Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 31
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 5
Flott gleraugu
s j ó n m æ l i n g a r
N r . 5 - 2 x 1 7
Gallabuxnafyrirtækið risa-
vaxna, Levi´s, skilaði umtals-
verðum hagnaði á síðasta ári.
Í fyrsta skiptið í átta ár jókst salan
hjá einni stærstu fatakeðju heims
í fyrra. Hreinn hagnaður Levi´s
jókst um 126 milljónir dollara á
síðasta ári sem samsvara vel yfir
átta milljörðum íslenskra króna.
Ástæðu hagnaðarins má rekja
beint til mun meiri sölu en undan-
farin ár en ekki til minni rekstar-
kostnaðar.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
eru þó varkárir í yfirlýsingum um
árið 2006. Þeir segjast þó vera með
margar spennandi vörur í pípun-
um sem eigi vonandi eftir að auka
sölu fyrirtækisins enn meira.
Levi´s græðir
á tá og fingri
Margir undrast það kannski að sala Levis
jókst í fyrsta skiptið í átta ár í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Í vor verður ekki mikið um
augnfarða. Varalitir verða þó
vinsælir og andlitið á að vera
glansandi.
Á tískusýningum komandi vorlínu
voru nokkur atriði í förðun áber-
andi og sameiginleg flestum hönn-
uðunum.
Þykkar augabrúnir
Augabrúnirnar setja sterkan svip
á andlitið í vor. Það dugir þó ekki
að hafa augabrúnirnar í sinni nátt-
úrulegu mynd heldur verða þær
að vera snyrtilegar og í fínum
boga. Ef viðkomandi þarf að
þykkja augabrúnir sínar fyrir
vorið er því best að gera það hægt
og safna línu fyrir línu.
Áberandi varir
Andlitsmálning verður í lágmarki
í vor og lítið gert úr augnmáln-
ingu. Eini staðurinn þar sem litir
munu sjást verður á vörunum.
Valentino var með eldrauða vara-
liti, Gucci djúp-bleika en einnig
má nefna svarfjólubláa, fjólu-
rauða og appelsínugula varaliti.
Uppsett hár
Hárgreiðslan á vorsýningunum
var áþekk. Hún var snyrtileg og
kvenleg en þó töff. Fyrirsæturnar
í sýningu Chloe voru allar með
hárið greitt í stíft tagl en töglin
hjá Chanel voru aðeins lausfestari
og lokkar löfðu meðfram andlit-
inu. Hárgreiðslumenn tískusýn-
inga höfðu hrifist af því hvernig
fyrirsæturnar settu hár sitt í hálft
tagl þegar þær voru komnar af
sviðinu og Louis Vuitton og Marni
tóku það upp og greiddu hár allra
sinna fyrirsæta í hálf tögl.
Gljáandi húð
Í vor á að hafa húðina nógu glans-
andi og highlighter því nauðsyn-
legur í öll snyrtiveski. Hann á að
setja fyrir ofan kinnbein, globus-
línu augnanna, augabrúnir og nef.
Í stað brúnkukremsins koma
glansandi krem, glossar og farði
og andlitið má aldrei sjást matt.
mariathora@frettabladid.is
Lítil förðun en
þykkar augabrúnir
Hér má sjá fyrirsætu á tískusýningu vorlín-
unnar. Hún er með þykkar en snyrtilegar
augabrúnir, glansandi húð, bleikar varir og
hárið greitt aftur.
Fyrirsæta greitt með
hálft tagl á vorsýn-
ingu Louis Vuitton.
Resilience Lift Extreme krem-
ið frá Estée Lauder þéttir
húðina auk þess að veita
henni raka. Hrukkur og línur
verða ekki eins sýnilegar og
húðin geislar meira en nokkru
sinni áður.
nýtt }
Þéttir húðina
Youthtopia Skin firming
Cream frá Origins er ætlað
fyrir blandaða og þurra húð.
Kremið inniheldur Rhodiola sem
gefur húðinni aukna orku um leið
og það hjálpar henni að berjast
við merki öldrunar.
Origins
Absolue Teint er rakakrem frá Lan-
come fyrir þroskaðar konur. Raka-
kremið hefur þétta áferð og veitir
samstundis þægindi og mýkt. Húðlit-
urinn verður ferskur og náttúrulegur
og öldrunarblettir og ójöfnur hverfa
nánast. Auk þess að veita húðinni
þann raka sem henni er nauðsynlegur
ver Absolue Teint húðina fyrir skaðleg-
um geislum sólarinnar.
Lancome