Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 83

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 83
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR46 utlit@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN ALENA AKHMADULLINA Flott hettupeysa úr vetrarlínu þessa rússneska hönnuðar. BJUTEE Flottur og skemmtilegur bolur sem fæst í Nakta apanum. KJÓLL Ótrúlega töff- aralegur kjóll úr Nakta apanum. HENRIK VIBSKOV Úr vetrar- línu danska hönnuðarins. HETTUPEYSA Hönnuð af Ása og fæst í Nakta apanum. EROTOKRIT- OS Glæsileg- ur kjóll og skemmtileg litasam- setning. Kjóllinn fæst í Trilogiu. Miðbær Reykjavíkur býður upp á einhverja flottustu fatahönnun á landinu hvort sem hún er frá íslenskum eða erlendum hönnuðum. Nokkrar búðir eru leiðandi að þessu leyti og þar á meðal búðirnar Kronkron, Trilogia, Elm, Verksmiðjan, Pjúra og Nakti apinn. Þarna má finna frumlega hönnun sem unun er að skoða og klæðast. Það besta við þessa hönnun er að hún er frumleg í stað þess að vera eftiröpun á verkum annarra hönnuða eins og þær flíkur sem flestar ódýrari búðirnar hér- lendis bjóða upp á. Að þeim búðum ólöstuðum er að sjálfsögðu ekkert skemmtilegra en að klæðast flík sem kemur beinustu leið frá einhverjum flott- um hönnuði og alveg þess virði að hún hafi kostað nokkrum þúsund- köllum meira. Það sjást æ fleiri í áberandi hettupeysu frá Helle Mardahl eða einhverjum af íslensku hönnuðunum í Nakta apanum, íburðarmiklum jakka frá Tri- logiu eða með flottan trefil úr Elm eða Verksmiðjunni. Það er því um að gera að spara svolít- ið peninginn, rölta svo niður í bæ og fjárfesta í gæðalegri flík sem mun endast lengi og gerir lífið örlítið fallegra. hilda@frettabladid.is HENRIK VIBSKOV Í nýjustu línunni frá honum var að finna skrautlega bakpoka eins og þennan sem fæst í Kronkron. Heillandi hönnuðir í miðbænum HENRIK VIBSKOV Flott peysa frá þessum snjalla danska hönnuði. Fæst í Kronkron. > Hanskar ... ... í öllum stærðum og gerðum eru svakalega heitir þessa stundina ef eitthvað er að marka tískuvikurnar. Þessir eru úr smiðju Isabel Marant. FHOMMA Fal- legt pils með háu mitti úr Trilogiu. MARJAN PEJOSKI Hönnuður frá Make- dóníu sem hannaði meðal annars svanakjólinn hennar Bjarkar, og þennan flotta bol. Fæst í Kronkron. PREENA Örlítið öðruvísi bómullarpeysa úr Trilogiu. HUMANOID Töff pils frá Humanoid, fæst í Kronkron. FHOMMA Eins- konar buxnapils sem er sérlega flott yfir þröngar buxur eða bara dökkar sokkabux- ur. Úr Trilogiu. ANNETT OLIVIERI Íburðarmik- ill og afar töff leðurjakki úr Trilogiu. Þetta er skemmtilegur tími. Verslanir að fyllast af girnilegum vor- vörum og það er ekki annað hægt en að kaupa sér eitthvað smotterí – allavega ef maður á að komast í almennilegt sumarskap. Það er þó alls ekki allt sem höfðar til mín. Ég get til dæmis ekki vanist fötum í sjóliðastíl. Hvítar þverröndóttar peysur með bláum röndum eru bara ekkert að gera fyrir mig og ég skil heldur ekki bermúdabuxur. Svona föt minna mig bara á matrósafötin sem ég átti þegar ég var fimm ára. Þó þau hafi verið krúttleg þá sé ég enga ástæðu til að endurvekja stemninguna. Sé bara fyrir mér sleikipinnaklístur í hári og áflog milli okkar systkinanna. Ég gæti tekið upp á því að fara að gera ein- hvern óskunda ef ég myndi klæða mig í svona múnderingar. Ég held að ég hafi verið fegnust því að sjá alla litina sem fylgja vortískunni. Eftir mikla svarthvíta tíð er ekki hægt að hugsa sér neitt dásamlegra en