Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 68

Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 68
Sjónvarpsþættirnir um Jack Bauer og félaga hjá CTU hafa notið gríðarlegra vinsælda undan- farin ár þannig að það hlaut að koma að því að Sony Computer gerði tölvuleik byggðan á þáttun- um. Hér hefur ekkert verið sparað; allir aðalleikarar þáttanna ljá leiknum andlit sín og raddir, höf- undar þáttanna skrifa handritið að leiknum og tónlist og hljóð eru þau sömu og notuð eru í sjónvarpinu. Leikurinn sjálfur er svo blanda af skotleik, bílaleik og míníleikjum, en allt þetta ásamt pottþéttum söguþræði skilar sér í þéttum og skemmtilegum leik. Hryðjuverkamenn, mannrán, óvæntar fléttur í sögunni, tifandi klukka og allt annað gera þennan leik að sannri 24-upplifun. Leikur- inn á sér stað á milli annarrar og þriðju þáttaraðarinnar og svarar mörgum spurningum um persón- ur og atburði. Leikmenn fá að stýra Jack Bauer, Kim Bauer, Tony Almeida, Michelle Dressler og fleiri starfsmönnum CTU. Leikmenn geta handleikið hin ýmsu vopn, en þar á meðal eru leyniskytturifflar, haglabyssur, skammbyssur og vélbyssur. Þar að auki taka leikmenn þátt í æsi- spennandi bílaeltingaleikjum þar sem keyrt er um Los Angeles þvera og endilanga. Míníleikirnir ganga svo út á að yfirheyra ill- menni með aðferðum sem Jack Bauer er þekktur fyrir, aftengja sprengjur, opna lása og margt fleira. Ef leikurinn fjallaði bara um Jóa á bolnum, en ekki Jack Bauer og félaga, væri hann aðeins í góðu meðallagi, en það er 24- stemningin sem gerir leikinn að toppleik sem óhætt er að mæla með. Ólafur Þór Jóelsson Líf Jacks Bauer 24 THE GAME VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 Niðurstaða: Sannkölluð 24 upplifun sem hægt er að mæla með fyrir aðdáendur þáttanna. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI AIRBRUSH námskeið - EKKI missa af þessu! • Loftpressa með höldu fyrir airbrush penna. • Airbrush penni með skál að ofan. • 12 litir af S/B farða (1 oz) • Kinnalitir og skygging, start pakki • S/B hreinsir • S/B Primer • Airbrush rakakrem • Dura litir, 8 litir í pakka, Primary, skintone,shimmer. Verð: 98.000 kr. Hámark 12 þátttakendur. Skráning í síma 565-2300 eða skoli@rifka.is Skoðið: www.temptu.com; www.ralphsiciliano.com; www.rifka.is Förðunarskóli rifka, Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi. Helgarnámskeið með einum virtasta förðunarmeistara heims, Ralph Siciliano. Einstakt tækifæri til að kynnast töfrum airbrush tækninnar. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru kennslugögn og veg- legur vörupakki: - Kennsla í tvo daga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.