Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 70
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 31 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 16 17 18 19 20 21 22 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  18.00 Haukar og Víkingur mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  19.15 ÍR og Njarðvík mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta.  19.15 Grindavík og Skallagrímur mætast í Iceland Express-deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.25 Formúla 1 á RÚV. Barein- kappaksturinn endursýndur.  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Udinese gegn AC Milan í beinni.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Real Madrid gegn Real Betis í beinni.  19.50 Golf á Sýn. Bay Hill-mótið í beinnu útsendingu.  21.15 Helgarsportið á RÚV. FORMÚLA 1 „Þetta verður mjög erf- itt fyrir mig en ég ætla að reyna að fá eins mörg stig og hægt er. Við skulum bara bíða og sjá hvern- ig keppnin sjálf þróast. Þetta voru leiðinleg mistök en það þýðir ekk- ert að væla, þetta er búið og gert,“ sagði heimsmeistarinn Fernando Alonso en hann verður áttundi á ráspól í Formúlu-1 keppninni í Sepang. Fyrir mistök var sett bensín tvisvar á bíl hans í lokalotu tímatökunnar í gærmorgun og því fór sem fór. „Það voru gerðar breytingar á bíl mínum sem ég vil þakka þenn- an árangur. Ég er hæstánægður með minn hlut og fannst mjög þægilegt að keyra bílinn,“ sagði Fisichella mjög kátur eftir tíma- tökuna og skal engan undra en hann hefur mátt lifa í skugga félaga síns Fernando Alonso ansi lengi. Jenson Button á Honda varð annar og þriðji Nico Rosberg á Williams. Magnaður árangur hjá Rosberg, sem er tvítugur nýliði í Formúlu 1 og er aðeins að fara að keppa í sínu öðru móti. „Liðið hefur unnið frábæra vinnu þessa helgina og ég tel að við verðum öflugir í mótinu,“ sagði Rosberg. Annars var mikið um vélarbilanir í tímatökunni, sem var stórskemmtileg og spenn- andi og lofar mjög góðu fyrir keppnina sjálfa. - egm Stórskemmtileg tímataka í Formúlu 1 í gærmorgun: Fisichella á ráspól FREMSTUR Giancarlo Fisichella mun byrja fremstur í Barein-kappasktrinum sem hófst snemma í morgun. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Það var ekki tekið vel á móti Ron Artest þegar hann sneri í fyrsta skipti aftur til Indianapol- is með nýja liðinu sínu, Sacramento Kings. Artest hefur örugglega aldrei heyrt eins hávært baul í höllinni og leikmenn Detroit Pist- ons hafa ekki einu sinni fengið eins slæma móttöku. Þakið ætlaði af húsinu þegar Artest var kynntur til leiks og stuðningsmenn Indiana bauluðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann og héldu mótmælin út allan leikinn. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Artest vann Indiana leikinn og hann átti slæman leik með 18 stig en skelfilega skotnýtingu. - hbg Artest fékk óblíðar móttökur: Baulað á Art- est í Indiana SVEKKTIR Stuðningsmenn Pacers tóku ekki vel á móti Ron Artest. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Breska blaðið Guardian sagði frá því í gær að þau félagslið sem skipa G14-hópinn svokallaða væru að íhuga að hætta þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Blaðið segir að þau átján lið sem myndi hópinn hyggist stofna sína eigin Evrópukeppni. G14 var samt ekki lengi að neita þessum fregnum í gær og ætti það því að róa menn innan knattspyrnusambands Evr- ópu. „Að hætta í Meistaradeildinni væri röng ákvörðun og við styðjum það alls ekki,“ sagði Thomas Kurth hjá G14. Mörg frægustu félög Evr- ópu mynda G14-hópinn en þar má nefna lið eins og Manchester Unit- ed, Juventus, Barcelona og Bayern München. - egm G14 blæs á kjaftasögurnar: Ný deild ekki stofnuð MESSI OG GARCIA Spænsku stórliðin Bar- celona og Real Madrid eru bæði í G14. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.