fjólublátt, gult, rautt, grænt og bleikt í bland við helling af gulli og glingri. Það merkilega er að ég upplifði nákvæmlega það sama fyrir ári. Þetta er örugglega vorfílingurinn sem bankar uppá með svipuðu sniði og áður. Síðasta sumar splæsti ég í fokdýra Pradaskó sem ég kolféll fyrir í 35 stiga hita í miðborg Flórens. Þeir eru dökkfjólubláir á litinn með appelsínugul- um bryddingum og smá gulli. Ég notaði þá sem spariskó síðasta sumar en svo kom vetur og þá fóru að renna á mig tvær grímur. Hafði ég eytt öllum þessum peningum í skó sem voru bara sumargrín? Í stað þess að panikka stillti ég skón- um fallega upp í hillu og klappaði þeim í skamm- deginu. Ég er þó löngu hætt að efast um að þetta hafi verið mistök því núna er að verða Prada- hæft úti og ég get farið að spóka mig um í árs- gömlu skónum mínum sem líta næstum því út fyrir að vera nýir. Nú er bara spurning um að finna sér eitthvað fjólublátt og fallegt við skóna og bæta aðeins í litagleðina. Fjólublár er fal- legur með hvítu, rauðu, appelsínugulu og gylltu. Bleikur passar við allt og guli liturinn kemur sterkur inn. Það er því ekki annað til ráða en að hrista aðeins upp í fataskápnum og hvíla allt þetta svarta. Þó það væri ekki nema bara í smá tíma! Fullkomin hvíld frá þeim svarta Spáir þú mikið í tískuna? Ég hugsa ekki mikið um tísku. Ég les ekki tískublöð eða hugsa um hvað er inni eða úti. Ég kaupi bara það sem mér finnst flott. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég elska „second hand“ föt og uppáhaldstímabilin mín eru sjöundi og áttundi áratugur- inn, bæði í tónlist og tísku. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég á mér eiginlega engan uppáhaldshönnuð eða merki. Mér finnst „third hand“ eða hönnun úr notuðum flíkum spennandi, eins og Aftur eða 3rdhand frá Osló. Aðal ástæðurn- ar fyrir því að ég kom til Íslands voru Botnleðja, Dead og Aftur. Flottustu litirnir? Ég elska grænan. Hverju ertu veikust fyrir? Skóm, bolum og jökkum. Ég finn aldrei peysur sem ég fíla. Hvaða flík keyptir þú þér síð- ast? Ég keypti Humanoid bol frá Kronkron fyrir kærastann minn. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Vinur minn, Guðmundur Hallgrímsson, er að gera geimfaraullarpeysur sem eru mjög áhugaverðar. Það sem Sara í Nakta apanum gerir er líka skemmtilegt. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Ég ætla að kaupa mér sundföt sem ég sá á www. jg4b.com, þau eru frá hönnuði sem heitir Jasper Goodall sem gerir magnaða sundboli og bikiní. Uppáhaldsverslun? Ebay.com og bust.com – á henni getur maður fundið fleiri spennandi búðir. Smeck (gallerí, kaffihús, fataverslun) í Svíþjóð er svo ein af mínum uppáhaldsbúðum. Illgresi er líka skemmtileg. Hvað eyðir þú miklum pening- um í föt á mánuði? Ég kaupi mér ekki endilega eitthvað í hverjum mánuði. Ég reyni frekar að spara og eyða miklu í einu, helst á sumrin. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Converse skónna sem ég hef átt í sex ár. Uppáhaldsflík? Uppáhaldið mitt er pils sem ég fékk í Illgresi og breytti í kjól. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Á hverju ári í lok mars fer ég til Umeå á tónlistarhátíð, ég kaupi alltaf mikið af fötum þar. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Öll ljótu fötin mín urðu eftir þegar ég kom til Íslands svo ég er eiginlega búin að þurrka þau út úr minninu. SMEKKURINN JANICKE STENDAL HANSEN Botnleðja, Dead og Aftur F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.