Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 77
Sumum þykir hún ofmetin og fyrirsjáanleg, aðrir segja allt geta gerst á Óskarnum, en
þetta er hátíðin sem allir bíða
eftir.
78. verðlaunin verða afhent í
Kodak-höllinni annað kvöld en
Óskarinn er sennilega frægustu
kvikmyndaverðlaunin, sama hvað
tautar og raular. Reyndar er rangt
að kalla þetta Óskarsverðlaun því
réttnefni styttunnar er „Academy
Award of Merit“ eða Heiðursverð-
laun Akademíunnar.
Tvennar sögur fara af nafngift-
inni Óskar en lífseigasta minnið er
sennilega um bókasafnsvörðinn
Margaret Herrick sem þótti stytt-
an vera lík Óskari frænda sínum,
hver svo sem það er. Önnur saga
og öllu skemmtilegri er hins vegar
sú að leikkonan Bette Davis hafi
skírt styttuna í höfuðið á fyrsta
eiginmanni sínum.
Jon Stewart sér um að bjóða
gesti velkomna og fetar þar með í
fótspor Steve Martin, Whoopi
Goldberg, Billy Crystal og Johnny
Carson að ógleymdum David Lett-
erman, sem hristi allverulega upp
í skraut-
klæddum stjörnunum með hnyttn-
um orðaleikjum um Opruh Win-
frey.
Hollywood er loksins að jafna
sig eftir að Peter Jackson jarðaði
keppinauta sína með Hringadrótt-
inssögu árið 2003. Verðlaunin í
fyrra þóttu bragðdauf og átti
Million Dollar Baby ekki marga
fylgismenn meðal kvikmyndaá-
hugamanna en flestir reiknuðu
með að Martin Scorsese myndi
loks standa uppi sem sigurvegari.
Árið í ár er hins vegar ákaflega
bitastætt, fullt af ádeilu og sögu-
legum ágripum að ógleymdri ein-
hverri eftirminnilegustu ástar-
sögu ársins.
Besta myndin
Brokeback Mountain: Það kæmi
mörgum á óvart ef samkynhneigðu
smalastrákarnir hans Ang Lee
færu ekki heim með Óskari
frænda. Hún var valin besta
myndin á Golden Globe og Bafta.
Helsti keppinautur
Capote: Mögnuð frásögn af sög-
unni á bak við eina vinsælustu bók
bandarískrar bókmenntasögu.
Leikurinn þykir með eindæmum
góður og myndin er sú eina sem
gæti „hugsanlega, kannski“ skák-
að Brokeback.
Aðrar tilnefndar
Crash: Rasismi lifir góðu
lífi í LA en Crash er ekki
Óskarsmynd. Munich: Verð-
ur að teljast ólíklegt að gull-
kálfurinn Steven Spielberg
skáki Ang Lee. Good Night and
Good Luck: Sterk og stílfærð en
það nægir ekki þetta árið.
Besti leikari í aðalhlutverki
Philip Seymour Hoffman: Sýnir
ótrúlegan leik sem Truman Capote
og líkt og Brokeback hefur hann
unnið öll hugsanleg verðlaun sem
í boði eru.
Helsti keppinautur
Joaquin Phoenix: Umbreytist í
Johnny Cash og þótt erfitt sé að
etja kappi við Hoffman skyldi
enginn útiloka ást Kanans á látn-
um hetjum.
Aðrir tilnefndir
Terrence Howard (Hustle & Flow):
Lítið hefur farið fyrir nafni þessa
leikara í spádómum erlendra kvik-
myndaspekinga. Heath Ledger
(Brokeback Mountain): Þrátt fyrir
frábæran leik er tími Ledgers ekki
enn kominn. David Strathairn
(Good Night and Good Luck): Leik-
ur hans sem Edward R. Murrow er
ótrúlega traustur en hlutverkið of
„venjulegt“ að þessu sinni.
Besta leikkona í aðalhlutverki
Reese Witherspoon sem June
Carter í Walk the Line: Litla, sæta
og rómantíska leikkonan sýnir að
hún getur leikið. Reese tekur von-
andi við verðlaununum með stó-
ískri ró og verður sér ekki til
skammar.
Helsti keppinautur
Felicity Huffman sem Bree
Osbourne í Transamerica: Kvik-
myndagestir gleyma því að kyn-
skiptingurinn er í raun kona.
Aðþrengda eiginkonan rennur
mörgum seint úr minni en Huff-
man líður fyrir gæði myndarinn-
ar sjálfrar.
Aðrar tilnefndar
Keira Knightley (Pride &
Prejudice): Tilnefning sem kom
mörgum á óvart en Knightley
vill ekki bara vera sæta stelpan
með breska hreiminn. Charlize
Theron (North Country): Fá
bitastæð kvenhlutverk
útskýra tilveru Theron í
þessum flokki. Judi Dench
(Mrs. Henderson Presents):
Minnstu sigurlíkurnar enda
Dench ekki einu sinni
komin á aldur.
Besti leikari í aukahlut-
verki
Jake Gyllenhaal sem Jack
Twist í Brokeback Mount-
ain: Þar sem Heath
Ledger fer heim slyppur
og snauður er nánast
öruggt að Gyllenhaal taki stytt-
una. Þetta verður stjörnubjart
kvöld uppi á fjalli.
