Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 12
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvorki gulrót né vöndur Stundum kemur fyrir að greinarþúfa í dagblaði veltir þungu fréttahlassi. Þetta á hins vegar ekki við um nokkrar greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu undanfarnar vikur um skert lífeyriskjör bankamanna og ógnir sem steðja að lífeyrissjóði þeirra. Samt hafa málaferli risið um þau mál sem greinarhöfund- ar fjalla um. Rétt hugsanlegt er að ríkissjóður verði á endanum krafinn um 2,6 milljarða króna vegna handvammar við hlutafélagavæðingu Landsbankans. Kjartan Jóhannesson, forstöðumaður hjá Reiknistofu bankanna, segir til dæmis í grein síðastlið- inn þriðjudag: „Í gassa- ganginum í kring um einkavæðingu Landsbank- ans lítur helst út fyrir að vinstri hönd stjórnvalda hafi lítið vitað hvað sú hægri gerði.“ Kjartan fjallar einmitt um þá deild í Lífeyrissjóði bankamanna sem er við það að fara á hausinn. Vera má að bankamenn hafi samið af sér þegar Landsbankanum var breytt í hlutafélag eins og Kjartan Gunnarsson, þáverandi formaður bankaráðs Landsbankans, gaf í skyn í frétt Fréttablaðsins um þetta mál fyrr á árinu. Það var hvorki gulrót né vöndur í samningum við bankamenn, sagði hann svo hnyttilega. Timburmenn einkavæðingar Sveinbjörn Hafliðason, fyrrverandi aðallögfræðingur Seðlabankans, er einn þeirra sem búa við skert eftirlaun. Hann ritaði í Morgunblaðið 23. febrúar síðastliðinn og taldi það vera kröfu starfsmanna sem hagsmuna eiga að gæta að Davíð Oddssyni, nýjum formanni bankastjórnar Seðlabankans, yrði kynnt tilurð og staða þessara mála án undanbragða. En spyr svo: „Eða er þörf á því? Hann ætti að þekkja málið þar sem einn af hans nánustu samstarfsmönnum, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins þá og nú, fór fremst- ur í flokki til að níða á ódrengilegan hátt af starfsmönnum Seðlabankans og fleirum áunnin réttindi sem ekki virðast njóta réttarverndar hérlendis, samanber niðurstöður dómstóla.“ Og bætir svo við: „Verði sú niðurstaðan að engar bætur fáist má segja að einka- væðingin hafi verið gerð á kostnað okkar starfsmanna...“ Hér er aðeins eftir að nefna að þáverandi formaður bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins eru einn og sami maðurinn. johannh@frettabladid.is Ef ég á að vera alveg heiðarlegur og hreinskilinn (sem ég er stund- um inn á milli), þá fyllist ég aðdáun og gleði þegar einhverjir menn eða konur leyfa sér að rísa upp á móti straumnum og valdinu og bjóða því birginn. Þannig finnst mér það flott hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt i Háskóla Íslands, þegar hann fram- kvæmir sjálfstæða rannsókn á sölu Búnaðarbankans og leggur fram gögn um brotalamir í ferli, sem bæði ríkisstjórn og Ríkisendur- skoðun voru búin að leggja blessun sína yfir. Hann þorir. Með sama hætti hefur Stefán Ólafsson próf- essor við sama skóla neitað að gef- ast upp gagnvart fullyrðingum stjórnvalda, ráðherra og ráðuneyt- is, í deilunni um það hvort skattar lífeyrisþega hafi lækkað eða hækk- að. Stefán hefur raunar afhjúpað útreikninga stjórnvalda og jafnvel maður eins og ég, sem veit aldrei hvort tveir og tveir séu fjórir eða fimm, sé ekki betur en að Stefán hafi rétt fyrir sér. Skattarnir hafa hækkað. Þó er það ekki aðalatriðið, heldur hitt að maðurinn þorir að malda í móinn, þorir að standa á sínu, gegn straumnum, gegn vald- inu. Ég dáist lika af Steingrími joð, þegar hann hneykslast á þeirri „niðurlægingu“ ríkisstjórnarinnar að bugta sig og beygja fyrir ákvarð- anatöku Alcoa, um að álver skuli reist við Húsavík. Þetta gerir Stein- grímur þótt silfurfatið sé fært heim í kjördæmið hans og átthag- ana. Nú er ég reyndar ekki sam- mála Steingrími en ég tek samt ofan hattinn fyrir því hugrekki að standa á meiningu sinni. Þora að vera á móti. Kannske dáist ég að þessum hrópendum í eyðimörkinni, af því að það er einhver Steingrímur í mér sjálfum, sem hefur tilhneig- ingu til að rísa upp og ganga til liðs við andófið og hafa storminn í fang- ið. Mér leiðast jábræður