Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 58
46 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
21 22 23 24 25 26 27
Föstudagur
■ ■ SJÓNVARP
08.25 ÓL í Tórínó á RÚV. Stórsvig
kvenna. Bein útsending.
18.10 ÓL í Tórínó á RÚV.
Samantekt.
18.30 Gillette sportpakkinn á Sýn.
19.00 Meistaradeildin á Sýn.
19.30 Motorworld á Sýn.
18.30 Gillette sportpakkinn á Sýn.
22.15 ÓL í Tórínó á RÚV. Listhlaup
kvenna á skautum.
01.50 ÓL í Tórínó á Rúv. Samantekt
Auðun Helgason, fyrirliði FH, leikur ekk-
ert með liðinu í sumar vegna meiðsla
sem hann hlaut á æfingu nýverið en
eftir að hann fór í speglun kom í ljós að
krossband á hægra hné hans er slitið.
„Ég er fyrst og fremst svekktur að lenda
í þessu, það er spennandi ár framundan
og ég var búinn að hlakka mikið til að
taka þátt í þessu með FH-liðinu. Svo
hverfur þetta allt á augnabliki,“ sagði
Auðun við Fréttablaðið í gær. Auðun
rann til á æfingu og sagðist samstundis
hafa gert sér grein fyrir því að meiðslin
væru alvarleg en þessi sterki miðvörður
fer í aðgerð í lok mars.
„Eftir aðgerðina tekur þrautagangan
langa við. Ég hugsa bara um að reyna
að ná mér sem fyrst og vera orðinn
sterkur í haust þegar næsta undirbún-
ingstímabil tekur við, það er alveg raun-
hæft. Sveinbjörn Brynjólfsson læknir
talar um tíu til tólf mánuði en menn
hafa bæði komið fyrr og síðar úr
þessu. Sveinbjörn hefur búið mig
vel undir þetta allt,“ sagði Auðun,
sem ætlar svo sannarlega ekki að
leggja árar í bát.
„Menn hafa spurt mig hvort ég
ætli að leggja skóna á hilluna
en það kemur heldur ekki
til greina. Þetta verður
erfitt en ég ætla að
vera mikið í kringum
félagana í FH, ég lyfti
með þeim og slíkt.
Svo verð ég bara að
vera í lyftingasalnum
á meðan þeir eru í
fótbolta,“ sagði Auðun að lokum.
Sverrir Garðarsson verður líklega ekki
með liðinu í sumar en hann á við
mjög erfið meiðsli að stríða. „Það
er algjör bónus ef Sverrir verður
með okkur. Eins og staðan er í
dag reiknum við ekki með honum
í sumar,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son, þjálfari FH, í gær en Sverrir
má byrja að hlaupa aftur eftir hálf-
an mánuð. „Við munum spila
Deildabikarinn og sjá svo
til hvort við þurfum að
kaupa nýjan mann.
Eins og staðan er
núna erum við ekki
í leit að neinum
leikmönnum,“
sagði Ólafur.
AUÐUN HELGASON, LEIKMAÐUR FH: SPILAR EKKERT MEÐ LIÐINU Í SUMAR
Auðun út og bónus ef Sverrir spilar
> Heiðar bestur hjá Fulham
Heiðar Helguson hefur verið kjörinn
besti leikmaður Fulham í janúarmán-
uði. Það voru stuðn-
ingsmenn liðsins
sem kusu Heiðar á
heimasíðu félags-
ins en honum
næstur kom félagi
hans í framlínunni,
Brian McBride.
Saman fengu
þeir rúmlega
helming
atkvæða í
könnuninni.
Heiðar skor-
aði reyndar aðeins
eitt mark í janúar
en með dugnaði
sínum og áræðni
hefur hann unnið
hugi og hjörtu
stuðningsmanna
Fulham.
