Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 55
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 43 ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSINS TIL FULLS! Baldur Ragnarsson, bílstjóri Flytjanda, ók sína 2.600. ferð á milli Reykjavíkur og Akureyrar nýlega en vegalengdin sem hann hefur keyrt á sínum starfstíma samsvarar 62 ferðum umhverfis jörðina og þremur ferðum til tunglsins og til baka. „Ég er búinn að vera rúm 32 ár í þessu starfi og er svo sem búinn að keyra ansi mikið. Aðrir hafa nú verið í þessu lengur en ég er ekki langt á eftir þeim í starfsaldri,“ sagði Baldur, sem hefur ekið um 2,5 milljónir kílómetra, en áður hafði hann ekið mjólkurbílum, rútum og fleiri far- artækjum. Að sögn Baldurs hefur ansi margt breyst frá þeim tíma þegar hann byrjaði að keyra flutn- ingabíla á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Þetta er ekki sam- bærilegt. Bæði vegirnir og bílarn- ir eru betri, en þegar ég byrjaði gat ein ferð tekið heilan sólar- hring. Allt hefur þetta þó sína kosti og galla og til dæmis hefur hraðinn á vegunum aukist gífur- lega og þeirri þróun fylgir aukin hætta,“ segir Baldur, sem verður sjötugur í sumar og stefnir á starfslok í haust. ■ Hefur farið 62 ferðir í kringum hnöttinn BALDUR RAGNARSSON Hann keyrði sína 2.600. ferð nýlega en vegalengdin samsvar- ar 62 ferðum umhverfis jörðina. Hugleikur Dagsson myndasagna- höfundur fór á bókamarkað í Perl- unni og valdi sér þrjár bækur í safnið sitt. „Ég fullkomnaði nánast Tinna- safnið með bókunum Kolafarmur- inn og Krabbinn með gylltu klærn- ar. Nú vantar mig bara Hákarlavatnið,“ segir Hugleikur Dagsson myndasagnahöfundur. „Ég valdi líka Öreindir eftir Michel Houellebecq. Það er bók sem ég hef alltaf ætlað að lesa. Auk þess keypti ég mér tvær klassíkar Andrésar Andar-bækur sem ég las þegar ég var lítill. Ég var mjög sáttur.“ - fb Vantar bara Hákarlavatnið HUGLEIKUR DAGSSON Hugleikur fékk sér bókina Öreindir eftir Michel Houellebecq ásamt Tinnabókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þýski plötusnúðurinn Timo Maas, eitt stærsta nafn danstónlistarinn- ar, þeytir skífum á Nasa í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hann spilar hér á landi en fyrir fjórum árum spilaði hann á Party Zone- kvöldi á Gauknum. Timo hefur gefið út tvær plötur og endurhljóðblandað lög fyrir listamenn á borð við Madonnu, Depeche Mode, Jamiroquai, Moby, Placebo, Fatboy Slim og Tori Amos. Síðasta plata hans, sem kom út fyrir nokkrum mánuðum, inniheldur meðal annars lögin 4 Ur Ears með Kelis og First Day með Brian Molko, söngvara Place- bo. Plötusnúðarnir Grétar G og Casanova sjá um upphitun fyrir kappann á meðan Rikki og Ingvi sjá um tónlistina á efri hæð Nasa. Húsið verður opnað klukkan 23:00 og fer miðasala fram í verslunum Skífunnar og á midi.is. Miðaverð er 1.500 í forsölu auk miðagjalds en 1.900 við dyrnar. ■ Timo Maas á Nasa TIMO MAAS Plötusnúðurinn heimsþekkti heldur tónleika á Nasa í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.