og nyt- samir sakleysingjar. Ég hef ímu- gust á undirgefnum og auðsveipum meðreiðarsveinum. Sem er senni- lega ástæðan fyrir því að mér hefur tekist að skipta um flokk og skipta um skoðanir og taka koll- steypur í lífinu. Maður er alltaf að reka sig á fólk og hagsmuni, reka frá sér viðhlæjendur og svokallaða vini, með því einu að vera á móti, vera hornóttur og öðruvísi og það er engum um að kenna, nema manni sjálfum. Og þessari sér- viskulegu afstöðu að jánka ekki alltaf síðasta ræðumanni. En hvernig væri umhorfs í þjóð- félaginu, ef allir væru eins? Ef allir lægju flatir fyrir hinum pólitíska rétttrúnaði, já ef þjóðfélagið væri sífellt sammála síðasta ræðu- manni? Ef enginn nennti eða þyrði að láta sig varða almannahags- muni? Það var enginn sem bað Vil- hjálm um að hefja sjálfstæða rann- sókn á Búnaðarbankamálinu og hafa sínar efasemdir. Það var ekk- ert sem rak Stefán Ólafsson til að stíga upp úr þægilegum prófessor- stól sínum og rengja útreikninga hins háæruverðuga fjármálaráðu- neytis. Af sama meiði er þessi persónu- gervingur Ágústu Evu sem heitir Sylvía Nótt. Víst er hún búin að skandalisera og ganga fram af bæði mér og öðrum, en ég hef samt lúmskt gaman af þessari stelpu, vegna þess að hún er öðrum þræði og aðallega að storka samfélaginu og draga upp þá hégómlegu mynd af samtímanum, sem snýst um útlit, frægð og gerviþarfir. Þetta gervi hennar er ýkt sýn af tísku og tildri, skrumskæling á samfélag- inu og eftir höfðinu dansa limirnir, akkúrat eins og maður upplifir þennan þunga straum værukærðar og múgsefjunar allt um kring á öðrum vettvangi. Allir eins, allir í takt, allir í sama hjáróma kórnum. Til hamingju Ísland. Þið veljið mig. En mitt í þessari taktföstu skrúðgöngu er ég sem sagt að benda á og tala um sérvitringana, öfuguggana, sem stundum eru þverhausar, sem stundum eru utan við sína samtíð, en eru samt nauð- synlegir fyrir það eitt að vera á öndverðum meiði, fyrir að ganga ekki í takt og þora að vera á móti. Hugrekki segir einn, fífldirfska segir annar. En hvað sem það er kallað og hver svo sem tilgangur- inn og málstaðurinn er, þá hefur þetta fólk alla mína samúð og virð- ingu, því án þvergirðinga og sjálf- stæðrar hugsunar er engin fram- þróun, engin umræða og ekkert viðnám gegn valdi og yfirgangi og það kæmi að því að hin útvalda hirð, sendiboðar rétttrúnaðarins, hrópuðu til lýðsins og þegnanna, rétt eins og Sylvía: til hamingju Ísland, þið veljið mig. Og undirtektirnar eru sýnilegar í litlum tuttugu þúsund Sylvíum á öskudegi! Til hamingju Ísland, þið veljið mig Banaslys á Sæbrautinni Nítján ára stúlka lést eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór út af akbrautinni og lenti á þremur ljósastaurum. Annar lést en hinn slasaðist alvarlega Annar mannanna tveggja sem voru í jeppa sem féll niður í sprungu á Hofsjökli var látinn þegar björgunarmenn komu að. Hinn maðurinn er alvar- lega slasaður. Annar mannanna látinn Banaslysin settu sitt mark á vikuna. Fyrstu fréttir af banaslysinu á Hofsjökli vöktu athygli lesenda Vísis. Maður og geit í það heilaga Maður í Súdan neyðist til að kvænast geit. Maðurinn var í ást- aratlotum við geitina þegar eigandinn hennar kom að honum. Sá krafðist þess að maðurinn gengi að eiga geitina og samþykkti bæjarráðið kröfuna. Jeppi féll í sprungu Jeppi féll niður í djúpa sprungu á Hásteinum á austanverðum Hofs- jökli. Þyrlur frá Varnarliðinu og danska varð- skipinu Triton voru sendar á slysstað. Banaslys í Garðabæ Fimmtán ára gömul stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir bíl á Bæjarbraut í Garðabæ 15. febrúar. Íslendingur í bresku fangelsi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi í Burnley í Englandi, en hann var handtekinn í síðustu viku á hótelherbergi, þar sem 14 ára bresk stúlka var með honum. Fá ekki að eyða saman síðustu æviárunum Eldri hjón í Hveragerði geta ekki eytt síðustu æviárunum saman þar sem annað þeirra er hressara en hitt. Súkkulaðiát hollt Ný bandarísk rannsókn bendir afdráttarlaust til þess að súkkulaðiát sé hin hollasta iðja. Sorg á