Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 70
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 31
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
16 17 18 19 20 21 22
Sunnudagur
■ ■ LEIKIR
18.00 Haukar og Víkingur mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta.
19.15 ÍR og Njarðvík mætast í
Iceland Express-deild karla í körfu-
bolta.
19.15 Grindavík og Skallagrímur
mætast í Iceland Express-deild karla
í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.25 Formúla 1 á RÚV. Barein-
kappaksturinn endursýndur.
13.50 Ítalski boltinn á Sýn.
Udinese gegn AC Milan í beinni.
17.50 Spænski boltinn á Sýn. Real
Madrid gegn Real Betis í beinni.
19.50 Golf á Sýn. Bay Hill-mótið í
beinnu útsendingu.
21.15 Helgarsportið á RÚV.
FORMÚLA 1 „Þetta verður mjög erf-
itt fyrir mig en ég ætla að reyna
að fá eins mörg stig og hægt er.
Við skulum bara bíða og sjá hvern-
ig keppnin sjálf þróast. Þetta voru
leiðinleg mistök en það þýðir ekk-
ert að væla, þetta er búið og gert,“
sagði heimsmeistarinn Fernando
Alonso en hann verður áttundi á
ráspól í Formúlu-1 keppninni í
Sepang. Fyrir mistök var sett
bensín tvisvar á bíl hans í lokalotu
tímatökunnar í gærmorgun og því
fór sem fór.
„Það voru gerðar breytingar á
bíl mínum sem ég vil þakka þenn-
an árangur. Ég er hæstánægður
með minn hlut og fannst mjög
þægilegt að keyra bílinn,“ sagði
Fisichella mjög kátur eftir tíma-
tökuna og skal engan undra en
hann hefur mátt lifa í skugga
félaga síns Fernando Alonso ansi
lengi.
Jenson Button á Honda varð
annar og þriðji Nico Rosberg á
Williams. Magnaður árangur hjá
Rosberg, sem er tvítugur nýliði í
Formúlu 1 og er aðeins að fara að
keppa í sínu öðru móti.
„Liðið hefur unnið frábæra
vinnu þessa helgina og ég tel að
við verðum öflugir í mótinu,“
sagði Rosberg. Annars var mikið
um vélarbilanir í tímatökunni,
sem var stórskemmtileg og spenn-
andi og lofar mjög góðu fyrir
keppnina sjálfa. - egm
Stórskemmtileg tímataka í Formúlu 1 í gærmorgun:
Fisichella á ráspól
FREMSTUR Giancarlo Fisichella mun byrja fremstur í Barein-kappasktrinum sem hófst
snemma í morgun. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Það var ekki tekið vel á
móti Ron Artest þegar hann sneri
í fyrsta skipti aftur til Indianapol-
is með nýja liðinu sínu, Sacramento
Kings. Artest hefur örugglega
aldrei heyrt eins hávært baul í
höllinni og leikmenn Detroit Pist-
ons hafa ekki einu sinni fengið
eins slæma móttöku.
Þakið ætlaði af húsinu þegar
Artest var kynntur til leiks og
stuðningsmenn Indiana bauluðu á
hann í hvert skipti sem hann fékk
boltann og héldu mótmælin út
allan leikinn.
Til að bæta gráu ofan á svart
fyrir Artest vann Indiana leikinn
og hann átti slæman leik með 18
stig en skelfilega skotnýtingu.
- hbg
Artest fékk óblíðar móttökur:
Baulað á Art-
est í Indiana
SVEKKTIR Stuðningsmenn Pacers tóku ekki
vel á móti Ron Artest.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Breska blaðið Guardian
sagði frá því í gær að þau félagslið
sem skipa G14-hópinn svokallaða
væru að íhuga að hætta þátttöku í
Meistaradeild Evrópu. Blaðið
segir að þau átján lið sem myndi
hópinn hyggist stofna sína eigin
Evrópukeppni. G14 var samt ekki
lengi að neita þessum fregnum í
gær og ætti það því að róa menn
innan knattspyrnusambands Evr-
ópu.
„Að hætta í Meistaradeildinni
væri röng ákvörðun og við styðjum
það alls ekki,“ sagði Thomas Kurth
hjá G14. Mörg frægustu félög Evr-
ópu mynda G14-hópinn en þar má
nefna lið eins og Manchester Unit-
ed, Juventus, Barcelona og Bayern
München. - egm
G14 blæs á kjaftasögurnar:
Ný deild ekki
stofnuð
MESSI OG GARCIA Spænsku stórliðin Bar-
celona og Real Madrid eru bæði í G14.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES