Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 16

Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 16
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR Eyjólfur Sverrisson þreytti frum- raun sína með íslenska landsliðið í knattspyrnu í vikunni. Undir stjórn Eyjólfs í fyrsta sinn beið íslenska liðið lægri hlut fyrir Trínidad og Tóbagó í leik sem fram fór í London en fram undan er undankeppni fyrir EM þar sem Ísland er í gríðarlega öflugum riðli. Fær Eyjólf- ur það hlutverk að laða fram það besta í leikmönn- um liðsins í þeirri keppni. Eyjólfur G. Sverrisson fædd- ist 3. ágúst árið 1968 á Sauðár- króki og sleit þar barnsskónum. Hann vakti snemma athygli fyrir afburða- íþróttahæfileika og á sínum yngri árum var Eyjólf- ur mikill afreks- maður í nánast öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mjög góður sundmað- ur og setti fjölda meta í frjálsum íþróttum auk þess sem miklir hæfileikar í flestum boltaí- þróttum voru honum í blóð bornir. Mestur var áhuginn á fót- bolta og körfu- bolta og var Eyj- ólfi einkum spáð glæstum frama í síðarnefndu íþróttinni. Strax á táningsaldri var Eyjólfur far- inn að spila með meistaraflokki Tindastóls, á sumrin í fótbolta og á veturna í körfubolta, en hann þótti mjög þroskaður miðað við aldur og með skrokk á við fullvaxta karlmann. Hann þótti gríðarlega efnilegur í báðum íþróttunum og í kringum tvítugt var hann fastamaður í u-21 árs landsliðum Íslands í þeim báðum. Haustið 1989 spilaði Eyjólfur unglingalandsleik sem átti eftir að breyta lífi hans. Það var í fótbolt- anum, gegn Finnum á Akureyrar- velli, og skoraði Eyjólfur öll mörk- in í 4-0 sigri Íslands. Útsendarar frá Stuttgart sáu til hans og skömmu síðar hafði Eyjólfur skrifað undir samning við þýska stórliðið. 21 árs gamall hóf Eyjólfur atvinnumannaferilinn sem átti eftir að spanna næstum fjórtán ár. Hann varð meistari með Stuttgart árið 1992 en fór til Besiktas í Tyrk- landi veturinn 94-95 þar sem hann varð einnig meistari. Haustið 1995 hélt Eyjólfur aftur til Þýskalands, nánar tiltekið til höfuðborgarinn- ar Berlínar, þar sem hann átti eftir að leika stórt hluverki í einhverri ævintýralegustu uppbyggingu félagsliðs í fótbolta á síðari árum. Hertha Berlin lék í 2. deildinni þegar félagið fékk Eyjólf til sín en aðeins fjórum árum síðar sigraði liðið AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Sem knattspyrnumaður naut Eyjólfur ávallt gríðarlegrar virð- ingar, af samherjum sínum, þjálf- urum og fjölmiðlum um alla Evr- ópu. Kunnugir segja að það sé ekki síst vegna þess að Eyjólfur hafi ávallt borið af sér góðan þokka, hann sé kurteis og lunkinn í mann- legum samskiptum. Kannski einum of segja sumir, en frægt er orðið þegar Eyjólfur var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn í Berlín á sínum tíma. Eyjólfur lagði takkaskóna á hilluna árið 2003 og til marks um hversu vel hann var liðinn í Berlín ákváðu forráðamenn Herthu að halda kveðjuleik honum til heiðurs. Hann fór fram hinn 27. júlí árið 2003 fyrir framan 35 þúsund áhorfendur og batt formlega enda á feril Eyjólfs, án þess að hann spilaði nokkru sinni í efstu deild á Íslandi. Farsælar ákvarðanir einkenndu leikmannaferil Eyjólfs. Nánast alltaf hefur hann verið byrjunar- liðsmaður í sínum liðum og alltaf náði hann að finna sinn stað í öllum liðum. Fjölhæfni hans sem leik- maður hafði þar mikið að segja en auðvitað spilaði heppni einnig stóra rullu - sem dæmi má nefna slapp Eyjólfur lygilega vel við alvarleg meiðsli. „Eyjólfur er farsæll að eðlis- fari og virðist allt- af taka réttar ákvarðanir,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Það er tekið mark á Eyjólfi þegar hann tekur til máls og var það ekki síst þess vegna sem honum var treyst fyrir því ábyrgðarhlutverki að stjórna A-lands- liðinu í fótbolta þrátt fyrir að búa yfir afar takmark- aðri reynslu sem þjálfari. Landsliðs- ferill Eyjólfs er einn af þeim glæsi- legri í sögunni; hann lék 66 lands- leiki og skoraði í þeim tíu mörk auk þess sem hann bar fyrirliðabandið alls nítján sinnum. Utan vallar er Eyjólfur mikill fjölskyldumaður. Hann er harðgift- ur Önnu Pálu Gísladóttur, sem hann kynntist á sínum tíma á Sauð- árkróki, og saman eiga þau tvo syni, sex og fimmtán ára gamla. Eyjólf- ur er mikill veiði- maður og þykir fátt betra en að fá útrás með annað hvort veiðistöng- ina eða riffilinn að vopni. Hann er orðinn vel liðtækur kylfingur á stuttum tíma og þá hefur áhugi hans á hestamennsku farið sívax- andi með hverju árinu sem líður. Þegar Eyjólfur fær þörf fyrir að komast út fyrir hasarinn í höfuð- borginni finnst honum fátt betra en að fara norður á heimaslóðir og sinna þessum áhugamálum sínum. Þeir sem ólust upp með Eyjólfi voru ávallt sannfærðir um að hann myndi ná langt í því sem hann tæki sér fyrir hendur, ekki síst vegna óbilandi metnaðar hans og þess hugarfars sem hann hefur tamið sér í gegnum tíðina. Þeir sömu segja að þjálfarastarfið ætti ekki að vera nein undantekning þar - Eyjólfur sé, og verði líklega alltaf, einfaldlega góður í öllu sem hann taki sér fyrir hendur. MAÐUR VIKUNNAR Farsæll að eðlisfari EYJÓLFUR SVERRISSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í FÓTBOLTA AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag? með DAGBLAÐIÐ VÍSIR 54. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Helgarblað RAUTT EÐAL GINSENGSkerpir athygli - eykur þol1. Meiri virkni.2. Mun meiri andoxunarefni.3. Minni líkur á aukaverkunum.4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. Virka m.a. gegn:Einbeitingarskorti, streitu,þreytu og afkastarýrnunEinnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR í viðtali við Önnu Kristine segir söguna alla Fæddist blinduren dreymir um að fljúga eins og pabbi Ný íslensk spennumynd verður til KÖLD SLÓÐ Heldur upp á indverskan mat Leikkona slasaðist við tökur Bls. 4 Bls. 20–21 Bls. 42 Bls. 52 Bls. 32–34 DRAUMAR ERU AF HINU GÓÐA Kjólar og gleraugu í sumar litli Már FELIX BERGSSON D V- M yn d H ar i ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR segir söguna alla í viðtali við Önnu Kristine helgar augl 3.3.2006 20:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.