Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 73
Anh-Dao Tran er menntunar-ráðgjafi og verkefnisstjóri Framtíðar í nýju landi, til- raunaverkefnis sem miðar að því að aðstoða erlend ungmenni á aldr- inum 15-25 ára við að afla sér menntunar og virkja þau til frek- ari þátttöku í íslensku samfélagi. Með henni starfar Hildur Jóns- dóttir, jafnréttisráðgjafi Reykja- víkurborgar sem er formaður verkefnisstjórnar. Anh-Dao hefur um árabil starfað að málefnum innflytjenda, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum og þekkir vel mál- efni ungra innflytjenda innan íslenska skólakerfisins. Anh-Dao útskýrir að vinnan við verkefnið hafi hafist haustið 2002 þegar hún var flutt aftur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára búsetu á Bifröst. „Ég fékk svo margar spurningar, fólk hafði samband við mig og bað um hjálp. Síminn stoppaði ekki, sérstaklega rétt áður en skólarnir voru að byrja.“ Anh-Dao hefur starfað sem túlkur fyrir Alþjóðahúsið og þekktir meðal annars margar víet- namskar fjölskyldur og á þessum tíma fann hún þörf þeirra fyrir stuðning og leiðsögn, sérstaklega í tengslum við menntun og mennt- unartækifæri. Stuttu síðar kynnt- ist hún Hildi Jónsdóttur og í sam- einingu hleyptu þær verkefninu af stokkunum í samvinnu við Reykja- víkurborg, Rauða kross Íslands, félagsmálaráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, Alþjóðahúsið og Velferðarsjóð barna. Þetta er víðtækt verkefni sem meðal annars miðar að því að veita þátttakendum þess stuðning og hvatningu, kynna þeim þá þjón- ustu sem þegar er í boði, til dæmis starfsnám í Fjölsmiðju Rauða kross Íslands og nám í mismun- andi framhaldsskólum en fyrsti hópurinn sem unnið er með er hópur ungmenna sem ættuð eru frá Víetnam. Anh-Dao útskýrir að það sé meira en að segja það fyrir ungmenni af erlendum uppruna að skrá sig í framhaldsskóla, ekki aðeins vegna þess að skólarnir taki misvel á móti þeim heldur sé tungumálið líka mikill þröskuldur. „Við höfum lengi talað um það að útlendingar þurfi að læra íslensku sem daglegt mál, talmál, og nú eru margir að kenna það og það geng- ur vel. En það er þetta skólamál. Nemendur þurfa að vera fljótir að læra íslenskuna sem þau þarfnast í framhaldsskólunum. Það er mjög erfitt, sérstaklega þegar þau hafa ekki verið lengi á Íslandi.“ Ofan á það bætist að þekking innflytjenda á íslenska skólakerfinu er tak- mörkuð – framhaldsskólarnir hafi ólíkar áherslur, sumir eru með bekkjakerfi, aðrir áfangakerfi, sumir eru með starfsnám og aðrir ekki. „Þess vegna eru foreldrarnir líka dálítið týndir og geta ekki veitt börnunum sínum jafn mikinn stuðning,“ segir Anh-Dao og bætir við að foreldrarnir hafi misgóða íslenskukunnáttu og að aðgengi að upplýsingum um framhaldsskól- ana sé líka takmarkað vegna þess. Leitast við að efla einstaklingana Á síðasta ári var unnið fjölbreytt starf með þátttakendum í verkefn- inu, meðal annars hófu tveir þeirra störf í starfsþjálfunarverkefni Fjölsmiðjunnar. Einnig var aðstoð- að við tungumálanám þátttakenda á margvíslegan hátt, þeim liðsinnt við umsóknir til dæmis um skóla- vist og við að fá fyrra nám metið inn í nýjan skóla. Hluti af starfi innan verkefnisins er að gefa ráð, til dæmis um framhaldsskóla og námskeið sem hæfa áhugamálum og getu ungmennanna og leita aðstoðar fyrir þá sem hana þurfa. „Verkefnið hefur gengið ofsa- lega vel,“ útskýrir Anh-Dao, „þátt- takendum hefur fjölgað og fólk hefur tekið okkur mjög vel.