Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 54
24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR
Kvikmyndin Blóðbönd
verður frumsýnd í kvöld en
þetta er frumraun leikstjór-
ans Árna Ólafs Ásgeirsson-
ar. Mikið einvalalið fer með
aðalhlutverkin í myndinni,
sem gerist í íslenskum
hversdagsleika.
Pétur er augnlæknir í blóma lífs-
ins og er giftur gullfallegri konu,
lækninum Ástu. Þau bíða spennt
eftir sínu öðru barni en fyrir eiga
þau Örn, tíu ára gamlan snáða sem
er augasteinn föður síns. Fátt ef
eitthvað virðist því getað raskað
ró þessarar litlu fjölskyldu. Þegar
Örn veikist kemur hins vegar í
ljós að Pétur er alls ekki faðir
drengsins. Tilvera fjölskyldunnar
hrynur og alls óvíst hvort henni
takist að byggja upp líf sitt að
nýju.
Fríður hópur leikara fer með
helstu hlutverkin í Blóðböndum.
Hilmar Jónsson leikur augnlækn-
inn Pétur en það heyrir alltaf til
tíðinda þegar leikhússtjórinn úr
Hafnarfirði bregður sér í hlutverk.
Margrét Vilhjálmsdóttir leikur
eiginkonuna og Elma Lísa Gunn-
arsdóttir er í hlutverki systur Pét-
urs. Þá eru systurnar Sóley og
Laufey Elíasdætur einnig í stórum
hlutverkum. Snorri Þórisson og
kvikmyndafyrirtæki hans Pegasus
framleiða myndina en hún þótti
mjög ódýr í framleiðslu og kostaði
í kringum níutíu milljónir. - fgg
Snæfríður Ingadóttir, ritstjóri
Flugstöðvarblaðsins, heimsótti
bókamarkaðinn í Perlunni og valdi
sér tvær bækur, Snúð og Snældu,
og Tærnar – spegill persónuleik-
ans.
„Í nostalgíu valdi ég nokkrar
bækur um óþekktarkisurnar Snúð
og Snældu. Ég hafði afar gaman af
þessum bókum sem krakki og hef
hugsað mér að lesa þær fyrir
heimilisköttinn í von um að hinn
móralski boðskapur bókanna síist
inn hjá honum. Einnig greip ég
með mér bókina „Tærnar – spegill
persónuleikans“ en höfundurinn
heldur því fram að staða og lögun
tánna geti sagt mikið um eigand-
ann, hugsanir hans og tilfinningar.
Allir kannast við lófalestur en að
það sé hægt að lesa í tærnar á
manni er alveg nýtt. Sjálf er ég
með afar ljótar tær þannig að það
verður spennandi að reyna bókina
á þeim.“ ■
Nostalgía og tálestur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri
kvikmyndarinnar Blóðbanda, var
að borða pylsu þegar Fréttablaðið
náði tali af honum. „Matur alþýð-
unnar,“ sagði hann, með munninn
fullan af mat. Ekki fengust frekari
upplýsingar um hvað væri á
pylsunni.
Árni Ólafur lærði kvikmynda-
gerð í Póllandi og að hans sögn
kviknaði hugmyndin að myndinni
þegar skólavistinni þar var að ljúka.
„Í fyrstu var þetta bara ein persóna,
maður sem gengur út heiman frá
sér,“ segir Árni Ólafur og bætir við
að þetta hafi í upphafi verið frekar
ómótuð hugmynd. „Hún snerist um
einhvern sem heldur út í algjöra
óvissu,“ segir hann og viðurkennir
að þekkja sjálfur þá tilfinningu.
„Það má kannski segja að ég hafi
verið smeykur við það sem kynni að
gerast eftir að skólanum lyki,“
útskýrir Árni.
Denijal Hasanovich, skólabróð-
ir Árna, bauðst til að hjálpa við
gerð handritsins og Jón Atli Jón-
asson kom síðan að verkinu. „Það
fór góður tími í að átta sig á því af
hverju maðurinn gengur út,“ segir
Árni. „Við fengum hundrað hug-
myndir en leist að lokum best á
eina,“ heldur Árni áfram. Aðal-
sögupersónan Pétur fer að heiman
þegar hann uppgötvar að hann er
ekki faðir sonar síns. Árni segist
þó ekki hafa kynnt sér neinar vís-
indalegar rannsóknir um hvort
íslensk börn séu meira eða minna
rangfeðruð en önnur en viður-
kennir að hafa heyrt ýmsar tölur
hvað það varðar. „Okkur fannst
þetta samt passa enda hefur fjöl-
skylduhugtakið breyst svo mikið,“
segir Árni.
Hann segist ekki geta gert upp á
milli áhrifavalda sinna en nefnir þó
tékkneska leikstjórann Milos For-
man, sem gerði meðal annars Gauks-
hreiðrið og Amadeus. Þá séu leik-
stjórar á borð við Mike Leigh og
Ken Loach í miklu uppáhaldi. „Ann-
ars er smekkurinn svo síbreytilegur
og alltaf að breytast,“ segir hann og
bíður eftir að dyrnar opnist í kvik-
myndahúsum borgarinnar svo að
landar hans geti séð afraksturinn. ■
ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Hugmyndin að Blóðböndum byggist á því að maður gengur út
heiman frá sér og út í fullkomna óvissu.
Hugmynd frá Póllandi
„FEÐGARNIR“ Örn er augasteinn föður síns
en þegar Pétur kemst að raun um að hann
er ekki pabbi hans veldur það honum mikl-
um heilabrotum.
TILVERAN HRYNUR Það hriktir í stoðum
tilverunnar hjá Pétri og Ástu þegar upp
kemst um tíu ára gamalt leyndarmál.
Blóðbönd frumsýnd
ÁST Á VINNUSTAÐNUM Þegar augnlæknirinn flytur að heiman kynnist hann Önnu, sem huggar hann á erfiðum tíma.