Akureyri Ungu mennirnir tveir úr Eyjafirði, sem voru í för með mönnunum sem hröpuðu niður í jökulsprungu á Hofsjökli um helgina með þeim afleiðingum að annar lést, eru miður sín eftir atburðina. MEST LESNU FRÉTTIRNAR Á VÍSI 1 2 3 4 5 7 8 9 10 6 Í DAG HRÓPENDUR Í EYÐIMÖRKINNI ELLERT B. SCHRAM Mér leiðast jábræður og nytsamir sakleysingjar. Ég hef ímugust á undirgefnum og auðsveipum meðreiðarsvein- um. Sem er sennilega ástæðan fyrir því að mér hefur tekist að skipta um flokk og skipta um skoðanir og taka kollsteypur í lífinu. Indland hefur töluvert verið í sviðsljósinu hér undanfarna daga, einkum af tveimur ástæðum. Íslendingar hafa opnað þar sendiráð og var tími til kominn að það yrði gert. Í annan stað hafa heimsmiðlarnir mjög beint sjónum sínum að Ind- landi vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta þang- að og þá ekki síst vegna samningsins um kjarnorkumál sem forsetinn undirritaði ásamt forsætisráðherra Indlands á fimmtudag. Þetta er talinn tímamótasamningur, en eftir að hann var undirritaður hafa víða heyrst efasemdarraddir um hann, ekki aðeins í nágrannaríkjunum Pakistan og Kína heldur víða um heim í fjölmiðlum og hjá stjórnmálamönnum. Indland er annað fjölmennasta ríki heims með rösklega 1,1 milljarð íbúa og kemur þar fast á hæla Kína. Fyrir löngu var orðið tímabært fyrir okkur Íslendinga að opna þar sendiráð, hvað sem hver segir um útþenslu utanríkisþjónustunnar. Það er auðvitað alltaf matsatriði fyrir okkur Íslendinga sem fámenna þjóð hvar við eigum að hafa sendiráð með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. En hvar eigum við að hafa sendiráð ef ekki í fjölmennustu ríkjum heims eins og Kína og Indlandi? Í þessum tveimur löndum telja margir að felist einhver mestu tækifæri framtíðarinnar á sviði viðskipta. Þótt þessi lönd eigi það sameiginlegt að vera mjög fjölmenn og þar sé mikill efna- hagslegur uppgangur er annað sem skilur þau að fyrir utan tungumál, trúmál og fleira, en það er stjórnskipulagið. Í Ind- landi er töluvert löng lýðræðishefð, allt frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947, og þar eru samsteypustjórnir eiginlega regla. Í Kína er þessum málum öðruvísi farið sem kunnugt er. Heimsókn forseta Indlands hingað til lands á síðsta ári markaði tímamót í samskiptum landanna og það vakti athygli víða að forsetinn skyldi leggja leið sína hingað með sínu mikla föruneyti. Þar með var Indlandsforseti að endurgjalda heim- sókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Indlands á sínum tíma og báðar þessar heimsóknir má rekja til tengsla forseta Íslands við Indland. Ísensk fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl á Indlandi. Dæmi um það er lyfjafyrirtækið Actavis sem í vikunni opnaði nýja starfsstöð í Bangalore og Sæplast sem rekur verksmiðju í landinu. Aðeins þessi tvö fyrirtæki hafa mörg hundruð manns í þjónustu sinni og er þess að vænta að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið í ýmsum greinum. Sturla Sigurjónsson sendiherra og hans fólk fá nú það hlutverk að þróa og bæta samband land- anna eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra og staðgengill utanríkisráðherra, opnaði sendiráð Íslands á Indlandi. Jafnframt því sem við höfum opnað sendi- ráð þar hljótum við að gera þá kröfu til Indverja að þeir opni sendiráð hér til að jafnræði ríki milli landanna í þeim efnum eins og venjan er í samskiptum landa. Þótt mikil tækifæri séu fyrir hendi á Indlandi má þó segja að þar mætist tveir heimar - aldagamlir siðir og tækniveröldin. Í sumum héruðum er fátækt á Indlandi og Hjálparstofnun kirkjunnar hér hefur haldið uppi hjálparstarfi þar um árabil og stuðlað að menntun og uppeldi barna. Við fjölfarnar umferðaræðar í stórborgum landsins má stundum sjá kýr á beit á umferðareyjum við hlið glæsibifreiða og má segja að þar sé komið eitt af því sem einkenni landið í augum Vestur- landabúa. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Íslendingar hasla sér völl meðal Indverja. Indland – Ísland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.