“ Hild- ur tekur undir þetta og undirstrik- ar að það sé aðallega tvennt sem þau hafi haft að augnamiði fyrsta árið. „Við vildum vinna traust þeirra ungmenna sem verkefnið nær til þannig að þau myndu leita til þess og ákveða að vinna með því vegna þess að það er heilmikil skuldbinding. Við bjuggumst við að þetta gæti tekið tíma en það hefur gengið gríðarlega vel. Þar skiptir mestu máli að verkefnis- stjórinn Anh-Dao þekkir þetta samfélag svo vel. Hitt er að við vildum mynda tengsl við alla þá fjölmörgu aðila sem geta og vilja vinna með okkur en það hefur líka gengið vel og margir hafa haft samband,“ segir Hildur og bendir á að nú séu þau í auknum mæli farin að leita samstarfs hjá fyrir- tækjum. „Við erum ekki bara að útvega fólki vinnu því margir þátttakend- anna eru þegar í vinnu. Við erum að leita að ábyrgari vinnustöðum, fyrirtækjum sem sýna samfélags- lega ábyrgð og eru tilbúin til þess að bjóða þeim vinnu þar sem er boðið upp á íslenskunám, eða starfsmaðurinn getur sótt íslensku- nám samhliða vinnu. Einnig er mikilvægt að vinnan sé unnin í félagslegum tengslum svo að málið æfist vegna þess að mörg þessara ungmenna eru í láglaunastörfum, til dæmis að vaska upp á veitinga- stöðum, þar sem þau nota ekki tungumálið. Þau eru ekki í vinnu sem er að aðlaga þau að samfélag- inu.“ Hildur segir að þau leiti að fyrirtækjum sem geti boðið þátt- takendunum í verkefninu starf við þeirra hæfi – vinnu sem ýmist gagnast þeim til þess að læra meiri íslensku, vinnu sem þau hafa áhuga á að stunda eða gæti til dæmis vakið áhuga þeirra á frek- ara námi. „Við erum í auknum mæli að leita að fyrirtækjum og hjálpa þátttakendunum að skipta um vinnu því þau þora ekki að segja upp vinnunni sinni fyrr en þau eru komin með aðra. Þau eru oft háð tekjunum og ef til vill ekki tilbúin af efnahagslegum ástæðum til að fara í framhaldsskóla eða ekki með nógu góðan grunn í íslensku til þess,“ segir Hildur. Innan verkefnisins er líka leit- ast við að efla einstaklingana og auka félagslega færni þeirra. Í samstarfi við skátana var til dæmis haldið leiðtoganámskeið fyrir þátt- takendurna. „Okkur finnst skipta máli að virkja krakkana til að vera leiðtogar í eigin lífi og styrkja hóp- inn sem slíkan. Við þurfum á því að halda að innflytjendasamfélag- ið eigi sér góða og öfluga talsmenn. Það virkar í báðar áttir og auðveld- ar öllum að vinna saman, til dæmis ólíkum stofnunum sem vinna á þessu sviði. Það er í þágu sam- félagsins og þágu krakkanna sem hóps og sem einstaklinga að fá leiðtogaþjálfun og sjálfsstyrk- ingu,“ segir Hildur og bætir því við að það sé mikið í húfi fyrir lítið samfélag eins og Ísland og að við höfum ekki efni á að standa illa að málefnum innflytjenda. Innflytjendur á Íslandi „Það er svo stutt síðan innflytj- endamál komust á dagskrá á Íslandi,“ segir Anh-Dao og bendir á það séu ekki nema svona 10-15 ár síðan að þetta kom inn í umræð- una. Hún þekkir það vel af eigin raun því hún kom fyrst til Íslands árið 1980. „Ég kom hingað á undan grænmetinu,“ segir hún hlæjandi. „Þegar ég kom fyrst var ekkert til, nema kannski epli eða bananar en svo fjórum árum síðar var svo margt breytt.“ Anh-Dao flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum Jónasi Guðmundssyni hagfræð- ingi árið 1984. Anh-Dao er fædd í Víetnam en flúði ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 1975 og þekkir því hlutskipti innflytj- enda og flóttafólks vel. Hún aðstoð- aði meðal annars hóp flóttamanna frá Víetnam sem kom hingað til lands árið 1990. Hún segir að viðhorf fólks hafi breyst mikið á þessum áratugum en það séu ennþá fordómar til dæmis meðal fólks sem heldur því fram að útlendingar séu að flykkj- ast til Íslands til þess að taka frá þeim vinnu. Hún útskýrir að við megum ekki bara halda að útlend- ingar séu ekki bara vinnuafl held- ur hafi þeir svo margt lærdóms- ríkt fram að færa fyrir íslenskt samfélag. „Við getum ekki tekið neitt án þess að gefa eitthvað til baka,“ segir Anh-Dao. Hún útskýrir þá erfileika sem mæta ungum innflytjendum sem þurfa að hjálpa foreldrum sínum við að byggja upp nýtt líf í nýju landi. Áherslan hafi löngum verið á atvinnu fremur en á frekari skólagöngu en þetta sé að breytast og ungmenni séu nú tilbúnari til þess að fara í skóla. „Við verðum að finna leið til þess að segja þeim að þau geti farið í skóla, það vantar eitthvað í kerfið en þau þurfa að hjálpa okkur að breyta því.“ For- eldrar og fjölskylda skipta miklu máli þegar kemur að hvatningu unga fólksins. „Það vilja allir for- eldrar betra líf fyrir börnin sín,“ segir Anh-Dao en bendir líka á að foreldrarnir hafi í mörgum tilfell- um ekki skilning eða þekkingu á umhverfinu eins og börnin og geti því ekki stutt þau sem skildi. Samfélagið þarf líka að styðja við nýja íbúa og Anh-Dao segir að Ísland myndi græða mikið á því að allir tækju höndum saman og hugsuðu betur um náunga sinn. „Við þurfum að bjóða fleirum að taka þátt, ég er hrifin af hug- myndinni um sjálfboðaliðastarf því það gefur fólki meira að kynn- ast af eigin raun – frekar en að gefa þúsundkall í eitthvað mál- efni – þá er mikilvægt að kynnast því sem liggur á bak við. Það getur verið erfitt eða tímafrekt en það er nauðsynlegt, líka með tilliti til fordóma og mismunar og því þurfum við líka að virkja fólk. Við erum öll manneskjur og viljum öll eiga gott líf og vera hamingju- söm.“ Innan verkefnisins Framtíð í nýju landi vinna þrettán sjálf- boðaliðar eða mentorar sem lið- sinna jafnöldrum sínum og styðja þau félagslega og í námi. Anh- Dao bendir enn fremur á að inn- flytjendur geti ekki kynnst land- inu án þess að eiga samskipti við innfædda og að menningarlæsi virki í báðar áttir. Í framtíðinni vonast Anh-Dao og Hildur til þess að módelið sem tilraunaverkefnið þeirra er að þróa muni nýtast fleirum, ekki aðeins öðrum ungum innflytjend- um sem þurfa að fóta sig innan íslenska skólakerfisins heldur einnig öðrum íslenskum ungmenn- um sem mögulega glíma við saman vanda. „Við vitum að brottfall úr íslenskum framhaldsskólum er of hátt,“ segir Hildur og áréttar að mjög margir, einnig innfædd ung- menni, þurfi meiri stuðning til þess að finna sér nám við hæfi og