Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 69

Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 69
30 19. mars 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is > Andri Steinn í Grindavík Andri Steinn Birgisson er genginn í raðir Grindvíkinga og hyggst reyna að spila með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Hann meiddist á baki þegar hann lenti í bílslysi á Englandi þar sem hann var til reynslu hjá Notts County. Hann eltir þar með Sigurð Jónsson, þjálfara Grindavíkur, úr Víkingi. Andri lék níu leiki og skoraði tvö mörk fyrir Víkinga sem urðu í öðru sæti 1. deild- arinnar. Hann er fæddur 1983 og hefur verið duglegur við að skipta um lið undanfarin ár. Grindavík er sjötta lið hans á sex árum en áður en hann var í herbúðum Víkinga var hann hjá Fram, Fylki, Aftureldingu og Fjölni. 60 SEKÚNDUR MEÐ SVERRI BJÖRNSSYNI Besti sóknarmaður DHL-deildarinnar er... Tite Kalandadze. Besta bíómynd allra tíma er... Shaw- shank Redemption Neighbours eða Bold and the Beauti- ful? Neighbours, engin spurning Fram eða KA... 1x2 Vörn er... skemmtileg Gummi Gumm er... toppþjálfari Ertu besti varnarmaður deildarinnar? Klárlega (hlátur) Kemstu í landsliðið? Vonandi Hvað óttastu mest? hunda Megas eða Mezzoforte? Mezzoforte iPod eða útvarpið? Útvarpið, er svo gamall Stallone eða Schwarzenegger? Stallone Ronn Moss er... jafnsvalur og Halli Þorvarðar 9. hver vinnur! Ferð þú á leikinn? R SMS LEIKUR SMS LEIKUR SMS LEIKU R SMS LEI Meistaradeildin í 100% beinni! Henry vs. DelPiero Arsenal vs. Juventus Léttöl Vi nn in ga r v er ða a fh en tir í Sk ífu nn i S m ár al in d/ Kó pa vo gi . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið - Þú h ef ur 5 m ín út ur ti l a ð sv ar a! Carlsberg býður þér og vini þínum á Highb ury að sjá Arsenal vs Juventus 28.mars! Sendu SMS skeytið JA MEF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar me ð því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á leikinn* • PS2 tölvu • PSP tölvu • Fótbolta tölvuleiki • Fullt af DVD, tölvuleikjum og fleira! *Ferðin á leikinn erdreginn úr ölluminnsendum skeytumþann 24. mars.Vinningshafi verðurbirtur á www.gras.is Evróp ukepp nin í kna ttspyr nu hefst á PSP ! FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Walter Samuel hjá Inter segir að ítalska félagið eigi ekki að sækjast eftir því að fá brasilíska sóknarmann- inn Ronaldo til liðsins. Samuel og Ronaldo voru liðsfélagar hjá Real Madrid á Spáni þar til Samuel var seldur til Inter þar sem hann hefur endurheimt sæti sitt í argentínska landsliðinu. „Ronaldo hefur mikla hæfileika en það eru margir aðrir leikmenn sem henta okkur betur. Ég tel þetta ekki vera rétta tímann til að sækjast eftir Ronaldo,“ sagði Samuel. Ronaldo hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að vera of þungur og hefur hann ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. - egm Varnarmaðurinn Walter Samuel hefur sterkar skoðanir: Vill ekki fá Ronaldo í Inter FUNDIÐ FYRRA FORM Walter Samuel hefur leikið vel fyrir Inter eftir vonbrigðin hjá Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Það var rafmögnuð spenna í íþróttahúsinu í Stykkis- hólmi í gær þegar KR og Snæfell mættust öðru sinni í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar- innar. Snæfell vann fyrsta leikinn vestur í bæ og gat því tryggt sig inn í undanúrslitin með sigri á heimavelli í gær. Leikur liðanna var æsispenn- andi frá upphafi til enda og það var vel við hæfi að úrslitin skyldu ekki ráðast fyrr en í blálok leiks- ins. Snæfell var yfir, 62-60, þegar 2,6 sekúndur lifðu leiks en KR nýtti þessar sekúndur vel því Mel- vin Scott skoraði úr þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út og tryggði KR sigur. „Þetta var alveg rosalegt,“ sagði kátur þjálfari KR, Herbert Arnarson, eftir leikinn. „Við vorum með frumkvæðið að þessu sinni en annars var þetta jafnt eins og alltaf hjá þessum liðum. Við erum búin að mætast sex sinn- um í vetur en það munar samt aðeins sjö stigum á liðunum sem segir sína sögu. Leikirnir ráðast líka oftast á lokaskotinu og ég hef sagt það í gríni að við þurfum bara að skora úr lokaskotinu, þá vinn- um við.