Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 28
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR28 SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR Forsvarsmaður samtakanna Blátt áfram sem vinna að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Að beita börn kynferðisofbeldi er sálarmorð því að um leið og brotið er gegn þeim breytist líf þeirra algerlega. Ofbeldið breytir sálinni og tilfinningunum og brýtur niður sjálfsímyndina. Sé brotið endurtekið verða afleiðingarnar verri og verri. Allir vírarnir kippast í sundur og vaxa vitlaust saman,“ segir Sig- ríður. Samtökin ætla að halda áfram á þeirri braut sem þau hafa fetað með auglýsingaherferðinni Rjúf- um þögnina og fræddu barnið þitt – það er þín ábyrgð. Auglýsingaherferðin hefur fengið mikla athygli. Sigríður segir foreldra hringja og þakka þeim fyrir framtakið: „Við höfum einnig fengið ábendingar um að börn sjái auglýsingarnar. Foreldrar fá spurningar frá börnunum sem gefur þeim tækifæri til að ræða málin strax.“ Sigríður segir fræðslu um kynferðisofbeldi á heimilum og meðvitund um það oft þurfa að koma utan frá: „Foreldrar eru ekki á varðbergi ef þeir vita ekki í hvernig aðstæðum svona ofbeldi verður til og ræða það því ekki við börnin.“ Sigríður segir að þrátt fyrir að börn hafi ekki upp- lifað kynferðisofbeldi skilji þau umræðuna vel. „Þú ræðir samt ekki eins við öll börn heldur tekur tillit til þroska þeirra. Börnin í auglýsingunni voru til dæmis uppfrædd um málefnið og fannst það koma þeim vel,“ segir Sigríður og bætir við: „Svo sannnarlega hefði það hjálpað mér hefði ég verið frædd á mínum yngri árum um að ég mætti segja nei og að ég mætti setja fólki mörk inni á heimili mínu og utan þess.“ Sigríður var ásamt systur sinni misnotuð af fóstur- föður þeirra sem barn. Hún þakkar Önnu Margréti Sigurðardóttur hjá Hvíta húsinu og Guðjóni hjá Spark fyrir hjálpina við herferðina. Þau hafi hannað hana og gefið afrakstur vinnu sinnar. Þær systur halda ótrauðar áfram. Sigríður er í fullu starfi hjá samtökunum; vinnur við fræðslu, heldur fyrirlestra og kemur brúðuleikhúsinu, sem fræðir börnin, á framfæri. Svava er flutt til Banda- ríkjanna og leitar að meira efni sem þær geta notað í baráttu sinni og hyggst setja starfsemina á stokk þar. „Við reynum ekki að finna upp hjólið. Við reynum að finna efni sem við vitum að virkar og höldum starf- inu áfram.“ Auk þess að halda áfram með auglýsingaherferð- ina verða næstu skref samtakanna að skipuleggja ráðstefnu sem haldin verður í maí þar sem einblínt verður á gerendurna. Sigríður segir að skylda þurfi þá í meðferðir svo þeir fremji ekki fleiri brot eftir afplánun kynferðisdóma. Vírar sálarinnar tengdir á réttan hátt Allt frá því Toshiki kom upp athvarfi fyrir bágstaddar útlendar konur í miðborg Tókýó, þegar hann hafði nýlokið prestanámi, hefur samfélagsleg fórnfýsi einkennt mikilvægt framlag hans til mann- lífsins. Óeigingjarnt starf hans hefur hjálpað útlendingum á Íslandi, sem margir hverjir koma úr gjörólíkum menningarheimi, að fóta sig hér á landi. „Ég hef alltaf trúað því að fólk eigi að hafa rétt til þess að skapa sér lífsmynstur og aðstæður, óháð því hvar í heimin- um það lifir. Hér á Íslandi hefur margt breyst til batnaðar síðan ég hóf að starfa hér á landi árið 1993. Sérstaklega hefur viðhorf Íslend- inga til tungumáls innflytjenda breyst, því hér áður fyrr var miklu Umburðarlyndi að leiðarljósi Forma, samtök átrösk- unarsjúklinga á Íslandi, fengu Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins og hlutu styrk upp á eina milljón króna. Þær Alma Dröfn Geirdal og Edda Ýrr Einars- dóttir eru krafturinn bak við Forma og segja þær verðlaunin ómet- anlega hjálp í málefna- baráttu sinni. Í sófahorninu á Kaffi Sólon tóku Alma