Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 25

Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 25
ERTU GEIM? C C P L E I T A R A Ð S T A R F S F Ó L K I CCP er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og áskriftarsölu á stafrænni afþreyingu gegnum Internetið. CCP var stofnsett 1997 og fyrsta vara fyrirtækisins er leikurinn EVE-Online. CCP óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Umsjón með starfsumsóknum hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@img.is) og Hildur Sif Arnardóttir (hildursif@img.is) hjá Mannafli-Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars nk. Með umsóknum skal fylgja ferilskrá. Umsækjendur sæki um störfin á heimasíðu Mannafls-Liðsauka, www.mannafl.is GAGNAGRUNNSKERFISSTJÓRI Starfið felst í rekstri á gagnagrunnum. CCP rekur stóran gagnagrunn undir tölvuleiknum EVE-Online, auk gagnagrunna til prófunar og fyrir innri þróun. Allir gagnagrunnarnir eru Microsoft SQL Server 2000 og 2005. Hæfniskröfur: • Umfangsmikil þekking á gagnagrunnum og reynsla af Microsoft SQL Server • Geta talað, lesið og skrifað góða ensku. Vera samviskusamur, skipulagður og með hæfileika í mannlegum samskiptum MARKAÐSSTJÓRI - EVRÓPA Starfið felst í yfirumsjón með markaðsstarfi í Evrópu fyrir tölvuleikinn EVE-Online ástamt umsjón með almannatengslum í Evrópu og þróun nýrra markaða í Evrópu. Hæfniskröfur: • Reynsla af markaðs- og kynningarstarfi og reynsla af samskiptum við erlenda aðila • Góð enskukunnátta, bæði tal- og ritmál. Þýsku og frönskukunnátta er kostur • Góð tölvukunnátta og þekking á samningagerð. Þarf að geta starfað sjálfstætt og í hóp KERFISSTJÓRI/NETSTJÓRI Starfið felst í uppsetningu og rekstri upplýsingakerfa CCP og EVE-Online með sérstakri áherslu á netrekstur. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Framúrskarandi þekking og mikil reynsla af netbúnaði. Góð þekking á BGP, SLB og öðrum Internet stöðlum • Haldbær þekking á MS Windows Server umhverfi. Cisco CCNA eða sambærileg gráða er skilyrði • Góð enskukunnátta, bæði tal- og ritmál. Kostur ef viðkomandi hefur einhverja reynslu af tölvuleiknum EVE-Online UPPLÝSINGAFRÆÐINGUR/VEFFORRITARI Starfið felst í að annast innra upplýsingakerfi fyrirtækisins. Í þessu felst bæði tæknileg umsýsla, þ.e. rekstur og viðbætur við kerfið, ásamt því að annast skipulag á upplýsingunum í kerfinu og almenn ritstjórn. Að grunni til er upplýsingarkerfið svo kallað "Wiki" kerfi og þar fer öll grunnhönnun CCP á leikjum fyrirtæksins fram. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Menntun á sviði bókasafnsfræði, upplýsingatækni eða vefvinnslu æskileg. Góð enskukunnátta, bæði tal- og ritmál • Reynsla af vef umsýslu eða uppsetningu, t.d. heimasíðugerð með HTML, CSS, PHP, JavaScript VEFFORRITARI Starfið felst í hönnun og útfærslu á vefum og kerfum tengdum tölvuleikjum fyrirtækisins í krefjandi umhverfi. Hæfnis- og menntunarkröfur: • Framúrskarandi þekking á HTML, CSS, ASP / ASP.NET og JavaScript . BSc próf í tölvunarfræði er kostur • Góð þekking á T-SQL og almennum gagnagrunnsfræðum. Þekking á Python og Ajax er kostur • Góð enskukunnátta, bæði tal og ritmál. Kostur ef að viðkomandi hefur einhverja reynslu af tölvuleiknum EVE-Online ATVINNA SUNNUDAGUR 19. mars 2006 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.