Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 88
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kvikmyndin King Kong, sem ekki hlaut náð fyrir augum Óskarsverð-
launaakademíunnar, hefur verið
tilnefnd til fimm verðlauna hjá
kvikmyndatímaritinu Empire.
Er hún meðal annars tilnefnd
sem besta myndin en henni
var leikstýrt af Peter Jackson.
Pride & Prejudice, Crash og
Wallace & Gromit: The Curse of the
Were-Rabbit fengu fjórar tilnefningar
hver. Það eru lesendur tímaritsins í
Bretlandi sem kjósa sigurvegarana.
Verðlaunin verða afhent 13.
mars.
Orðrómur er uppi um að rokkekkjan Courtney
Love og leikstjóri mynd-
arinnar Capote, Bennett
Miller, séu saman. Nýverið sáust þau
láta vel hvort að öðru í teiti í Holly-
wood og ýtti það stórlega undir
orðróminn. Talsmaður leikstjórans
segir aftur á móti að þau séu
aðeins góðir vinir.
Leikkonan Teri Hatcher hefur mikla sektarkennd
yfir því að hafa komið róti
á líf dóttur sinnar Emerson
eftir að hún skildi við eiginmann sinn
Jon Tenney fyrir tíu árum.
Emerson var fimm ára þegar
þau skildu og hefur hún flakkað
töluvert á milli foreldranna
allar götur síðan. Hatcher
telur þó að dóttirin hafi það
ágætt þrátt fyrir allt.
Breska poppstjarnan fyrrverandi Gary Glitter
hefur verið dæmd í þriggja
ára fangelsi fyrir kynferðislega
misnotkun á tveimur stúlkum.
Glitter var fundinn sekur um
að hafa misnotað stúlkurnar í
Víetnam þegar þær voru ellefu
og tólf ára. Glitter, sem er 61
árs, sagðist vera saklaus og
að dómurinn væri eitt stórt
samsæri.
Myndlistarfólkið Ragnheiður
Georgsdóttir og Júlíus Samúels-
son opna samsýningu á verkum
sínum á Sólon í dag. Spákonan Sig-
ríður Klinginberg er sýningar-
stjóri en hún leiddi listafólkið
saman fyrir um það bil tveimur
árum og hugmyndin um samsýn-
ingu skaut í kjölfarið fljótlega upp
kollinum.
„Ragga Gogga ólst upp í Vest-
mannaeyjum og býr yfir mjög
óvenjulegri alheimsorku,“ segir
Sigríður. „Myndirnar hennar eru
mjög áhrifamiklar og dulrænar,“
segir spákonan sem veit lengra en
nef hennar nær í þessum efnum.
„Myndunum hennar fylgir ákveð-
in heilun sem hefur haft mikil
áhrif á mig.“
Hvað Júlla varðar segir Sigríð-
ur að hann sé óheflaður kraftur úr
Keflavík. „Júlli hefur tveggja
heimsálfa sýn en hann hefur um
árabil búið í svörtustu Afríku.
Þessir ólíku eðlisþættir hans hafa
gert hann að þessum óvenjulega
og framsýna listamanni sem hann
er.“ Sigríður bætir því við að
myndir hans séu engu líkar og
spáir því að hann muni láta mikið
að sér kveða.
Sýningin opnar klukkan 17 á
Sólon og Sigríður lofar gestum
magnaðri upplifun sem hressir
bæði hug og hjörtu.
Alheimsorka
á Sólon
RAGNHEIÐUR GEORGSDÓTTIR OG JÚLÍUS
SAMÚELSSON