Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 89
52 4. mars 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
1 2 3 4 5 6 7
Laugardagur
■ ■ LEIKIR
14.00 ÍBV og Valur mætast í DHL-
deild kvenna í handbolta í Eyjum.
14.00 Grótta og Haukar mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta á
Seltjarnarnesi.
16.15 Stjarnan og Haukar mæt-
ast í DHL-deild karla í handbolta í
Garðabænum.
16.15 HK og Víkingur mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta í
Digranesinu.
16.15 ÍBV og Fram mætast í DHL-
deild karla í handbolta í Eyjum.
■ ■ SJÓNVARP
12.40 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Bein útsending frá
leik WBA og Chelsea.
14.50 Á vellinum á Enska boltan-
um. Upphitun fyrir leiki dagsins.
15.00 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Bein útsending frá
leik Fulham og Arsenal.
17.15 Enska knattspyrnan á Enska
boltanum. Bein útsending frá leik
Liverpool og Charlton.
17.20 Meistaradeildin í handbolta
á Sýn. Bein útsending frá viðureign í
8-liða úrslitunum.
18.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik í deildinni.
Risadansleikur á Classic, Ármúla 5
laugardaginn 4. mars.
Svo virðist sem íslenskir leikmenn séu
ekki velkomnir lengur hjá Magdeburg
í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta
en þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því
að dagar Sigfúsar Sigurðssonar hjá
félaginu séu svo gott sem taldir eftir
að það festi kaup á pólska línu-
manninum Bartosz Jurecki, en hann
verður fjórði línumaðurinn í
herbúðum liðsins. Eftir að
Alfreð Gíslason, nýráðinn
landsliðsþjálfari Íslands,
var rekinn frá félaginu
fyrr í vetur virðist sem
að öllum tengslum við
Ísland hafi um leið verið
rift því framtíð Arnórs
Atlasonar hjá Magde-
burg er einnig í óvissu
og stendur honum til boða að fara eftir
núverandi tímabil.
„Ég er bara að skoða mín mál og
mun taka ákvörðun fyrr eða síðar,“ sagði
Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég ætla
bara að bíða og sjá hvort það
kemur upp eitthvað spenn-
andi fyrir mig en þrjú önnur
félög í þýsku úrvalsdeildinni
hafa haft samband við
mig og spurt hvort
ég hafi áhuga á að
koma,“ sagði Arnór
en vildi þó ekki
nafngreina þessi
lið. „Þetta er allt á
byrjunarstigi ennþá
en efeitthvað
spennandi kemur upp á
borðið reikna ég með því að kýla á það,
einfaldlega til þess að fá meiri spilatíma
en hér hjá Magdeburg,“ segir Arnór.
Hann bætir því við að einnig skipti máli
hver verði ráðinn þjálfari hjá Magde-
burg, en arftaki Alfreðs hefur ennþá
ekki fundist.
Arnór kveðst ekki alveg skilja
stöðu mála hjá Magdeburg í
augnablikinu og telur að
félagið hafi ekki efni á
því að missa Sigfús.
„Það liggur fyrir
að einn sterkasti
varnarmaður liðsins
er að hætta og ef
Sigfús fer líka held ég
að liðið geti lent í veru-
legum vandræðum.“
SIGFÚS SIGURÐSSON OG ARNÓR ATLASON HJÁ MAGDEBURG: LÍKLEGA Á FÖRUM FRÁ FÉLAGINU
Íslendingar í ónáð hjá Magdeburg
> 22 útskrifast með UEFA A
KSÍ útskrifaði í gær 22 þjálfara með
UEFA A þjálfararéttindi en það er æðsta
þjálfaragráða sem er í boði á Íslandi.
Gráðan veitir réttindi til að þjálfa alla
flokka á öllum aldri á Íslandi en hún
er viðurkennd af 48 af 52 löndum sem
eiga aðild að UEFA. Hæsta þjálfaragráða
UEFA er UEFA PRO gráðan en
KSÍ stefnir á að bjóða upp á
hana innan fárra ára. Meðal
þeirra sem útskrifuðust í
gær með UEFA A gráð-
una voru Elísabet
Gunn-
arsdóttir,
Guðlaugur
Baldursson,
Gunnar
Oddsson,
Magnús Gylfa-
son, Milan Stefán
Jankovic, Sigurður
Jónsson og Þorvald-
ur Örlygsson.
Íslandsmótið í borðtennis
Íslandsmótið í borðtennis fer fram um
helgina í TBR-húsinu við Gnoðarvog.
Keppni hefst klukkan 10 í dag en leikið
er til úrslita á sunnudaginn. Guðmund-
ur Stephensen getur unnið sinn 100.
Íslandsmeistaratitil en hann keppir í
tvíliða-, tvenndar- og einliðaleik um
helgina.
