Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 24
4. mars 2006 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
LEONARD WARREN (1911-1983)
LÉST ÞENNAN DAG
„Baritónar eru fæddir
þorparar í óperunni.“
Leonard Warren var frægur
bandarískur baritón sem lést á
hræðilegan hátt á sviði þennan dag
árið 1983.
Á þessum degi árið 1987 setti
Happdrætti Háskóla Íslands
happaþrennuna sína á markað.
Fyrstu happaþrennurnar var
hægt að fá fyrir fimmtíu krónur
íslenskar og hæsti mögulegi
vinningur á hverja þrennu nam
hálfri milljón króna. Lægsti vinn-
ingur var aftur á móti fimmtíu
krónur, akkúrat nóg til að freista
gæfunnar á ný. Happaþrennan
kynnti skemmtilega nýjung í
happdrættum hér á landi og
hennar helsti kostur að spilarinn
þurfti ekki lengur að bíða eftir
drættinum til að vita hvort
vinningur leyndist á miðanum.
Einnig bauð happaþrennan
upp á skemmtilegan leik fyrir
einungis fimmtíu kall þar sem
börn jafnt og fullorðnir hafa enn
gaman af því að skafa. Happa-
þrennan lifir enn góðu lífi meðal
Íslendinga en er nú til í miklu
fleiri útgáfum en upphaflega
þrennan, bæði í nýtískulegri
búningi og með möguleika á
hærri vinningum. Hún hefur
undanfarin nítján ár oft verið
notuð sem gjöf og hefur til
dæmis verið tíður gestur í skóm
barna þegar líður að jólum.
Eins og af öðrum miðum
Happdrætti Háskóla Íslands
rennur hagnaður af happa-
þrennunum til Háskóla Íslands
og hefur hann verið notaður til
að fjármagna flestar byggingar
og framkvæmdir á háskóla-
svæðinu.
ÞETTA GERÐIST > 4. MARS 1987
Fimmtíukall fyrir þrennu
MERKISATBURÐIR
1936 Þýska loftfarið Hindenburg
fer í sína fyrstu ferð.
1964 Fimm íslenskar hljómsveitir
leika í Háskólabíói og hafa
tónleikarnir verið taldir
fyrstu bítlatónleikarnir á
Íslandi. Hljómar vekja mikla
hrifningu.
1971 Uppstoppaður geirfugl er
sleginn Íslendingum á upp-
boði í London en safnað
var fyrir honum um allt
land áður en uppboðið fór
fram. Hann er nú geymdur
á Náttúrufræðistofnun.
1975 Meistari þöglu kvikmynda,
Charlie Chaplin, er sæmdur
riddaranafnbót í athöfn í
Buckinghamhöllinni.
1983 Menningarmiðstöðin
Gerðuberg í Breiðholti í
Reykjavík er tekin í notkun.
Þökkum innilega samhug og hlýju í
veikindum og við andlát elskulegrar móður,
tengdamóður og ömmu
Aðalheiðar V.
Steingrímsdóttur
Hjallahlíð 4, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 21A á
Landspítalanum og Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur öll.
Steingrímur Bjarnason Jóhanna H. Guðmundsdóttir
Gunnlaugur I. Bjarnason Ásta Guðjónsdóttir
Eyþór Már Bjarnason Katrín B. Baldvinsdóttir
og barnabörn. Afmæli
90 ára
Konráð Sæmundsson
verður 90 ára 6. mars. Af því
tilefni tekur hann á móti
gestum kl. 15-17 hinn
5. mars í samkomusal
Gullsmára 13, Kópavogi.
Engin lognmolla verður í
kringum Pétur Gaut Svavars-
son myndlistarmann í dag.
Ásamt því að halda upp á að
hafa lifað í fjörutíu ár opnar
hann sýningu í Hafnarborg.
„Þetta er fyrsta stóra sýn-
ingin mín í nokkur ár. Ég
sýndi hérna síðast fyrir sex
árum, einmitt á afmælisdag-
inn líka,“ segir hann. Tilvilj-
unin ein réð tímasetningunni
árið 2000 en í ár valdi Pétur
Gautur opnunardaginn með
fertugsafmælið í huga, enda
ekki alltaf sem stórafmæli
ber upp á laugardag.
„Ég bæði lít aftur á bak og
fram á veg,“ segir Pétur
Gautur um tímamótin. Hann
segist meðal annars vera í
fyrsta sinn með veglega sýn-
ingaskrá þar sem hann lítur
yfir feril sinn. „Hugmyndin
var að gera svona „best of“
frá fyrri sýningum, alveg frá
1993 þegar fyrsta myndlist-
arsýningin mín var haldin
hér í Hafnarfirði,“ segir
hann. Verkefnið vakti upp
sterkar minningar hjá Pétri
Gaut sem hafði mikla ánægju
af því að líta um öxl og gera
upp fortíðina. „Það hefur
verið gaman að leita uppi
gömlu myndirnar og sjá þær
aftur með tilliti til þess hvað
maður var að gera og hvernig
maður hefur þróast.“
Aðspurður um hvort sýn-
ingaropnanir verði nú dag-
legt brauð á stórafmælum
segir Pétur Gautur að hann
ætli sér nú að halda oftar
sýningar en á tíu ára fresti.