Helsti keppinautur
George Clooney sem Bob Barnes í
Syriana: Clooney hefur sýnt það
og sannað að hann er bestur fyrir
aftan tökuvélina. Gæti hins vegar
velt Gyllenhaal úr sessi en það
verður að teljast ólíklegt.
Aðrir tilnefndir
Matt Dillon (Crash): Þessi forn-
frægi leikari rís aftur upp úr
öskustónni og verður forvitnilegt
að sjá hversu lengi þetta
velmegunartímabil endist. Paul
Giamatti (Cinderella Man): Afsök-
unarbeiðni fyrir tilnefningarleys-
ið í fyrra þegar leikarinn fór ham-
förum í Sideways. William Hurt
(A History of Violence): Tíu mín-
útur og tilnefning hlýtur að telj-
ast afbragðsárangur.
Besta leikkona í aukahlutverki
Rachel Weisz sem Tessa í The Con-
stant Gardener: Þessi flokkur er
erfiðastur að spá fyrir um. Þrjár
leikkonur koma sterklega til
greina en sigur Rachel
kæmi fáum á óvart. Bafta
gaf ágætis vísbendingu.
Helsti keppinautur
Michelle Williams
sem Alma í Broke-
back Mountain: Það
verður erfitt
fyrir þessa
Dawson‘s
Creek
stúlku að
hreppa
verð-
launin.
Andlitið er óþekkt en ef hún sigrar
verður það eflaust fyrirtaks Ósk-
arsstund; grátur og gnístran tanna
auk ástarjátningar í beinni.
Aðrar tilnefndar:
Amy Adams (Junebug): Þessi
mynd hefur ekki borist til lands-
ins en leikkonan hefur getið sér
gott orð fyrir gestagang sinn í
Office-þáttunum bandarísku.
Catherine Keener (Capote): Það
ætti náttúrlega að verðlauna
Keener fyrir að leika í 40 Year Old
Virgin og Capote á sama árinu.
Frances McDormand (North
Country): Frammistaða hennar í
myndinni er ekki til að kvarta yfir,
langt frá því, en ef skoðaður er
leikur hennar í Fargo kemst þetta
hlutverk ekki í hálfkvisti við lög-
reglukonuna Marge Gunderson.
Handrit byggt á áður birtu efni
Brokeback Mountain eftir Larry
McMurtry & Diana Ossana: Kvik-
myndin tekur öll minni verðlaunin
og stendur uppi sem sigurvegari.
Helsti keppinautur
Capote eftir Dan Futterman: Gott
handrit er yfirleitt uppskrift að
góðri mynd. Capote er ágætis
sönnun þeirrar fullyrðingar.
Aðrir tilnefndir
The Constant Gardener
eftir Jeffrey Caine. A
History of Violence
eftir Josh Olson.
Munich eftir Tony
Kushner og Eric
Roth.
Frumsamið handrit
Crash eftir Paul Haggis og Bobby
Moresco: Hollywood elskar að
deila á kynþáttahatur og Crash er
sú kvikmynd sem fer næst því að
fjalla um þann rasisma sem þrífst
í nútímaþjóðfélagi, dulinn en alveg
jafn rætinn.
Helsti keppinautur
Match Point eftir Woody Allen:
Þegar bandarískir gagnrýnendur
segja myndina vera einhverja þá
bestu frá meistaranum í áraraðir
leggja meðlimir akademíunnar
við hlustir.
Aðrir tilnefndir
Good Night and Good Luck eftir
George Clooney og Grant Heslov.
The Squid and the Whale eftir
Noah Baumbach. Syriana eftir
Stephen Gaghan.
Besti leikstjóri
Ang Lee fyrir Brokeback Mount-
ain: Hið magnaða ævintýri held-
ur áfram hjá Ang Lee. Ef hann
tekur styttuna ekki með heim er
það skandall sem lengi verður
rætt um.
Helsti keppinautur
George Clooney fyrir Good
Night and Good Luck: Leikar-
inn grásprengdi gæti alveg eins
eyðilagt kvöldið en það verður að
teljast ólíklegt. Robert Redford
rændi senunni árið 1981 og skaut
The Elephant Man og Raging Bull
ref fyrir rass... allt getur jú gerst
á Óskarnum.
Aðrir tilnefndir
Bennet Miller fyrir Capote.
Paul Haggis fyrir Crash. Ste-
ven Spielberg fyrir Munich.
- fgg
4. mars 2006 LAUGARDAGUR40
ALLT GETUR GERST
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR Í ÓSKARINN
BROKEBACK MOUNTAIN
Þykir nánast örugg um
að hirða styttuna sem
besta mynd ársins.
CRASH Paul Haggis
tekst vissulega upp
en þetta er ekki
Óskarsmynd.
MUNICH Steven
Spielberg í
fantaformi en
verður að lúta í
lægra haldi fyrir
Ang Lee.
CAPOTE Philip Seymour
Hoffman þykir stórkostleg-
ur og myndin fáguð.
GYLLENHAAL
Var frábær
sem Jake Twist
í Brokeback
Mountain.
Tryggir mynd-
inni einu leik-
araverðlaunin.
REESE WITHERSPOON Gagnrýnendur
halda vart vatni yfir frammistöðu
hennar sem June Carter.
RACHEL WEISZ Hefur komið
mörgum á óvart enda
þekktust fyrir að drepa
múmíur með Brendan
Fraser.
GOOD NIGHT AND GOOD
LUCK George Clooney
sýnir að hann er framtíð-
armaður í Hollywood.
Óskarsstyttan