Dröfn Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir á móti blaðamanni með breiðu brosi. Tveggja barna móðir og sálfræðinemi í fullu námi, 26 og 23 ára, ungar konur með stóra drauma og háleit mark- mið. Báðar háðu harða baráttu við átröskun og nú heyja þær bar- áttuna við sjúkdóminn fyrir aðra. Forma, samtök átröskunarsjúk- linga á Íslandi, voru stofnuð í apríl 2005 og á þeim stutta tíma sem samtökin hafa verið starf- andi hafa Alma og Edda náð mörgum af þeim markmiðum sem þær upphaflega settu sér. „Við Edda hittumst fyrst fyrir rúmu ári eftir að ég las blaðavið- tal við hana þar sem hún sagði sína sögu af sjúkdómnum og þeirri sýn sem hún hafði á barátt- una gegn honum,“ segir Alma. „Ég gerðist bara kræf og setti mig í samband við Eddu og út frá sameiginlegum skoðunum og draumum, varðandi sjúkdóminn, varð Forma til.“ Stelpurnar sameinuðu krafta sína og héldu af stað í baráttuna með eljuna eina að vopni. „Við ákváðum einfaldlega að byrja strax og byrja einhvers staðar og byggja svo á því,“ segir Edda. „Við höfðum enga hugmynd um hvað við vorum að gera til að byrja með en við vissum hvað við vildum og sóttumst eftir því.“ Fljótlega eftir að samtökin voru stofnuð fóru stúlkurnar af stað með fjölbreytt starf í formi hóp- funda fyrir sjúklinga og aðstand- endur, ráðgjafaþjónustu ásamt því að halda málþing undir yfir- skriftinni Ímynd 2005, sem nú verður árlegur viðburður. Alma og Edda segja Samfélags- verðlaunin ómetanlega viður- kenningu á starfi þeirra og því málefni sem þær berjast fyrir. „Fyrir okkur er þetta stærsta við- urkenning sem við mögulega gátum fengið. Þetta er viðurkenn- ing á málefninu og starfsemi sam- takanna og er okkur ómetanleg sérstaklega þar sem viðurkenn- ingin kemur frá samfélaginu. Nú erum við loksins orðnar sýnilegar og rödd okkar orðin hávær í sam- félaginu,“ segir Alma og Edda er sammála. „Þetta er miklu meira en milljón króna virði. Þetta er vítamínsprauta í æð og eflir okkur til að gefa okkur hundrað prósent í þau verkefni sem við tökumst á við,“ segir Edda. Alma og Edda vilja nýta verð- launin til að efla starf samtak- anna enn frekar. Þeirra stærsta markmið er þó að opna meðferð- arheimili á Íslandi og hafa þær farið í rannsóknarferðir til Dan- merkur til að kynna sér hvaða meðferðarúrræði eru þar fyrir hendi. „Okkar helsta vandamál í dag er að við erum húsnæðislaus- ar og getum ekki hýst starfsem- ina. Við höfum verið að halda fundina heima hjá okkur eða á Verðlaunin eru meira en milljón kró na virði Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur eytt sinni starfsævi í það að aðstoða fólk til betra lífs. Toshiki var heiðraður fyrir starf sitt gegn fordómum þegar Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins voru afhent. „Að beita börn kynferðisofbeldi er sálar- morð því að um leið og brotið er gegn þeim breytist líf þeirra algerlega. Ofbeldið breyt- ir sálinni og tilfinningunum og brýtur niður sjálfsímyndina. Sé brotið endurtekið verða afleiðingarnar verri og verri. Allir vírarnir kippast í sundur og vaxa vitlaust saman.“ „Fyrir okkur þýðir viðurkenningin að fólk vill viðbrögð við kynferðisofbeldi og að við erum að gera rétt,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sem ásamt systur sinni Svövu stofnaði samtökin Blátt áfram. Samtökin vinna að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þau hlutu samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins fyrir framlag til æskulýðsmála. VÍTAMÍNSPRAUTA Í ÆÐ Alma Dröfn Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir eru aflið sem drífur áfram Forma, samtök átröskun- arsjúklinga á Íslandi. Þær segja Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins ómetanlega viðurkenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.