„Ég reyni að vera með sýn-
ingar á hverju ári en það er
orðið dálítið erfitt núna,“
segir hann og kennir sýning-
arstefnunni hér á landi um.
„Fólk er bara valið eins og í
stóru fínu söfnunum úti í
heimi, sem er dálítið öfug-
snúið,“ bætir hann við. Hann
ætlar þó aðeins að slaka á í
náinni framtíð enda undir-
búningurinn fyrir sýninguna
búin að vera dálítil törn. „Ég
ætla að taka mér smá pásu
núna og vera með fjölskyld-
unni og börnunum.“
Hvíldin er þó ekki hafin
enn enda afmælisdagurinn
ekki liðinn. Fleira skemmti-
legt er líka að gerast í dag
því svo heppilega vill til að
verkið Pétur Gautur er ein-
mitt frumsýnt í Þjóðleikhús-
inu í kvöld. „Ég er afskap-
lega ánægður og hrærður að
Þjóðleikhúsið skyldi frum-
sýna Pétur Gaut á afmælinu
og mér þar með sýndur þessi
heiður,“ segir hann, hlær
dátt og bætir svo við að
reyndar hafi gleymst að
bjóða honum á sýninguna.
Tilviljunin sé engu að síður
stórskemmtileg enda sé hann
skírður í höfuðið á söguhetj-
unni.
Þegar hann er spurður
hvort kvöldinu verði þá eytt í
Þjóðleikhúsinu segist hann
hafa annað á dagskrá. „Dag-
urinn verður tekinn undir
sýninguna og síðan ætla ég
að skemmta mér með vinum
og fjölskyldu í afmælisveislu
um kvöldið,“ segir hann og
bætir við: „Pétur Gautur fær
að bíða betri tíma.“
PÉTUR GAUTUR SVAVARSSON: FERTUGUR Í DAG
Heldur upp á afmælið
með sýningaropnun
Í MÖRGU AÐ SNÚAST Pétur Gautur Svavarsson opnar sýningu á afmælisdaginn sinn en ætlar að láta nafna sinn í Þjóðleikhúsinu bíða betri tíma, þrátt fyrir
að frumsýninguna beri upp á afmælisdaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Í gær hófst raunvísindaþing
2006 í Öskju, Náttúrufræði-
húsi Háskóla Íslands, og
heldur þingið áfram í dag.
Fimmtíu erindi eru á dag-
skrá og hundrað og þrjátíu
veggspjöld verða til sýnis.
Erindin og veggspjaldakynn-
ingarnar hefjast klukkan níu
og lýkur formlegri dagskrá
klukkan 16.15.
Dagskrá dagskrá raunvís-
indaþings 2006 er að finna á
heimasíðu Háskóla Íslands,
hi.is, en þingið er öllum opið.
Nýtt í vísindum
ASKJA
ANDLÁT
Þorgerður S. Einarsdóttir, frá
Hlíðarenda á Ísafirði, lést á heimili
sínu, Hrísmóum 1, Garðabæ,
miðvikudaginn 1. mars.
Bjarni Þorsteinsson, fv. mat-
sveinn og leigubílstjóri, lést 15.
febrúar.
Dagbjört Á. Siemsen, Skaftahlíð
34, Reykjavík, lést á Landspítalan-
um við Hringbraut þriðjudaginn
28. febrúar.
Herdís Björnsdóttir, Varmalæk í
Skagafirði, lést sunnudaginn 26.
febrúar.
Ragnar Kr. Karlsson, læknir, lést
miðvikudaginn 1. mars.
Álfrún Edda Sæm Ágústsdóttir
lést á Landspítala - háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut mánudaginn
20. febrúar.
JARÐARFARIR
13.00 Þorvaldur Óskarsson, frá
Kaldárhöfða, Mánagötu 3,
Grindavík, verður jarðsung-
inn frá Grindavíkurkirkju.
13.30 Ómar Steindórsson, Ægis-
síðu 15, Grenivík, verður
jarðsunginn frá Grenivíkur-
kirkju.
13.30 Jón Kristinn Stefánsson,
bóndi, Munkaþverá,
Eyjafjarðarsveit, verður
jarðsunginn frá Munka-
þverárkirkju.
14.00 Þorbjörg Sveinbjarnar-
dóttir, Huppahlíð, Miðfirði,
verður jarðsungin frá Staðar-
bakkakirkju, Miðfirði.
14.00 Olgeir Sigurgeirsson, fv.
útgerðarmaður, Skálabrekku
5, Húsavík, verður jarðsung-
inn frá Húsavíkurkirkju.
Móðir mín og amma
Guðrún Sveinsdóttir
áður til heimilis að Hamraborg 18 og
Þönglaskála Skagafirði,
lést 2. mars á hjúkrunarheimilinu Grund.
Fyrir hönd aðstandenda
Eysteinn Jónsson
Edda Þorleifsdóttir
AFMÆLI
Þorfinnur Guðnason
kvikmyndagerðar-
maður er 47 ára.
Árni Snævarr blaða-
maður er 44 ára.
Friðrik Erlingsson
rithöfundur er 44 ára.
Ottó Davíð Tynes
auglýsingagerðar-
maður er 36 ára.