Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 95

Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 95
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÚNA BÚIÐ opið alla laugardaga 10-14 GLÆNÝ LÚÐA HUMAR TÚNFISKUR LÁRÉTT 2 hvetja 6 ógrynni 8 persónufornafn 9 skarð 11 til dæmis 12 reyna 14 hroki 16 hólmi 17 snúningshraði 18 leyfi 20 ekki heldur 21 sjávardýr. LÓÐRÉTT 1 rusl 3 í röð 4 bætiefni 5 á móti 7 anddyri 10 hélt á brott 13 starfsgrein 15 pappír 16 F 19 klaki. LAUSN LÁRÉTT: 2 örva, 6 of, 8 sín, 9 rof, 11 td, 12 prófa, 14 dramb, 16 ey, 17 gír, 18 frí, 20 né, 21 fisk. LÓÐRÉTT: 1 sorp, 3 rs, 4 vítamín, 5 and, 7 fordyri, 10 fór, 13 fag, 15 bréf, 16 eff, 19 ís. HRÓSIÐ ...fá Edda Ýrr Einarsdóttir og Alma Geirdal, forsvarsmenn Forma, en þær hlutu Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins sem veitt voru við hátíðlega athöfn síðasta fimmtudag. Hvítir skór. Ganga bara upp ef þú ert alvöru rokkabill- írokkari, annars er þetta hræðilegt. Bombay TV. Farðu inn á vefsíðuna www.grapheine.com og textaðu þínar eigin Bollywood-myndir. Alger snilld. Gamaldags blúndur. Karl Lagerfeld og Jón Sæmundur eru báðir með þetta trend á hreinu. The Stooges. Iggy Pop á leiðinni til landsins og allir vilja vera hundar. Húðlitaðar sokkabuxur. Nei, nei, nei, nei Teiknaðar augabrúnir. Yfirmáta hall- ærislegt. Vertu náttúruleg/ur. Shandi Sullivan, sem margir Íslendingar þekkja úr sjónvarps- þættinum America´s Next Top Model, mun troða upp sem plötu- snúður á Gauki á Stöng í kvöld ásamt karókíhópnum Karaoke Killed the Cat frá New York. Þau lentu hér á landi í gær- morgun og ætla að dvelja hérna í viku til að kynnast betur landi og þjóð. Upphafsmaður sýningarinn- ar, hinn gulltennti Chris Ehrman, segir að Karaoke Killed the Cat sé öðruvísi en allt annað. „Þeir sem vilja taka þá áhættu á að sjá eitt- hvað sem hljómar ekkert skemmtilegt en er það samt ættu að koma að sjá okkur,“ segir hann og Matt Coats, félagi hans, bætir við: „Þetta er eins og danspartí þar sem allir eiga möguleika á að verða stjörnur,“ segir hann. Sýningin gengur þannig fyrir sig að Shandi hitar upp með því að spila tónlist frá áttunda áratugn- um og síðan taka þeir Coats og Ehrman við og syngja tvö karókí- lög. Eftir það er röðin komin að fólkinu í salnum. „Fólk er ekki eins taugaveiklað eftir að við höfum lokið okkur af. Við erum frekar aulalegir uppi á sviðinu og fólk hugsar: Ef þessir líta svona illa út þá hljótum við að geta þetta,“ segir Coats og Ehrman bætir við: „Við erum ekkert með stórkostlegar raddir en þetta snýst ekki um það heldur að hafa brennandi áhuga á þessu.“ Þeir viðurkenna að flestir sem komi upp á svið séu búnir að drekka í sig kjark. „Að vera fullur hjálpar mikið,“ segir Ehrman og hlær. „Ég drekk ekki en það eru fáir sem fara upp á svið án þess að vera búnir að drekka og þú getur alltaf séð þegar áfengið fer að segja til sín. Áfengi og karókí hefur alltaf blandast vel saman og við viljum ekki hrófla við því,“ segir hann í léttum dúr. Shandi játar að líf hennar hafi breyst gífurlega síðan hún tók þátt í America´s Next Top Model. „Ég vann í stórmarkaði þar sem ég raðaði í hillur en komst í þátt- inn eftir að hafa talað við fram- leiðandann í tíu mínútur. Ég bjó í smábæ í miðjum Bandaríkjunum en flutti til New York fyrir tveim- ur árum og hef verið þar síðan,“ segir Shandi. Hún segist ekki hafa metnað í að verða fyrirsæta í framtíðinni þó að hún starfi við það stöku sinnum. „Eftir þáttinn gerði ég samning við Trump Model Management og var hjá þeim í eitt og hálft ár og ákvað þá að ein- beita mér að því að vera plötu- snúður.