Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 40
][ Fótboltaferðir geta verið ógleymanlegar. Það er einstök upplifun fyrir unnendur fótbolta að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu á heimavelli.
Dagný Benediktsdóttir býr
í Stokkhólmi þar sem hún
stundar nám í umferðarverk-
fræði við Konunglega tækni-
háskólann. Hún segir borgina
heillandi og henni leiðist ekki
dvölin enda af nógu að taka.
„Ég kann mjög vel við Stokkhólm,
sem segja mætti að sé lítil stór-
borg,“ segir Dagný Benediktsdóttir
nemi í umferðarverkfræði við Kon-
unglega Tækniháskólann í Svíþjóð.
„Stokkhólmur er oft kallaður Fen-
eyjar norðursins þar sem borgin
stendur á fjórtán eyjum,“ segir
Dagný, sem býr sjálf á eyjunni
Kungsholm en hana umlykur falleg
strönd.
„Fólkið hér er mjög vinalegt og
þegar sænskir jafnaldrar mínir
heyra að ég sé frá Íslandi þá slá þeir
um sig með orðunum „þungur hníf-
ur“ úr myndinni Hrafninn flýgur
sem er víst sýnd í öllum barnaskól-
um landsins,“ segir Dagný og hlær.
Dagný segir auðvelt að komast á
milli staða með almenningssam-
göngum á öllum tímum sólarhrings-
ins. Aðspurð hvað sé skemmtilegast
að gera í Stokkhólmi hlær Dagný og
segir að sér finnist hún eiga svara
sem svo að skemmtilegast sé að
vera í skólanum og læra. „Þar fyrir
utan þá er gaman að ganga um borg-
ina sem hefur ótal mörg græn svæði
sem og „blá“ svæði sem sjórinn og
stöðuvatnið Mälaren mynda og gera
borgina svo heillandi. Einnig er
hægt að fara í siglingu um skerja-
garðinn, í óperuna, á skauta eða
þræða H&M búðirnar sem eru hér á
hverju strái,“ segir Dagný. „Samfé-
lagið hér er mjög fjölþjóðlegt og því
mikið úrval af veitingastöðum sem
bjóða upp á framandi mat frá fram-
andi löndum.“ Dagný er hæstánægð
með nýja dvalarstaðinn sinn enda
segir hún af nógu að taka og er
Stokkhólmur orðin ein af hennar
uppáhaldsborgum.
johannas@frettabladid.is
Feneyjar
norðursins
Stokkhólmur er sannarlega glæsileg og
heillandi borg. Fremsta húsið á myndinni
er Nordiska museet, norræna safnið, á
Djurgården-eyju, þeirri sömu og Skansen
og Vasasafnið standa á.
Stortorget í Gamla stan í Stokkhólmi.
... göngutúr um gamla bæinn,
Gamla stan, þar sem höllin er.
Litlar og þröngar hellulagðar
götur liggja milli gamalla og
fallegra húsa og þar má finna
lítil og sjarmerandi kaffihús og
verslanir.
... Wirströms á þriðjudags-
kvöldum sem er bara í Gamla
stan. Þar koma saman tónlistar-
menn úr ýmsum áttum og spila
af fingrum fram.
... Skansen sem má segja að sé
húsdýragarður og Árbæjarsafn
Svía. Þar eru elgir, birnir, kýr,
kindur, hestar og fleira og fólk
sem bregður sér í hlutverk bak-
ara, skósmiða, glerlistamanna
og fleira og sýna hvernig hin
ýmsu störf voru unnin í gamla
daga.
... Vasasafninu sem byggt er
utan um Vasa skipið sem sökk á
jómfrúarsiglingu sinni 1628 og
var híft upp úr sjónum 1961.
Mæli með að byrja heimsókn-
ina á því að horfa á heimildar-
mynd um skipið og uppgröft
þess og ganga svo um safnið í
fylgd leiðsögumanns til að fá
allar helstu staðreyndirnar um
þennan merkilega fund.
... Tjejmilen. Tíu kílómetra
kvennahlaup um Stokkhólms-
borg síðasta sunnudaginn í
ágúst. Tilvalin leið til að skoða
borgina.
... veitingastaðnum Chakula.
Suður- og Austur-Afrískur veit-
ingastaður á Kungsholmen.
Antilópu-carpaccio sem for-
réttur klikkar ekki.
... veitingastaðnum Indian
Curry House. Látlaus indversk-
ur staður á Kungsholmen sem
býður upp á mjög góðan mat á
námsmannahæfu verði.
DAGNÝ MÆLIR MEÐ...
Vinsælt hefur verið hjá pörum
undanfarin ár að láta gefa sig
saman í rómantískri ferð til
Íslands.
Um átta pör giftu sig um borð í
flugvél 14. febrúar síðastliðinn.
Tilefnið var Valentínusardagur-
inn. Pörin voru frá Hollandi og
eiga það sameiginlegt að hafa
verið gefin saman um borð í vél
Icelandair sem var á leið frá Hol-
landi til Íslands.
Eftir lendingu var haldið beint í
Bláa lónið þar sem snætt var og
látið fara vel um sig í lóninu. Brúð-
hjónin gistu svo í Reykjavík í tvær
nætur áður en þau héldu heim á
leið.
Giftingar
í flugvél
Gifting í flugvél er frumleg leið.
Dagný Benediktsdóttir, nemi,
býr í litlu stórborginni Stokk-
hólmi sem hún segir heillandi
og viðburðaríka.
Hjá Óvissuferðum.is er hægt
að panta margar skemmtileg-
ar ferðir fyrir stóra sem smáa
hópa.
Hópbílar ehf. halda úti starfsemi
Óvissuferða.is en á hverju ári fer
fyrirtækið með hundruð hópa í
óvissuferðir víða um landið. Mis-
munandi er hvernig hóparnir eru
samsettir sem kjósa að halda á vit
örlaganna en mörgum finnast
óvissuferðir skemmtilegur kostur
fyrir gæsa- og steggjadaga, starfs-
mannaferðir, útskriftarferðir eða
annað álíka.
Óvissuferðir.is geta sett saman
ferð að eigin vali og reyna að koma
til móts við óvissuferðamenn eftir
bestu getu. Einnig er boðið upp á
fyrirfram skipulagðar ferðir og
má þar nefna Desperate House-
wives-ferðina sem hugsuð er fyrir
kvennahópa en ferðin snýst um
dekur, létta afþreyingu og mat.
Óvissuferðin Með reistan Makka
er skemmtilega samsett en þá er
farið er í útreiðartúr, settar upp
hestaþrautir og að endingu er farið
í heita pottinn og borðað.
Fjölmargar aðrar ferðir eru í
boði sem vert er að skoða sér í lagi
þar sem páskar og sumar eru
handan hornsins og þá þarf að
létta lund og auka hópefli.
Óvissuferðir um
landið allt
Óvissuferðir eru skemmtileg leið til að komast frá amstri dagsins og skemmta sér vel í
faðmi sveitar.
Golfbílar …… Golfbílar……
Lexa býður uppá golfbíla frá Bandaríkjunum,
Bílarnir eru uppgerðir af fagmönnum.
Lexa býður einnig uppá yfirbyggingar með
rennihurðum á allar tegundir Golfbíla, Kerrur
fyrir golfbílinn og mikið úrval aukahluta
Lexa veitir alla almenna þjónustu fyrir Golfbílinn
þinn,, s.s. Skipta um olíu, reimar, kerti,þrif og fl.
E-Z-GO.....Club Car…..Yamaha…..Melex…..City Car
Sími 897 1100
www.lexa.ws