Báðir leikirnir í Höllinni
Valur hefur komist að samkomulagi
við svissneska liðið LC Brühl um að
báðir leikir liðanna í átta liða úrslitum
áskorendakeppninnar fari fram í Laugar-
dalshöll. Valsstúlkur lögðu síðast grískt
lið að velli og verður spennandi að sjá
hvernig fer að þessu sinni.
KÖRFUBOLTI Körfuboltaliðið Phila-
delphia 76ers og lögreglan í borg-
inni hafa tekið höndum saman um
að fækka byssum á götum borgar-
innar og í leiðinni fækka morðum.
Þess vegna hefur verið sett af stað
vikuherferð þar sem hverjum sem
er stendur til boða að skila byssu á
lögreglustöðvar borgarinnar og fá
í staðinn tvo miða á leik með 76ers.
Þeir sem skila byssum verða ekki
spurðir neinna spurninga. Þeir fá
bara sína miða og láta sig svo
hverfa.
„Ef við fáum eina byssu teljum
við verkefnið vel heppnað,“ sagði
Billy King, forseti 76ers, en 380
morð voru framin í borginni í
fyrra, sem er það mesta í fimm ár.
44 morð hafa verið framin í borg-
inni á þessu ári, sem er svipað og í
fyrra, og fólki er nóg boðið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
76ers stendur fyrir slíku verkefni
en liðið bauð fatnað fyrir byssur
árið 1999 og safnaði þá 900 byssum
á aðeins þrem dögum.
- hbg
Yfirvöld í Philadelphiu reyna að stemma stigu við hækkandi morðtíðni:
Körfuboltamiðar í stað byssu
ALLEN IVERSON Aðalstjarna 76ers og hefur
verið handtekinn fyrir vopnaburð. Hann
getur skipt út byssunum og fengið miða á
völlinn í staðinn ef hann vill.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Iceland-Express deild kk:
KEFLAVÍK - GRINDAVÍK 109-84
Stig Keflavíkur: A.J. Moey 27, Vlad Boer 14, Arnar
Freyr Jónsson 13, Halldór Halldórsson 12, Magn-
ús gunnarsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 9,
Guðjón Skúlason 6, Gunnar Einarsson 5, Gunn-
ar Stefánsson 5, Elentínus Margeirsson 4, Sverrir
Sverrisson 2.
Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 27, Jeremiah
Johnson 19, Páll Kristinsson 13, Davíð Hermans-
son 10, Nebsab Biberovic 9, Björn Brynjólfsson 5,
Pétur Guðmundsson 1.
ÍR - SKALLAGRÍMUR 85-95
Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 17, Ómar Sævarsson
16 stig.
Stig Skallagríms: George Bird 20, Jovan Zdraveksi
14 stig.
SNÆFELL - NJARÐVÍK 54-51
Stig Snæfells: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 23,
Nate Brown 11, Jón Ólafur Jónsson, 7
Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 16, Friðri Stefánsson 12,
Brenton Birmingham 8
HÖTTUR - FJÖLNIR 89-86
Stig Hattar: Eguene Christopher 29, Milojica Zek-
ovic 22 stig.
Stig Fjölnis: Nemanja Sovic með 29, Grady Reyn-
olds 24
HAMAR/SELFOSS - KR 94-83
Stig Hamar/Selfoss: Clifton Cook 40
Stig KR: Brynjar Björnsson 29
ÞÓR - HAUKAR 92-103
Stig Þórs: Mark Woodhouse 23, Helgi Margeirs-
son 18, Magnús Helgason 16, Mario Miles 10.
Stig Hauka: Sævar Haraldsson 23, Jason Prior 22.
Iceland-Express deild kvk:
HAUKAR - ÍS 72-56
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 24, Megan
Mahoney 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 12.
Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 14, Hanna B. Kjart-
ansdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 10.
Evrópukeppni félagsliða:
MARSEILLE - BOLTON 2-1
0-1 Stelios Giannakopoulos (25.) 1-1 Franck Ribery,
2-1 Tal Ben Haim (Sjálfsmark 68.).
Marseille komst áfram samanlagt 2-1.