“ Shandi var þriðja síðasta stúlk- an sem var látin fara heim úr sjónvarpsþættinum og náði því lengra en flestar stöllur sínar. Hún segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með brotthvarfið. „Ég hafði það á tilfinningunni að það myndi gerast. Mér fannst dómararnir halda að ég fyndi mig ekki í þættinum, sem var rétt því það var ýmislegt persónulegt í gangi hjá mér á sama tíma. Ég held meira að segja að ég hafi verið sú eina sem grét ekki þegar ég var látin fara,“ segir hún. Gaukurinn opnar klukkan 22.00 í kvöld og er miðaverð 500 krón- ur. freyr@frettabladid.is SHANDI SULLIVAN Á ÍSLANDI: FYRIRSÆTA OG PLÖTUSNÚÐUR Sú eina sem grét ekki SHANDI OG FÉLAGAR Fyrirsætan og plötusnúðurinn Shandi Sullivan er komin til Íslands ásamt vinum sínum í Karaoke Killed the Cat. Frá vinstri: Joel Lawrence, Matt Coats, Chris Ehrman og Shandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tökur á þættinum Bikinimódel árs- ins, sem svipar til hins vinsæla America´s Next Top Model, eru hafnar hjá sjónvarpsstöðinni Sirk- us. Í tilefni af þættinum verður haldið sjóðheitt partí á Pravda í kvöld. Þar mun gestadómarinn Ledon velja fimmtán íslenskar stelpur til að fara til Spánar í MTV- partí með rapparanum Kanye West um næstu helgi. Hluti af stelpunum sem keppa innbyrðis í þættinum mun fara til Spánar en einnig verða nokkrar aðrar föngulegar stelpur teknar með í ferðina. „Þetta verður VIP-eftirpartí eftir tónleikana með Kanye West,“ segir gestadómarinn Ledon og býst við því að sjá fögur fljóð frá Íslandi. „Þær eru allt öðruvísi en stelpurnar sem ég er vanur að sjá og þetta verður örugglega mjög flott. Allir vita hversu margt fallegt kvenfólk kemur frá Íslandi,“ segir hann. „Vanalega höfum við talað við umboðsskrifstofurnar Ford eða Elite um að útvega okkur stelpur í þessi partí en núna vildum við prófa eitthvað nýtt og hlökkum bara mikið til að sjá hvað verður.“ -fb Fimmtán stelpur í MTV-partí HLUTI STÚLKNANNA Þessar stúlkur verða á meðal þeirra sem mæta á Pravda í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN BLÖNDAL FRÉTTIR AF FÓLKI Breski rithöfundurinn og kennarinn James Skidmore sagði frá því í Fréttablaðinu fyrr í vikunni að hann leitaði nú að bresku forlagi með það fyrir augum að fá almennilega dreifingu á skáldsögu sinnar um baráttu Íslend- ingasöguhetjunnar Grettis Ásmundar- sonar við bölvun, þunglyndi og grimma víkinga í London samtímans. Skidmore ætlar að mæta, ásamt umboðsmanni sínum, á hina risavöxnu bókamessu London Book Fair um helgina og reyna að vekja athygli á The Saga of Grettir Ásmundarsen. Hann ætlar að hafa úrklippu með umfjöllun Fréttablaðsins um bókina meðferðis og útilokar ekki að það geti nýst honum að útbreiddasta dagblað Íslands hafi sýnt verki hans áhuga. Íslenskir forleggj- arar verða að sjálfsögðu einnig á bókamessunni þannig að það er aldrei að vita nema Skid- more takist að selja þeim bók- ina, sem óneitan- lega er beintengd menningar- arfi Íslendinga. Og enn af bókum og fjöldasamkom-um tengdum þeim. Bókamark- aði Félags íslenskra bókaútgefanda í Perlunni lýkur í dag en þar hafa sölumet verið slegin nánast daglega frá opnun. Salan hefur suma dagana verið tvöfalt meiri en í fyrra en það vekur eftirtekt að barnabækur hafa selst sérstaklega vel. Talið er að um 40.000 bækur hafi selst um síðustu helgi og útgefendur hafa ekki haft undan að moka bókum af lagerum sínum yfir í Perluna. Jóhann Páll Valdimarsson, hjá JPV útgáfu, jók svo enn á hamaganginn þegar hann bauð bókamarkaðsgest- um 50 eintök af Ísland í aldanna rás með veglegum afslætti. Bækurnar seldust upp á átta mínútum og lá að sögn við handa- lögmálum þessar dramatísku mínútur. - þþ 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.