Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 28

Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 28
[ ]Ávextir geta verið góður eftirréttur. Ávextir eru hollir, góðir og ferskir og það þarf ekki að vera mikið mál að skera niður nokkrar tegundir af ávöxtum sem öll fjölskyldan getur gætt sér á. Gunnar Karl Gíslason er kokk- ur á B5 í Bankastræti. Hann er einn af þeim fimm kokkum sem keppa um titilinn Mat- reiðslumaður ársins 2006. Gunnar er að fara að keppa um tit- ilinn Matreiðslumaður ársins í fjórða skipti. „Það hefur gengið ágætlega hingað til og ég var í öðru sæti fyrir tveimur árum síðan,“ segir hann. Gunnar kláraði kokkanámið fyrir sjö árum síðan og hann hefur meðal annars unnið á nokkrum af betri veitingahúsunum í Kaup- mannahöfn og verið aðstoðaryfir- kokkur á Vox, Nordica hóteli. „Ég byrjaði svo á B5 þegar við opnuð- um í júlí síðasta sumar,“ segir hann. Gunnar á sér ekkert eitt uppá- halds hráefni. Honum finnst jafn gaman að vinna með allt og segir að það sé fjölbreytileikinn sem geri starfið svo skemmtilegt. „Það sem skiptir mestu máli er að hrá- efnið sé ferskt og gott.“ Gunnar segist vera mjög dug- legur að fara út að borða. „Ég reyni að forðast það að elda heima hjá mér,“ segir hann og hlær. Gunnar segist hafa gaman af því að fara á aðra veitingastaði en líka vera mjög duglegur að borða á B5. „Það er nauðsynlegt að setja sig annað slagið í spor gestanna því maður sér matinn í allt öðru ljósi þegar maður situr úti í sal heldur en þegar maður er að búa hann til í eldhúsinu.“ Uppskriftin sem Gunnar ætlar að gefa lesendum Fréttablaðsins er að steiktum skelfiski með karrí, eplamauki og sellerí-kremi. STEIKTUR SKELFISKUR MEÐ KARRÍ, EPLAMAUKI OG SELLERÍ-KREMI Skelfiskurinn Það er í raun hægt að nota hvaða skelfisk sem er í þennan fína rétt en ég kýs íslenska hörpuskel og rækju. Hreinsið fiskinn vel og þerrið á pappír. Dýfið einni hliðinni á hörpuskelinni í milt karrí og steik- ið á snarpheitri pönnu. Þegar hörpuskelin er orðin fallega ylt snúið henni þá og setjið rækjuna á pönnuna og hrærið aðeins. Takið af pönnunni og setjið yfir á pappír. Kryddið með salti. Karrífroðan Epli og laukur eru léttsteikt í olíu, karrí er dreift vel yfir og þetta látið krauma saman í smá stund. Bætið þá út í rjóma og smá mjólk. Sjóðið í nokkrar mínútur. Setjið í blandara og blandið vel. Sigtið og smakkið til með smá smjöri og salti. Fallegt er að bera sósuna til dæmis fram í litlu skotglasi. Eplamaukið Skrælið eplin og kjarnhreinsið. Sjóðið svo í sykursírópi (3/4 vatn, 1/4 sykur) uns þau eru algerlega meir. Blandið þau þá vel í bland- ara og smakkið til með ögn af salti og smá sítrónusafa. Sellerí-kremið Flysjið sellerí rót og skerið í bita. Hellið rjóma yfir og sjóðið þangað til rótin er algerlega klár. Blandið þá vel í blandara og á meðan hann er í gangi setjið þá út í hann vel af köldu smjöri, salti og smá sítrónu- safa. Kryddjurtirnar Veljið fallegar kryddjurtir, bara þær sem þið elskið mest, búið til fallegt salat og setjið hist og her á diskinn. Það er um að gera að prófa sig áfram, bæta og endurskipuleggja réttinn með hráefnum sem ykkur þykja góð. Ekkert er heilagt í þessum efnum. Verði ykkur að góðu. Fjölbreytileikinn gerir starfið skemmtilegt Gunnar Karl Gíslason er kokkur á B5. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Er veisla í vændum? 1 flaska 750 ml innan við kr 453* 30 flöskur úr Ámunni = 13.590 kr *flaska + tappi + miði + hetta + 750 ml af þrúgu Sambærilegar léttvín frá ÁTVR 1250 kr flaskan 30 flöskur úr ÁTVR = 37.500 þú sparar 23.910 kr Skeifunni 11d - 108 Reykjavík - Sími: 533-1020 Reykjavíkurvegi 64 - 220 Hafnarfirði - Sími: 533-3070 www.aman.is Almansa svæðið, sem er þekkt fyrir framleiðslu á hágæða vínum, liggur í suð-austurhluta Albacete á Spáni. Vínhefðin á svæðinu nær allt aftur til 17. aldar. Jarðvegurinn er kalkríkur og loftslagið einkennist af köldum vetrum og heitum sumrum sem er kjörið til ræktun þrúganna cencibel (sem flestum er kunnug sem tempranillo) og garnacha. Uppskeran er lítil og þess vegna eru gæði þrúganna mjög mikil. Allar götur frá stofnun Bodegas Piqueras, árið 1915, hefur markmiðið verið að framleiða vín af miklum gæðum. Framleiðslan er takmörkuð og í dag eru notaðar 1.500 amerískar og franskar eikartunnur við framleiðsluna. Vínkjallararnir eru fullnýttir til að vinna þrúgurnar sem á hverju ári koma úr sömu víngörðum á svæðinu. Á síðustu árum hefur Castillo de Almansa frá Bodegas Piqueras verið talið í hópi 100 bestu vína Spánar. Verð í Vínbúðum 990 kr. CASTILLO DE ALMANSA: Í hópi 100 bestu vína Spánar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.