MIDDLESBROUGH - STUTTGART 0-1
0-1 Christian Tiffert (13.)
Boro komst áfram á útimarkareglunni 2-2.
HAMBURG - FC THUN 2-0
Hamburg komst áfram samanlagt 2-1.
PALERMO - SLAVIA PRAG 1-0
Palermo komst áfram á útimarkareglunni 2-2.
RAPID BÚKAREST - HERTHA BERLIN 2-0
Rapid Búkarest komst áfram samanlagt 3-
0.
SHAKTAR DONETSK - LILLE 0-0
Lille komst áfram samanlagt 3-2.
STEAUA BÚKERAST - HEERENVEEN 0-1
Steaua komst áfram samanlagt 3-2.
ZENITH - ROSENBORG 2-1
Zenith komst áfram samanlagt 4-1.
ROMA - CLUB BRUGGE 2-1
Roma komst áfram samanlagt 4-2.
LENS - UDINESE 1-0
Udinese komst áfram samanlagt 3-1.
MONACO - BASEL 1-1
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Terje Hauge, dómarinn
sem rak Asier Del Horno út af í
leik Chelsea og Barcelona í Meist-
aradeildinni á miðvikudaginn,
stendur fullkomlega við ákvörð-
unina. Jose Mourinho, stjóri Chel-
sea, var mjög ósáttur við dóminn.
„Það er mikilvægt að sjá atvik-
ið í rauntíma. Þegar þú horfir á
þetta í hægri endursýningu þá er
ekki víst að þú sjáir hvernig hann
(Asier Del Horno) fer inn í tæk-
linguna. Ég sé ekkert eftir dómn-
um,“ sagði Hauge við norska fjöl-
miðla í gær. - hþh
Terje Hauge dómari:
Þetta var rautt
FÓTBOLTI KR beið lægri hlut fyrir
norska liðinu Odd Grenland í gær
en þetta var síðasti leikur liðsins á
æfingamótinu á La Manga. Þarna
mættust liðin sem lentu í neðstu
sætum í sínum riðlum og með tap-
inu lenti KR því í neðsta sæti á
mótinu.
Það var Olof Hvidén-Watson
sem skoraði eina mark leiksins úr
vítaspyrnu undir lok fyrri hálf-
leiksins en KR spilaði með mjög
ungt lið í leiknum.
KR tapaði fyrir rússneska lið-
inu Krylia og norska liðinu Tromsö
í riðlakeppninni en gerði jafntefli
við Brann. - hþh
Æfingamótið á La Manga:
KR hafnaði í
neðsta sæti
MEGAN MAHONEY Var sterk í kvöld og
skoraði 20 stig fyrir Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KÖRFUBOLTI Haukastúlkum tókst að
leggja nýkringda bikarmeistara
ÍS á heimavelli sínum að Ásvöllum
í gær, 72-56. ÍS byrjaði betur en
Haukastúlkur svöruðu með góðum
kafla og komust í 20-9 og höfðu
frumkvæðið lengst af. Þær voru
svo sex stigum yfir í hálfleik og
voru ávallt skrefinu á undan.
Stúdínur komu ákveðnar til
leiks í síðari hálfleik og tókst að
jafna en þá hrundi leikur þeirra
eins og spilaborg, Haukar skoruðu
tólf síðustu stigin í þriðja leikhluta
og gerðu nánast út um leikinn.
Þær héldu síðan forystunni til loka
og unnu að lokum sannfærandi
sextán stiga sigur. - hþh
Iceland-Express deild kvenna:
Haukastúlkur
lögðu Stúdínur
KÖRFUBOLTI Leikurinn í Keflavík í
gær náði aldrei þeim hæðum sem
vonir stóðu til en þarna mættust
liðin sem kepptu til úrslita í bikar-
keppninni um síðustu helgi.