koma sér aftur í skóla. Þær stöllur benda enn fremur á að þessa dag- ana er verið að huga að breyting- um á íslenskukennslu fyrir erlenda nemendur, eða nemendur sem tala íslensku sem annað tungumál, í framhaldsskólum. Í tillögum sem sjá má á heimasíðu menntamálaráðuneytisins er meðal annars áréttað að allir nem- endur í framhaldsskólum sem hafa annað móðurmál en íslensku og fasta búsetu hér á landi eigi rétt á sérstakri íslenskukennslu og lagðar fram hugmyndir um framkvæmd slíkrar kennslu. Í til- lögunum er einnig kveðið á um að framhaldsskólar skuli móta sér móttökuáætlanir fyrir nemendur sem eiga rétt á slíkri kennslu og meta stöðu þeirra á einstaklings- grundvelli en hingað til hefur framhaldsskólum verið í sjálfs- vald sett hvernig þeir taka á móti nemendum af erlendum uppruna. Anh-Dao og Hildur eru því bjart- sýnar að þessar tillögur muni almennt hvetja forsvarsmenn framhaldsskólanna til þess að huga betur að málefnum ung- menna af erlendum uppruna. ■ 4. mars 2006 LAUGARDAGUR36 ANH-DAO TRAN, VERKEFNISSTJÓRI FRAMTÍÐAR Í NÝJU LANDI „Við getum ekki tekið neitt án þess að gefa eitthvað til baka.” Að skapa bjarta framtíð í nýju landi Anh-Dao Tran hefur um árabil starfað að málefnum innflytjenda. Kristrún Heiða Hauksdóttir spjallaði við Anh-Dao og Hildi Jónsdóttur, jafnréttisráð- gjafa Reykjavíkurborgar, um hvernig hægt sé að aðstoða unga innflytjendur við að afla sér menntunar. HILDUR JÓNSDÓTTIR JAFNRÉTTISRÁÐGJAFI ● Ekki er vitað til þess að skipuleg skráning hafi farið fram á brottfalli nemenda af erlendum uppruna úr íslenskum framhaldsskólum en áætlað er að um fjörutíu prósent nemenda í framhaldsskólum hætti námi áður en þeir ljúka prófi. ● Allir nemendur sem hefja nám í fram- haldsskóla þurfa að ljúka 24 einingum í bóklegu grunnnámi áður en þeir geta hafið starfsnám sitt af fullum krafti, þrátt fyrir að hafa yfirleitt grunnskólapróf eða 10 ára nám að bak í grunnskóla ● Margt bendir til þess að ungmenni sem flosna upp úr framhaldsskóla eigi erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Nýleg rannsókn sem unnin var fyrir ÍTR og Félagsþjónustuna í Reykjavík leiddi meðal annars í ljós að ungmenni 16-19 ára sem standa utan framhaldsskólanna séu langtum verr stödd félagslega og andlega en jafnaldrar þeirra í framhalds- skóla. ● Upplýsingar frá Hagstofunni benda til þess að brottfall úr iðngreinum og fjarnámi sé ekki minna en úr bóknámi. ● Færri Íslendingar stunda nám á framhaldsskólastigi en annars staðar á Norðurlöndunum. Einungis 56 prósent Íslendinga á aldrinum 25–65 ára hafa lokið framhaldsskólaprófi en þetta hlut- fall er um það bil 78 prósent á hinum Norðurlöndunum. ● Yngsti þátttakandinn í verkefninu Framtíð í nýju landi er fæddur 1988 en sá elsti 1980. ● Í lok fyrsta starfsársins 2005 voru 25 þátttakendur í verkefninu og hafði þá fjölgað um tíu síðan því var hleypt af stokkunum en verkefnið snertir, með einum eða öðrum hætti um það bil 50 ungmenni. ● Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru 96 ungmenni af víetnömskum uppruna á aldrinum 17-27 ára búsett hérlendis en 98 prósent þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu. Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.