Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 4. mars 2006 31 Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsæt- an U-238 er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru U-235 með kjarna úr 92 róteindum og 143 nifteindum. Samsæturnar hafa sömu efna- fræðilegu eiginleika en hegðun þeirra í kjarnahvörfum er gerólík. U-235 er það sem kallað er kjarn- kleyft efni, það er að segja að tals- verðar líkur eru á því að kjarninn klofni í smærri brot þegar laus nifteind rekst á kjarna þessarar samsætu. Við klofnunina losnar mikil orka og yfirleitt nokkrar nifteindir. Samsætan U-238 er hins vegar ekki kjarnkleyf, en það þýðir að ólíklegt er að kjarna- klofnun eigi sér stað þegar nift- eind rekst á kjarna samsætunnar. Keðjuverkandi kjarnaklofnun Eins og fyrr segir losna yfirleitt einhverjar nifteindir þegar kjarni samsætunnar U-235 klofnar. Þess- ar nifteindir geta svo hugsanlega rekist á annan slíkan kjarna og valdið því að hann klofni. Röð slíkra kjarnaklofnana nefnist keðjuverkun. Örlög nifteindanna geta þó verið önnur en að valda kjarnaklofnun. Nifteindir geta til dæmis sloppið út úr úranstæð- unni, eða gleypst í kjarnahvarfi sem veldur ekki kjarnaklofnun. Til þess að vaxandi keðjuverk- un geti átt sér stað þurfa líkur á að nifteind valdi kjarnaklofnun í efni að vera nægilega miklar. Segjum sem svo að tvær nifteindir losni að meðaltali við hverja kjarnaklofn- un, þá þurfa að vera meira en helmings líkur á því að nifteind valdi kjarnaklofnun í efni ef keðju- verkun á að vera vaxandi. Ef þrjár nifteindir yrðu til að meðaltali við hverja kjarnaklofnun þyrftu að vera meira en þriðjungs líkur á að nifteind ylli kjarnaklofnun til að vaxandi keðjuverkun gæti átt sér stað. Auðgun eykur líkur á klofnun Gripið er til ýmissa ráða til þess að auka líkur á kjarnaklofnun (eða tíðni kjarnaklofnunar) í efni, og eru þau misjöfn eftir tegund kjarnaofna. Ein algeng aðferð er sú að auðga úranið sem er notað sem eldsneyti í ofninn. Með þessu er átt við að hlutfall hinnar kjarn- kleyfu samsætu U-235 er aukið, en við það aukast líkurnar á að nift- eind valdi kjarnaklofnun áður en hún breytist af sjálfu sér í róteind eða fer í burtu. Auðgunin fer fram með þeim hætti að úrangrýti með efnafor- múluna U3O8 (úranoxíð) er breytt í UF6 (úranflúoríð) sem er loftteg- und. UF6-gasið er svo sett í eins konar skilvindu þar sem þyngri samsætan U-238 er skilin frá þeirri léttari U-235. Hafa ber í huga að aðeins lítill hluti samsæt- unnar U-238 skilst frá hverju sinni svo að nauðsynlegt er að síendur- taka ferlið þangað til að hlutfall U- 235 er orðið nægilega hátt í UF6- gasinu. Þegar hlutfall U-235 er komið upp í tæp 3% er UF6-gasinu breytt í UO2 (úrandíoxíð) sem er í föstu formi, en það er eldsneytið sem notað er í kjarnaofna. Raforka eða sprengja? Eldsneyti með hlutfall U-235 upp á 3% er heppilegt til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni en er ekki nægilega virkt til að nota í kjarnorkusprengju. Í kjarn- orkusprengju þarf hlutfall U-235 að vera 80-90%. Í fréttum að und- anförnu hefur talsvert verið fjall- að um áhuga Írana á að koma sér upp aðstöðu til að auðga úran og andstöðu ýmissa annarra þjóða gegn því. Það sem vakir fyrir þeim sem leggjast gegn því að Íranar komi sér upp slíkri aðstöðu er að koma í veg fyrir að þeir geti framleitt nægilega auðgað úran til þess að búa til kjarnorkusprengju og fái heldur eldsneyti sitt annars staðar frá. Hins ber þó að gæta að kjarnaofn má nota til framleiðslu á kjarnkleyfu plútoni (Pu) sem má nota sem eldsneyti í kjarnorku- sprengjur, en auðveldara er að hreinsa það heldur en hið kjarn- kleyfa U-235. Ágúst Valfells, lektor við verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík Af hverju er orðið „fags“ notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum? Í ensku er fag ‚sígaretta‘ stytting úr fag-end, ‚stubbur, stúfur‘. Upp- hafleg merking er því endi á síg- arettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist vera frá því í lok 19. aldar. Sígarettureykingar kvenlegar Orðið fag þekktist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karl- mann frá því um 1920 og frá því um 1940 nánast eingöngu um sam- kynhneigðan mann. Skýringin á notkuninni um sígarettur er talin sú að vindla- og pípureykingar- mönnum í Bandaríkjunum hafi þótt kvenlegt að reykja sígarettur sem fóru að verða mjög algengar í lok fyrri heimsstyrjaldar. Fag stytting á faggot Fag í merkingunni ‚samkynhneigð- ur karlmaður‘ er stytting úr orð- inu faggot í sömu merkingu. Elsta dæmi í Oxford English Dictionary (V:663-664) er frá 1914. Þar er orðið talið slangur sem uppruna- lega komi frá Bandaríkjunum. Í Dictionary of American Slang segir aftur á móti að enskir skóla- strákar hafi notað fag allt frá 1830 um strák sem var í þjónustu ein- hvers, skósvein og að þaðan sé merkingin ‚samkynhneigður‘ komin. Svo virðist því sem báðar merk- ingarnar þekkist í ensku vestan hafs og austan þótt sígarettumerk- ingin virðist hin algengari í Bret- landi. Guðrún Kvaran, prófessor, for- stöðumaður Orðabókar Háskólans Hvað er auðgað úran? VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindi á verði bíóferðar! Í stað þess að fara með börnunum í bíó á laugardegi er tilvalið að leiða þau inn í heim vísindanna. - Þann 11. mars hefjast Undur vísindanna sem er röð fimm námskeiða um vísindi handa fjölskyldum á vegum Vísindavefsins, Endur- menntunar og Orkuveitunnar. Í fyrsta námskeiðinu verður fjallað um undur örtækninnar og þar verður ýmsum spurningum svarað, meðal annars: Geta tölvur orðið óendan- lega hraðvirkar? Mun iPod komast fyrir í eyrnalokk? Munu vélmenni öðlast meðvitund? Verður hægt að hala niður DVD-mynd af netinu á einni sekúndu? Hægt er að skrá sig á vefslóðinni http://www.endurmenntun.is Þegar laus nifteind rekst á kjarna sam- sætunnar U-235 eru talsverðar líkur á að kjarninn klofni í smærri kjarnabrot. Við það losnar mikil orka. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.