Grindavík mætti til leiks án fjög-
urra lykilmanna – Páls Axels Vil-
bergssonar, Helga Jónasar Guð-
finnssonar, Hjartar Harðarsonar
og Guðlaugar Eyjólfssonar, sem
allir eiga við meiðsli að stríða, og
svo stórt skarð ættu líklega öll lið
landsins erfitt með að fylla. Þar er
Grindavík engin undantekning og
svo fór að heimamenn unnu örugg-
an sigur, 109-84.
„Þetta var þægilegur leikur
fyrir okkur og mér fannst þetta
alltaf vera í okkar hendi,“ sagði
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflavíkur, eftir leikinn. „Þessi
sigur var mikilvægur hluti í því að
tryggja okkur annað sæti deildar-
innar og nú erum við í góðri stöðu
með það,“ bætti hann við.
Í fjarveru þungavigtarmann-
ana fjögurra var vitað að það
kæmi í hlut Jeremiah Johnson að
draga vagninn nánast einsamall
fyrir Grindavík. Það gerði hann
framan af leik og hélt sínu liði inni
í leiknum, en í fyrri hálfleik skor-
aði hann 16 stig, gaf 5 stoðsend-
ingar og stal fjórum boltum. Hann
lenti hins vegar í villuvandræðum
fljótlega í þriðja leikhluta og gat
fyrir vikið ekki beitt sér að fullu
eftir það. „Ég hefði hugsanlega átt
að taka hann út af en það voru fáir
sem geta leyst hann af og ég kaus
að hafa hann áfram inni á til að
halda öryggi í okkar leik. Kannski
voru það mistök,“ sagði Friðrik
Ingi Rúnarsson, þjálfari Grinda-
víkur, eftir leikinn.
Segja má að vendipunkturinn í
leiknum hafi síðan komið á 2. mín-
útu síðari hálfleiks þegar Jeremi-
ah fékk sína fjórðu villu. Í kjölfar-
ið hrundi sjálfstraustið í leik
Jeremiah, og þar með Grindavík-
urliðsins, og heimamenn gengu á
lagið.
Keflavík var ávallt með yfir-
höndina í leiknum og var með níu
stiga forystu, 55-46, þegar gengið
var í búningsklefa í hálfleik. Í
þriðja leikhluta náði liðið sér
hins vegar fyrst almennilega á
strik, komst í 66-50 og síðan 82-65
áður en fjórði og síðasti leikhluti
hófst. Það forskot átti eftir að auk-
ast áður en yfir lauk án þess að
Keflvíkingar þyrftu að hafa sér-
staklega mikið fyrir hlutunum;
orkan né reynslan var einfaldlega
ekki til staðar hjá leikmönnum
Grindavíkur og öruggur sigur
heimamanna, 109-84, því stað-
reynd.
„Það getur verið að það hafi
verið ákveðin lægð í okkar liði
eftir bikarsigurinn um helgina en
fjarvera nokkurra lykilmanna
okkar taldi. Samt sem áður er ég
stoltur af mínum mönnum, sem
sýndu fína baráttu og komust
flestir ágætlega frá leiknum,“
sagði Friðrik Ingi.
Hjá Grindavík var Jeremiah
yfirburðamaður á meðan hann var
ekki of upptekinn við að nöldra í
dómurunum og þá átti Þorleifur
Ólafsson frábæran síðari hálfleik
þar sem hann skoraði 17 stig. Hjá
Keflavík var það sterk liðsheild
sem skóp sigurinn en A.J. Moey
var stigahæstur Keflvíkinga með
26 stig. vignir@frettabladid.is
Keflvíkingar náðu fram
hefndum í Sláturhúsinu
Vængbrotið lið Grindavíkur hafði ekki roð við fullskipuðu liði Keflavíkur
í stórleik Iceland Express-deildarinnar í gærkvöldi. Keflavík náði þar með
fram hefndum frá bikarúrslitunum um síðustu helgi.
A.J MOEY Átti frábæran leik í gær og Grindvíkingar réðu ekkert við Bandaríkjamanninn,
sem skoraði 27 stig í leiknum. Keflvíkingar fóru með öruggan sigur af hólmi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR