Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 38

Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 38
LAUGARDAGUR 4. mars 2006 7 Gríptu með þér góða kvikmynd -og horfðu þegar þér hentar 48DVD fæst á bensínstöðvum Olís, í Hagkaup og 10-11 Nú getur þú leigt þér kvikmynd um leið og þú tekur bensín eða kaupir í matinn og horft á hana þegar þér hentar. 48DVD diskinn er hægt að spila í 48 tíma eftir að sýning hefst. Eftir það er leigutími kvikmyndarinnar útrunninn og diskurinn er ónýtur. -og þú þarft ekki að skila henni Egill Árnason í Ármúla er með til sölu sérlega skemmtilegt niðurfall sem kallast Easy Drain. Easy Drain niðurfallið er úr ryð- fríu stáli og er innfellt í gólf á bað- herbergjum. Easy Drain niðurfall- ið hefur yfir sér fallegan einfaldleika og hentar sérstaklega vel inni á baðherbergi þar sem sturtubotninn er ekki uppsteyptur heldur er sturtan í samfelldri línu við gólfið. Nið- urfallið má leggja sam- síða flísun- um og verð- ur enginn hæðarmunur þar á og því kemst niðurfallið auðveldlega undir sturtuhurð sem nemur við gólf og hindrar þannig að vatn flæði um allt. Easy Drain fæst í mörgum stærð- um, með misumandi áferðum og er auðvelt í þrifum. Nánari upp- lýsingar fást hjá Agli Árnasyni í Ármúla. Easy Drain til bjargar Easy Drain kemur í mörgum stærðum og er auðvelt að fella niðurfallið að gólfflísum svo lítið fari fyrir því. Easy Drain niðurfallið hentar vel inni á baðhergi þar sem sturtubotninn er ekki uppsteyptur. Matarsódi virkar vel til að útrýma vondri lykt. Ef gæludýrið þitt hefur gert þarfir sínar á teppið er nóg að setja eina matskeið af matarsóda á blettinn, láta liggja í sólarhring og ryksuga svo upp. Ef vond lykt er í ruslaskápnum er nóg að strá matarsóda í smá af uppþvotta- legi og skrúbba skápinn upp úr blöndunni með hörðum bursta. Margir kannast við ógeðslegu lyktina sem blossar stund- um upp í ísskápnum. Aftur kemur matarsódinn til bjargar því að nóg er að setja hann í opið ílát og setja inn í ísskáp í nokkra stund. Svo er hægt að hreinsa niðurfallið í vaskinum um leið með því að sturta matar- sódanum í vaskinn í staðinn fyrir í ruslatunnuna. Matarsódinn virkar ekki bara vel til að útrýma óþef heldur er líka hægt að nota hann til að fægja silfrið. Setið matarsóda í vatn í potti. Leggið svo álpappír í botninn, silfrið ofan á það og sjóðið. Þá ætti silfrið að verða skínandi fallegt. matarsódi }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.