarnan yfir sjónmengun af bílum í niðurníðslu og einnig getur stafað af þeim hætta fyrir börn ef rúður eru brotnar eða annað járnarusl liggur við bílinn. Á síðasta ári fengu tæplega 1.300 bíleigendur tilkynningu um að bæta úr ástandinu ellegar farga bílum sem kvartað hafði verið yfir og búist er við að fjöldinn verði jafnvel meiri á þessu ári. Að sögn Tómasar R. Gíslasonar heilbrigðisfulltrúa er þeim heimilt að gera athugasemdir við núm- erslausa bíla eða bíla í niðurníðslu að öðru leyti hvort sem um er að ræða einkalóð eður ei. Algengara er þó að umræddir bílar séu á landi í eigu borgarinnar. - aöe BÍLHRÆIN LEYNAST VÍÐA Margir halda í gamla bíla sína vegna tilfinningalegs gildis eða þá að til stendur að gera þá upp. Þá er nauðsynlegt að ganga vel frá þeim svo ekki komi til kasta heilbrigðisyfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Kvartað undan gömlum bílhræum sem hrannast upp í borgarlandinu: Tugir kvartana í hverri viku BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í vik- unni áform um að koma á fót sam- evrópskum háskóla sem stæðist bestu háskólum Bandaríkjanna, á borð við Massachusetts Institute of Technology (MIT), snúning. Áform- in endurspegla ótta um að sam- keppnishæfni evrópskra háskóla sé á undanhaldi fyrir keppinautum í Bandaríkjunum og verðandi stór- veldum eins og Kína og Indlandi. Hinn nýi Evrópuháskóli á að verða „flaggskip æðri mennta, rannsókna og nýsköpunar,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, er hann kynnti hugmyndina ásamt menntamálastjóranum Jan Figel. Áformin hafa verið send ríkis- stjórnum aðildarríkjanna 25 og verða þau rædd á leiðtogafundi í mars, að sögn Barroso. Hugmyndin er að nýi háskólinn verði fjármagn- aður af fjárlögum ESB, aðildarríkj- unum og framlögum frá fyrirtækj- um. Aðildarríkin þurfa að koma sér saman um hvar skólinn yrði en franski forsætisráðherrann Dom- inique de Villepin hefur þegar stungið upp á því að hann verði í París. - aa BOÐA HÁSKÓLAMETNAÐ Jose Manuel Barroso og Jan Figel kynna Evrópuháskólaáformin í Brussel á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP Framkvæmdastjórn ESB kynnir áætlun um nýjan Evrópuháskóla: Flaggskip æðri mennta í Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.