“ - hbg Snæfell og KR þurfa að mætast þriðja sinni: Scott tryggði KR odda- leik gegn Snæfelli Iceland Express-deild karla: FJÖLNIR-KEFLAVÍK 84-87 Stig Fjölnis: Nemanja Sovic 25, Grady Reynolds 20, Marvin Valdimarsson 10, Hörður Axel Vil- hjálmsson 10, Hjalti Þór Vilhjálmsson 8, Alexander Ivanovic 5. Stig Keflavíkur: AJ Moye 37, Vlad Boer 13, Arnar Freyr Jónsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Jón Norðdal Hafsteinsson 10, Gunnar Einarsson 2. Keflavík vann einvígið, 2-0. SNÆFELL-KR 62-63 Eins ótrúlega og það hljómar þá gleymdu starfs- menn Snæfells að taka tölfræði í fyrri hálfleik í gær og því vart hægt að styðjast við þær tölur sem gefnar voru upp í gærkvöldi. Hreint ótrúleg uppákoma sem á sér enga hliðstæðu og það sem gerir þessa uppákomu enn ótrúlegri en ella er að þetta skuli eiga sér stað í sjálfri úrslitakeppninni. ÚRSLIT GÆRDAGSINS Bjarni aftur í „fjarkann“ Bjarni Guðjónsson mun leika í treyju númer 4 hjá ÍA eins og hann gerði forð- um. Gunnlaugur Jónsson hefur borið það númer síðustu ár. Bróðir Bjarna, Þórður, verður í treyju númer 10 en Arnar Gunnlaugsson mun bera númerið 13 á bakinu. KÖRFUBOLTI „Fjölnismenn léku alveg hörkuvel enda að berjast fyrir lífi sínu. Þeir lögðu sig mun meira fram en í fyrri leiknum og létu okkur vinna fyrir hlutunum. Ég er bara feginn að sleppa héðan með sigur og þannig séð spilaði smá heppni inn í þetta,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans menn náðu að tryggja sér inn í aðra umferð úrslitakeppninnar með naumum 87-84 sigri á Fjölni í Grafarvoginum í gær. „Það er mjög þægilegt að hafa náð að klára þetta í tveimur leikjum, það veitir manni ekki beint neitt forskot en góðan aukafrídag,“ sagði Sigurð- ur. Það var hart barist í Grafar- voginum í gær og mikið jafnræði með liðunum allan leikinn. Kefl- víkingar voru þó oftast aðeins á undan, höfðu tveggja marka for- skot eftir fyrsta leikhlutann og einnig þegar gengið var til bún- ingsherbergja í hálfleik 45-43. Eftir þriðja leikhlutann var for- ysta gestana fimm stig en í þeim fjórða og síðasta var allt í járnum og mikil spenna á lokamínútun- um. Staðan var 84-84 þegar hálf mínúta var eftir af leiknum og Keflvíkingar fóru í sókn og þar var það Gunnar Einarsson sem skoraði. Fjölnismenn voru of ákaf- ir, misstu boltann og brutu síðan af sér. Arnar Freyr Jónsson skor- aði úr öðru vítakastinu og Kefla- vík með þriggja stiga forskot. Á lokasekúndunum tók Magnús Pálsson þriggja stiga skot fyrir Fjölni og freistaði þess að jafna en það tókst ekki og úrslitin 84-87. „Við gerðum allt sem við gátum til að klára þetta Keflavíkurlið en það var bara ekki nóg. Það eru blendnar tilfinningar, ég er ánægð- ur með hvernig við spiluðum leik- inn en það var hrikalega svekkj- andi að tapa. Við vorum að tapa of mörgum óþarfa boltum en þetta var mun skárri leikur en sá í Keflavík. Maður er í þessu til að vinna, við erum alveg ánægðir en við stefnum hærra og ætlum að komast á sama stað og Keflavík er á,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnismanna. A.J Moye var besti leikmaður Keflavíkur og skoraði 37 stig en eins og oft áður var það Nemanja Sovic sem var lykilmaður Fjölnis með 25 stig. Á eftir honum kom Grady Reynolds með tuttugu stig en hann gat ekki tekið þátt í loka- sprettinum í leiknum í gær þar sem hann fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. - egm Fjölnismenn létu Keflavík hafa fyrir hlutunum í gær Keflvíkingar eru komnir áfram í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar. Þrátt fyrir góða baráttu Fjölnis náði liðið ekki að leggja Íslandsmeistarana. STAL SENUNNI AJ Moye virðist ætla að draga Kefavíkurhraðlestina alla leið í úrslit en hann var enn eina ferðina yfirburðamaður á vellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.