HANDBOLTI Alfreð Gíslason mun
skrifa formlega undir samning við
HSÍ kl. 14 í dag en til stóð að það
yrði gert í gærkvöld. Alfreð komst
hins vegar ekki til landsins í tæka
tíð vegna ófærðar í Þýskalandi og
þurfti hann að sætta sig við að
sitja fastur í flugvél í nokkra tíma
í gærdag.
Að sögn Einars Þorvarðarson-
ar, framkvæmdastjóra HSÍ, er
þungu fargi létt af mönnum þar á
bæ með að vera búnir að ganga frá
samningi við nýjan landsliðsþjálf-
ara. Eins og Fréttablaðið hafði
áður greint frá var Alfreð ávallt
fyrsti kostur hjá HSÍ og tóku
samningaviðræður tiltölulega
skamman tíma eftir að Alfreð fékk
sig lausan undan samningi sínum
við Magdeburg fyrr í vikunni.
„Það var aldrei rætt við neina aðra
en Alfreð,“ staðfesti Einar við
Fréttablaðið í gær.
Samningur Alfreðs við HSÍ
mun gilda til 1. júlí 2007, en þá er
fyrirhugað að hann taki við liði
Gummersbach í þýsku úrvals-
deildinni. Athygli vekur að Alfreð
mun sinna landsliðsþjálfarastarfi
sínu frá Þýskalandi, þar sem hann
verið búsettur undanfarin ár.
Verður hann þar með fyrsti lands-
liðsþjálfarinn sem ekki er búsett-
ur á Íslandi. „Við töldum að þetta
væri vel hægt. Kjarni liðsins leik-
ur í Þýskalandi og svo verður hann
vonandi duglegur að koma til
landsins og fylgjast með gangi
mála hér heima,“ sagði Einar.
Auk þess að þjálfa A-landsliðið
mun Alfreð koma að ýmsum
öðrum þáttum í starfsemi HSÍ og
segir Einar að til standi að nýta
krafta hans mjög víða. „Við ætlum
að nota hann í uppbyggingu á
ákveðinni framtíðarsýn sem við
við höfum,“ sagði Einar án þess að
vilja fara nánar út í hvað það fæli
nákvæmlega í sér.
Ekki er búið að ganga frá ráðn-
ingu aðstoðarþjálfara landsliðsins
en aðspurður útilokaði Einar ekki
að sá sem yrði ráðinn í það starf
myndi vera hugsaður sem fram-
tíðararftaki Alfreðs. „Þetta er eitt-
hvað sem hefur lítið verið rætt en
að sjálfsögðu er næsta skref að
huga að framtíð liðsins eftir
Alfreð.“
Alfreð Gíslason er einn besti
handboltamaður Íslands frá upp-
hafi og eftir glæstan leikmanna-
feril þar sem hann var m.a.
atvinnumaður í Þýskalandi og á
Spáni tók Alfreð sín fyrstu skref
sem þjálfari með KA á Akureyri.
Þaðan fór hann til Hameln í Þýska-
landi og síðar Magdeburg, sem
hann stjórnaði m.a. til sigurs í
Meistaradeildinni í handbolta.
- vig
Alfreð ráðinn landsliðsþjálfari
Handknattleikssamband Íslands hefur komist að samkomulagi við Alfreð Gíslason um að hann taki við
stjórn íslenska landsliðsins í handbolta. Alfreð mun stjórna liðinu fram til 1. júlí 2007.
ALFREÐ GÍSLASON Hans fyrsta
alvöruverkefni sem þjálfari
íslenska landsliðsins eru tveir
leikir gegn Svíum um sæti á
HM í Þýskalandi sem fram
fer í byrjun næsta árs. Hér
sést hann fagna sigrinum í
Meistaradeild Evrópu með
Magdeburg vorið 2002.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
TENNIS Það verða tveir stigahæstu
tennisleikarar heims í karlaflokki
sem mætast í úrslitaleik Opna
Dubai-mótsins um helgina. Rafael
Nadal vann sér sæti í úrslitum
eftir sigur á Þjóðverjanum Rainer
Schuettler 6-4 og 6-2, en Federer
lagði Rússann Mikhail Youzhny 6-
2 og 6-3 án þess að sýna nein
glæsitilþrif.
Þeir félagar hafa ekki mæst
síðan í undanúrslitunum á Opna
franska meistaramótinu í fyrra,
en þá hafði Spánverjinn ungi betur
og vann síðar sigur á mótinu.
Í kvennaflokki mætast þær
Amelie Mauresmo og Nadia Pet-
rova í úrslitaleiknum. - hþh
Opna franska mótið í tennis:
Tveir bestu í
heimi mætast
ROGER FEDERER Fagnar hér sigrinum í
Opna ástralska mótinu. Með sigri í Opna
franska verður hann handhafi allra fjögurra
alslemmumótanna.NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES