Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 67
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR24 VISSIR ÞÚ... ...að rithöfundurinn Jules Verne bar millinafnið Gabriel? ...að hann fæddist árið 1828 í Nantes í Frakklandi? ...að þegar hann var níu ára fór hann í heimavistarskóla? ...að þar kenndi honum maður að nafni Brutus de Villeroi? Villeroi var uppfinningamaður og fann meðal annars upp fyrsta kafbát Bandaríkja- hers, USS Alligator. ...að hugmyndir Villeroi kunna hafa verið fyrirmynd að Nautilus í meist- araverki Vernes, Sæfaranum? ...að Verne fór ungur til Parísar að nema lög að undirlagi föður síns? ...að hann hóf fljótlega að skrifa sögur? ...að þegar faðir hans komst að bók- menntaáhuga hans skrúfaði hann fyrir fjárstreymi til Vernes svo hann neyddist til að vinna fyrir sér sem verðbréfamiðlari? ...að Verne hataði verðbréfamiðlun en var samt mjög hæfur miðlari? ...að Jules Verne giftist ekkju og tveggja barna móður og eignaðist með henni son? ...að árið 1863 hitti Verne hinn þekkta franska útgefanda Pierre- Jules Hetzel, sem gaf meðal annars út verk Victors Hugo? ...að Hetzel myndaði strax sterkt samband við Verne og alla tíð síðan ritstýrði hann bókum hans? ... að fyrsta bók Verne undir vernd- arvæng Hetzel var „Cinq semaines en ballon“ (Fimm vikur í loftbelg), en hún fjallaði um könnun Afríku úr loftbelg? ...að hún kom út 1863? ...að fyrir tilstuðlan Hetzel bætti Verne húmor við bækur sínar, sögulok urðu glaðlegri og pólitísk skilaboð voru tónuð niður? ...að síðar gaf Verne út bækur eins og „Leyndardómar Snæfellsjökuls“ og „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum?“ ...að síðasta saga Verne kom út 1994, en hún hafði þá fallið í gleymsku þar til barnabarn hans fann hana? Guðjón Þorstein Pálmarsson leikara dreymir um sól, sælu og sjóræningjafjarsjóð. „Um leið og ég væri búinn á æfingu myndi ég fara á einkaþotunni minni til Nassau á Bahama- eyjum. Ég myndi ekki eyða dýrmætum tímanum í að fara í gegnum fríhöfnina og tollinn, heldur stökkva út úr vélinni í fallhlífinni minni og lenda á hafnar- bakkanum,“ segir Guðjón eða Denni eins og hann er kallaður. „Þar myndi ég fá mér ferskt Conch-salat með öllu nema tómötum. Það er fátt betra eftir langt flug í einkaþotu og hátt fallhlífarstökk en að fá sér spriklandi ferskt skeldýrasalat með öllu nema tómötum.“ Við höfnina bíður Danna mótórhjól sem hann sparkar í gang og brunar á, eins og hraði sé að fara úr tísku, að húsinu sínu sem hann á hinum megin á eyj- unni. „Þegar þangað er komið er löngu kominn hátta- tími. Ég sofna og vakna um morguninn við útvarps- fréttirnar og viti menn, það er skollinn á heimsfriður og fuglaflensan var víst bara ekkert hættuleg eftir allt saman. Þetta var bara vinnustaðahrekkur hjá einhverjum fuglafræðingum sem fór úr böndunum,“ segir Denni, sem hlær að þessu öllu saman og fær sér appelsínusafa. Því næst tekur við mikið og erfitt heimspekiverk- efni. „Ég hugsa með mér hvað fólkið sem hingað til hefur staðið í stríðsrekstri ætlar að gera við allan frítímann sem það hefur núna? Mér dettur ekkert í hug þannig að ég fæ mér bara smá ristað brauð með mysingi og tek af sjálfum mér loforð um að nú skuli ég í framtíðinni vera miklu duglegri að fara niður að tjörn og gefa öndunum, því nú sé ekkert að óttast.“ Denni ætlar ekki að gleyma því að rækta líkam- ann eftir alla hugarleikfimina og eftir klukkutíma af intensívu nude-yoga fer hann og nær í kafarabún- inginn sinn, hendir honum á pallinn á pikköppnum og spænir af stað niður að smábátahöfninni þar sem hann hittir vini sína. „Við siglum á tremmakraftmiklum spíttbát lengst út á ballarhaf eftir gömlu korti sem ég keypti á eBay. Ég sting mér út í stóra vatnið og finn strax fjársjóð. Restin af helginni fer síðan í að moka upp fjársjóðn- um og fagna alheimsfrið. Á mánudaginn ætla ég síðan að skreppa niður í LÍN og borga námslánin í skíra gulli,“ segir Denni. Borgar námslánin í skíra gulli GUÐJÓN ÞORSTEINN PÁLMARSSON LEIKARI DRAUMAHELGIN �������������� ������� ���������� ���� ���������� ����������� �������������� ���������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.