Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 68
Sjónvarpsþættirnir um Jack Bauer og félaga hjá CTU hafa notið gríðarlegra vinsælda undan- farin ár þannig að það hlaut að koma að því að Sony Computer gerði tölvuleik byggðan á þáttun- um. Hér hefur ekkert verið sparað; allir aðalleikarar þáttanna ljá leiknum andlit sín og raddir, höf- undar þáttanna skrifa handritið að leiknum og tónlist og hljóð eru þau sömu og notuð eru í sjónvarpinu. Leikurinn sjálfur er svo blanda af skotleik, bílaleik og míníleikjum, en allt þetta ásamt pottþéttum söguþræði skilar sér í þéttum og skemmtilegum leik. Hryðjuverkamenn, mannrán, óvæntar fléttur í sögunni, tifandi klukka og allt annað gera þennan leik að sannri 24-upplifun. Leikur- inn á sér stað á milli annarrar og þriðju þáttaraðarinnar og svarar mörgum spurningum um persón- ur og atburði. Leikmenn fá að stýra Jack Bauer, Kim Bauer, Tony Almeida, Michelle Dressler og fleiri starfsmönnum CTU. Leikmenn geta handleikið hin ýmsu vopn, en þar á meðal eru leyniskytturifflar, haglabyssur, skammbyssur og vélbyssur. Þar að auki taka leikmenn þátt í æsi- spennandi bílaeltingaleikjum þar sem keyrt er um Los Angeles þvera og endilanga. Míníleikirnir ganga svo út á að yfirheyra ill- menni með aðferðum sem Jack Bauer er þekktur fyrir, aftengja sprengjur, opna lása og margt fleira. Ef leikurinn fjallaði bara um Jóa á bolnum, en ekki Jack Bauer og félaga, væri hann aðeins í góðu meðallagi, en það er 24- stemningin sem gerir leikinn að toppleik sem óhætt er að mæla með. Ólafur Þór Jóelsson Líf Jacks Bauer 24 THE GAME VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 Niðurstaða: Sannkölluð 24 upplifun sem hægt er að mæla með fyrir aðdáendur þáttanna. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI AIRBRUSH námskeið - EKKI missa af þessu! • Loftpressa með höldu fyrir airbrush penna. • Airbrush penni með skál að ofan. • 12 litir af S/B farða (1 oz) • Kinnalitir og skygging, start pakki • S/B hreinsir • S/B Primer • Airbrush rakakrem • Dura litir, 8 litir í pakka, Primary, skintone,shimmer. Verð: 98.000 kr. Hámark 12 þátttakendur. Skráning í síma 565-2300 eða skoli@rifka.is Skoðið: www.temptu.com; www.ralphsiciliano.com; www.rifka.is Förðunarskóli rifka, Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi. Helgarnámskeið með einum virtasta förðunarmeistara heims, Ralph Siciliano. Einstakt tækifæri til að kynnast töfrum airbrush tækninnar. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru kennslugögn og veg- legur vörupakki: - Kennsla í tvo daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.