Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 92
HANDBOLTI Stjarnan og Haukar leiða saman hesta sína í Garða- bænum í dag klukkan 16.15 í DHL- deild karla í handbolta. Stjarnan bar sigurorð af Haukum í bikarúr- slitaleiknum um síðustu helgi og Páll Ólafsson, þjálfari Hafnar- fjarðarliðsins, er svo sannarlega í hefndarhug eftir útreiðina. „Að sjálfsögðu ætlum við ekki að tapa aftur. Ég vona að það séu allir í hefndarhug, ég er það per- sónulega og ég vona að ég komi því inn hjá mínum mönnum. Við ætlum að borga fyrir okkur frá því í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Páll við Fréttablaðið í gær. Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta skipti í sautján ár þegar liðið lagði Hauka í Laugardalshöll um síðustu helgi 24-20. Haukar voru yfir í hálfleik en slæmur sóknarleikur varð liðinu að falli í þeim síðari og Stjörnumenn kláruðu verkefnið auðveldlega undir lokin. þrátt fyrir það ætlar Páll ekki að breyta miklu hjá sínu liði. „Fyrst og fremst þurfum við að spila betri sóknarleik og það er algjörlega í okkar höndum en ekki þeirra. Ég legg leikinn upp mjög svipað og um síðustu helgi og það verða engar stórvægilegar breyt- ingar á okkar leik,“ sagði Páll. Lokasprettur deildarinnar er framundan en Haukar eru í efsta sæti deildarinnar, í harðri baráttu um titilinn við Fram og Val. Páll býst við mjög spennandi loka- spretti en átta leikir eru nú eftir. „Það er nóg af leikjum eftir og þetta verður spennandi á loka- sprettinum. Í augnablikinu eru þrjú lið í baráttunni um titilinn en Stjarnan á eftir að spila við efstu liðin og ef félaginu tekst að landa sigrum gegn þeim þá blanda þeir sér líka í toppbaráttuna,“ sagði Páll að lokum. - hþh Haukar eru í hefndarhug gegn Stjörnunni eftir tap í bikarúrslitunum: Við ætlum ekki að tapa aftur TEKINN FÖSTUM TÖKUM Tite Kalandadze er hér tekinn föstum tökum í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Búast má við svipuðum átökum í leiknum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Louis Saha, franski framherjinn hjá Man. Utd, var í liðinu í úrslitaleik deildabikarsins fyrir skemmstu þar sem stjórinn Alex Ferguson hafði áhyggjur yfir því að hann kynni að fara frá félag- inu hefði hann ekki fengið að spila. Þetta sagði knattspyrnustjór- inn sjálfur í gær. „Ef ég hefði ekki látið hann spila eftir að hann hafði skorað svona mörg mörk fyrr í keppninni, þá hefði hann líklega hugsað með sjálfum sér: „Ég get fengið að spila reglulega með einhverju öðru liði,“ sagði Ferguson. John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea, segir að ein megin stæða þess að hann hafi náð svo miklum framförum í sínum leik á síðustu árum sé að horfa á upptökur af sjálfum sér eftir alla leiki liðs síns. „Ég skoða eigin frammi- stöðu og sé hvað ég hefði mátt gera betur. Fyrir mér snýst fótbolti að miklu leyti um einbeitingu og ég held að það sé stærsta breytingin á mínum leik. Ég held betri einbeitingu núna en fyrir 7-8 árum,“ segir Terry. Meistaralið San Antonio sigraði Dallas í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt, 98-89, í uppgjöri tveggja af efstu liðum deildarinnar. Þetta var fimmti sigur San Antonio í röð en jafnframt fyrsta tap Dallas í síðustu sjö leikjum. Wayne Rooney, framherji Man. Utd og enska landsliðsins, segir að til- hneigð enska liðsins fyrir því að skora á síðustu mínútum leikja sinna geti reynst góður kostur á HM í Þýskalandi í sumar. „Michael Owen náði því gegn Argentínu og Joe Cole nú gegn Urúgvæ. Þetta sýnir að við erum að halda einbeitingu í 90 mínútur en andstæðingar okkar ekki. Það gefur okkur mikið forskot.“ Margir í Bandaríkjunum hafa lýst yfir furðu sinni á því að Allen Iverson hafi ekki verið valinn í landslið Banda- ríkjanna sem tekur þátt á HM í Japan í sumar og ÓL í Peking eftir tvö ár. Nýjasta samsæriskenningin er sú að forráðamenn Adidas hafi ekki sam- þykkt að Iverson yrði valinn þar sem hann er á risasamningi hjá Rebook, helsta keppinautar Adidas í körfuboltavörum, en Adidas mun verða helsti styrktaraðili körfuboltaliðs Banda- ríkjanna í þessum mótum. Grétar Rafn Steinsson kom ekki við sögu hjá AZ Alkmaar sem vann sannfærandi sigur á NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Grétar hefur vermt varamanna- bekkinn mikið að undanförnu eftir gott gengi framan af leiktíðinni. Það voru Haris Medunjanin og Danny Koever- mans sem skoruðu mörk AZ sem er í toppbaráttunni í deildinni. ÚR SPORTINU DHL-deild karla: VALUR-FYLKIR 30-28 Mörk Valur: Hjalti Þór Pálmason 10, Mohamadi Laotoufi 6, Baldvin Þorsteinsson 5, Sigurður Eggertsson 4, Kristján Þór Karlsson 2, Ingv- ar Árnason 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 20, Pálmar Pét- ursson 4. Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 9, Arnare Jón Agnarsson 5, Eymar Kruger 3, Arnar Þór Sæþórs- son 3, Ingólfur Axelsson 2, Davíð Óskarsson 2, Hreinn Þór Hauksson 2. Varin skot: Hlynur Morthens 15, Sölvi Thoraren- sen 3. ÞÓR AK.-HK 22-35 Mörk Þórs: Arnór Þór Gunnarsson 5, Rúnar Sig- tryggsson 4. Mörk HK: Valdimar Þórsson 7, Elías Halldórsson 6. ÍR-AFTURELDING 28-28 Mörk ÍR: Ólafur Sigurjónsson 7, Davíð Georgsson 5, Ragnar Helgason 4. Mörk Aftureldingar: Vlad Trufan 8, Aleks Kusmins 8, Ernir Hrafn Arnarsson 5. SELFOSS-VÍK/FJÖ 28-33 KA-FH 28-30 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Ronaldo er æfur eftir að hafa verið tekinn úr leikmanna- hópi Real Madrid fyrir nágranna- slaginn gegn Atletico Madrid í kvöld en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.00. Þetta gæti verið dropinn sem fyllir mælinn hjá Ronaldo sem hefur áður sagt að hann gæti farið frá liðinu. Hann hefur verið orðað- ur við lið bæði á Englandi og Ítalíu. Fernando Martin, hinn nýi for- seti Real, sagði í gær að hann sætti sig ekki við leikmenn sem legðu sig ekki alla fram fyrir liðið. Ron- aldo hefur verið gagnrýndur und- anfarið fyrir einmitt það en samt sem áður er hann markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk á tímabilinu. Juan Ramon Lopez Caro, þjálfari liðsins, segir aftur á móti að Ronaldo sé ekki í hópnum vegna taktískra ástæðna. - hþh Ronaldo gæti farið frá Real: Skilinn eftir RONALDO Gæti farið frá Real Madrid vegna ósættis. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.