Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 24
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Excel Airways, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá samningi um leigu á tveimur nýjum Boeing- flugvélum af gerðinni 737-900ER sem koma á markað á næsta ári og tveimur Boeing 737-800 sem verða afhentar á öðrum ársfjórðungi 2007. Að auki hefur verið gengið frá samningum um afhendingu fjögurra Boeing 737-800 véla á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Vélarnar eru allar leigðar til átta ára og eru þessir samningar hluti af endurnýjun flota Avion Group. Nýju vélarnar leysa af hólmi eldri og óhagkvæmari Boeing 757- 200 vélar. Þær passa vel við Boeing 737-800 flota félagsins og er meðal annars hægt að samnýta 98 pró- sent af öllum varahlutum í flug- vélarnar. Floti Excel Airways sam- anstendur af 17 farþegavélum en yfir sumartímann eru um 30 flug- vélar í rekstri hjá félaginu. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra var viðstaddur undirskrift samningsins þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Excel Airways í Craw- ley í dag. Einnig voru höfuðstöðvar Travel City, dótturfélags Excel Air- ways, opnaðar formlega. Travel City sérhæfir sig í sölu pakkaferða til Flórída og er stærsta félagið sinnar tegundar í Bretlandi. - hhs KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.663 +3,02% Fjöldi viðskipta: 931 Velta 7.150 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,40 +2,5% ... Alfesca 3,97 +1,80%... Atorka 6,10 +0,83% ... Bakkavör 52,10 +2,16% ... Dagsbrún 6,61 +0,46% ... FL Group 26,20 +3,15% ... Flaga 3,89 +0,52% ... Íslandsbanki 21,20 +1,92% ... KB banki 968,00 +4,31% ... Kögun 65,50 +0,61% ... Landsbankinn 29,20 +2,82% ... Marel 68,00 +2,72% ... Mosaic Fashions 17,30 +0,58% ... Straumur- Burðarás 19,90 +2,58% ... Össur 113 +5,12% MESTA HÆKKUN Össur 5,12% KB banki 4,31% FL Group 3,15% Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 Gengisvísitala krónunnar styrkt- ist talsvert í gær eftir að matsfyr- irtækið Fitch staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir bankanna. Jafnframt hækkuðu hlutabréf mikið í verði. Greining Íslandsbanka álítur að of sterk viðbrögð hafi verið á gjaldeyrismarkaði undanfarna daga og megi rekja það til inn- lendra aðila sem hafi um langa hríð verið þeirrar skoðunar að krónan væri orðin of sterk, en ekk- ert gert í því fyrr en boltinn fór að rúlla. Miklar sveiflur hafa verið á gjaldeyrismarkaði undanfarna daga og var sett nýtt veltumet á gjaldeyrismarkaði á miðvikudag- inn þegar veltan fór yfir 42,5 millj- arða króna. Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka, telur að kauptækifæri hafi myndast til skemmri tíma eftir mikla veikingu krónunnar þar sem enn séu aðstæð- ur til staðar í hagkerfinu sem ættu að stuðla að sterkri krónu, svo sem háir stýrivextir, mikill vaxtamunur við útlönd og þensla. Hann telur meiri líkur á að krónan styrkist en veikist á næstu dögum. „Ég er samt smeykur um að jafn mikil gengislækkun krónunn- ar og átti sér stað á þriðjudag og miðvikudag muni fæla frá útgef- endur og kaupendur krónubréfa, enda eru þetta eflaust meiri sveifl- ur en þeir reiknuðu með,“ segir Ingvar. Hann segir að það gæti dregið úr útgáfu krónabréfa en það verði bara að koma í ljós. Margir kaupendur hafi eflaust farið illa út úr gengissveiflum síðustu dægrin. Miðað við forsendur Íslandsbanka um hvar jafn- vægisgengi krónunnar liggur í framtíðinni og ef það gengi er núvirt til dagsins í dag miðað við vexti erlendis og hér heima fékkst sú niðurstaða að gengið hafi orðið of lágt í fyrradag. „Við sjáum oft á fjármálamörkuðum að þegar rót- tækar sveiflur eiga sér stað skap- ast oft tækifæri í hina áttina.“ Engin útgáfa erlendra skulda- bréfa í íslenskum krónum, svo- kölluð krónubréf, hefur átt sér stað síðan á mánudaginn en frá því að hún hófst fyrir hálfu ári hafa bréf fyrir 220 milljarða verið gefin út og óljóst um fram- haldið. „Ég tel að jafn mikil lækk- un krónunnar og átti sér stað á þriðjudag og miðvikudag eigi að fæla frá endafjárfesta, það er þá sem hafa verið að kaupa krónu- bréf, og líka útgefendur þessara bréfa, enda eru þetta meiri sveifl- ur en þeir reiknuðu með,“ segir Ingvar. Hann segir að það gæti dregið úr útgáfu krónabréfa en það verði bara að koma í ljós. Ein- hverjir kaupendur hafa farið illa út úr gengissveiflum síðustu dægrin. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður Greiningardeildar Lands- bankans, á frekar von á því að útgáfa krónubréfa fari aftur af stað þótt ómögulegt sé að spá fyrir um hvenær útgáfan fari aftur af stað. „Það er útlit fyrir að mikill vaxtamunur verði til staðar. For- senda fyrir frekari útgáfu veltur á því hvort kaupendur verði að bréf- unum,“ segir hún. Sá hópur sem keypti bréfin hefur brennt sig á atburðum liðinna daga, og er jafn- vel farinn út úr þeim, en hún held- ur að kaupendur séu að jafnaði með smá hagnað. „Það sem gerðist núna sýndi nokkuð vel hvað markaðurinn var orðinn spenntur, að hann skuli bregðast svona hart við þessum fréttum,“ segir Edda Rós. eggert@frettabladid.is Hár vaxtamunur ætti að koma krónuútgáfu af stað Engin krónuútgáfa frá því á mánudaginn. Kauptækifæri mynduðust í krónunni eftir skarpar lækkanir tvo daga í röð. MARKAÐSPUNKTAR... Yfirdráttarlán til heimila jukust um 4,6 milljarða króna í janúar frá fyrri mánuði. Það jafngildir 6,8 prósenta aukningu. Yfirdráttarlánin eru nú tæpir 73 milljarðar og hafa aðeins einu sinni verið meiri, í nóvember síðastliðnum. Mikil umsvif voru á skuldabréfamarkaði í gær og hefur veltan ekki verið meiri frá útgáfu íbúðabréfa í júlí 2004. Samanlagt skiptu skuldabréf að verðmæti 24,3 milljarða króna um hendur. Verðmæti fiskaflans dróst saman um 0,2 prósent að nafnvirði á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2005 miðað við 2004. Styrking krónunnar hafði neivæð áhrif auk þess sem minna veiddist af þorski, rækju og úthafskarfa en árið á undan. FLUGVÉL ÚR FLOTA EXCEL Avion Group hefur gert samning um leigu átta nýrra flugvéla. Átta nýjar vélar í flota Excel Airways Matsfyrirtækið Fitch hefur stað- fest óbreytt lánshæfismat allra íslensku bankanna. Þetta kemur í kjölfar fréttar um að fyrirtækið hafi breytt horfum á lánshæfis- mati ríkissjóðs úr stöðugum í nei- kvæðar. Í umfjöllun Fitch segir að styrk eiginfjárstaða bankanna og hátt hlutfall af útlánasafni erlend- is vegi upp á móti þjóðhagslegum áhættuþáttum heima fyrir, á borð við hækkandi verðbólgu, hraðari útlánaaukningu, vaxandi skulda- söfnun erlendis, miklum við- skiptahalla og hækkandi eigna- verði. Útlán bankanna voru á bilinu 35-70 prósent erlendis um síðustu áramót og má reikna með að hlutfallið hafi farið hækkandi. Horfur lánshæfiseinkunna allra bankanna eru sagðar stöðugar. - eþa Fitch staðfestir lánshæfi bankanna LÁNSHÆFISMAT FITCH Á ÍSLENSKU BÖNKUNUM Langtíma- Skammtíma- Fjárhagslegur Stuðnings- einkunn einkunn styrkleiki einkunn Íslandsbanki A F1 B/C 2 KB banki A F1 B/C 2 Landsbankinn A F1 B/C 2 Straumur-Burðarás BBB- F3 C/D 3 Krónutitringur fer víða Niðursveifla í gengi krónunnar á miðvikudag hafði áhrif á gengi annarra smárra gjaldmiðla víða um heim, svo sem í Brasilíu og Suður-Afríku. Tíma- bundin lækkun þeirra gekk svo til baka í gær. Erlendir fréttamiðlar, svo sem fjármálaritið Financial Times, segja fall krónunnar hafa ýtt á fjárfesta í að innleysa strax hagnað sem þeir sáu nú fram á að verða af vegna gengistaps. Þessi tilhneiging hafi svo haft keðjuverkandi áhrif á aðra unga markaði með smærri gjaldmiðla. Þannig féll brasilíski realinn um nærri þrjú prósent um tíma. Þá féllu um tíma um að minnsta kosti eitt prósent gjaldmiðlar á borð við tyrknesku líruna, randið í Suður-Afríku, pesóinn í Mexíko og indónesíska rúpían. Tímabundin gengislækkun þessarra gjaldmiðla er sögð skýrast af því að fjárfestar hafi selt bréf til að bregð- ast við gengistapi á Íslandi. Berlingur samur við sig Innrás íslensks viðskiptalífs í Danmörku fer ekki meira í taugarnar á neinum en Berlingske Tidende. Skrif þeirra hafa verið sérlega illa ígrunduð og þarf að leita inn fyrir landsteinana til að finna samsvör- un í neikvæðni í garð íslensks viðskiptalífs. Berl- ingske byrjar grein sína um skýrslu Fitch á að segja að lánstraust Íslendinga sé að klárast. Ástæðan er að mati Berlingske of hraður akstur og agressíf kaup Íslendinga erlendis fyrir lánsfé. Nú verður spennandi að fylgjast með því í dag hvort Berlingske segir frá því að Fitch hafi staðfest fyrra lánshæfismat sitt á bönkunum. Börsen fer hófstilltari leið, enda með vandaðri viðskiptafréttir, og segir að veiking krónunn- ar dragi úr líkum á frekari fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Þetta eru fróm huggunarorð til hennar bráðum uppkeyptu Danmerkur, en ólíklegt að Berlingi og Börsen verði að ósk sinni. Peningaskápurinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.