Fréttablaðið - 05.04.2006, Page 2
2 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
���������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
ANDLÁT Maðurinn sem lést í vinnu-
slysi á Kárahnjúkum á sunnudags-
kvöld hét Lúðvík Alfreð Halldórs-
son, til heimilis að Birkimel 9 í
Varmahlíð. Hann var fæddur 19.
janúar 1973. Hann lætur eftir sig
sambýliskonu, þrjár dætur og
þrjú stjúpbörn. Lúðvík Alfreð var
gröfustjóri hjá Suðurverki. - jse
Nafn hins látna:
Lést í slysi á
Kárahnjúkum
SPURNING DAGSINS?
Valgerður, varstu ekki bara að
sprengja brandara?
,,Jú, enda algjör brandarakerling.“
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra bar
það af sér á Alþingi í fyrradag að hafa verið
að sprengja eitthvað í loft upp með frumvarp-
inu um Nýsköpunarmiðstöð. Á Vestfjörðum er
gjarnan talað um að sprengja brandara þegar
maður slær um sig með gamanmáli.
LÖGREGLA Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sótti konu á níræðisaldri
skammt frá Þóroddsstöðum utan
við Laugarvatn í hádeginu í gær.
Konan var ásamt eiginmanni
sínum á leið í sumarhús. Hugðust
þau snúa við og fara heim vegna
hálku og erfiðra akstursskilyrða.
Konan fór út til að leiðbeina manni
sínum, en féll í götuna og rann
undir bílinn. Eiginmaður hennar
tók ekki eftir henni og ók yfir
hana. Mjög hált var á þjóðvegin-
um og snjór.
Þyrla flutti konuna á slysadeild
Landspítalans. Hún er ekki í lífs-
hættu en með mikla áverka. - gag
Þyrlan sækir slasaða konu:
Varð undir bíl
eiginmannsins
TF-SIF Konan hlaut mikla áverka en er ekki
í lífshættu. Þyrlan TF-SIF sótti konuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BAUGSMÁL Gestur Jónsson, verj-
andi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
segir að ákærurnar nýju í Baugs-
málinu verði ekki birtar fyrr en
allir málsaðilar hafi fengið tæki-
færi til þess að kynna sér þær.
Krafist verður frávísunar málsins.
Jón Ásgeir er ákærður fyrir að
stinga í eigin vasa umtalsverðum
fjárhæðum þegar hann hlutaðist
til um að kaupa verslanir 10-11 án
vitundar stjórnar Baugs.
Jón Ásgeir vísar þessu á bug og
segir að Baugur hafi hagnast á
viðskiptunum. Kaupverðið sé það
sama og stjórn félagsins hafi
samþykkt. Jón Ásgeir telur í
yfirlýsingu sinni um málið í
gær að settur saksóknari mis-
skilji eðli viðskiptanna.
Um meintar 400 millj-
óna króna ólögmætar lán-
veitingar segir Gestur Jóns-
son að ef skýringar Héraðsdóms
Reykjavíkur á hluta-
félagalögum í
sýknudómi sínum í síðasta mánuði
séu lagðar til grundvallar sé eng-
inn vafi á að nýjar ákærur um lán-
veitingarnar sópist út af borðinu.
Um meint meiriháttar bók-
haldsbrot segir Jón Ásgeir að árs-
reikningar Baugs hafi verið undir-
ritaðir athugasemdalaust frá
upphafi, en ákæran felur meðal
annars í sér að hann og Tryggvi
Jónsson, fyrrverandi aðstoðarfor-
stjóri Baugs, hafi reynt að fegra
stöðu félagsins á hlutabréfamark-
aði.
Ákært er nú fyrir bókhaldsbrot
með því að Jón Ásgeir og Tryggvi
hafi látið líta út fyrir að hlutabréf
hafi verið seld út úr félaginu án
þess að sú hafi verið raunin. Jón
Ásgeir segir að skattrannsóknar-
stjóri hafi þegar komist að niður-
stöðu um það mál. Viðskiptin hafi
verið milli stofnenda félagsins og
stjórnenda þess.
Jóni Ásgeiri er einnig gefið að
sök að hafa dregið sér fé úr sjóð-
um Baugs, meðal annars til að
fjármagna eignarhlut og reka
skemmtibát á Flórída.
Jón Ásgeir segir að Jón Gerald
Sullenberger hafi fengið fé að láni
hjá Gaumi til að kaupa umræddan
skemmtibát. Jón Gerald hafi bæði
keypt bátinn og selt hann sem eig-
andi og aldrei fengið neitt greitt
vegna reksturs á umræddum
skemmtibáti. „Saksóknari hefur
ekki viljað kynna sér gögn málsins
hvað þennan þátt varðar og hefur
því brugðist rannsóknarskyldu
sinni sem honum ber lagaleg
skylda til að sinna,“ segir í yfirlýs-
ingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni. - johannh@frettabladid.is / sjá síðu 18
Verjendur krefjast
frávísunar málsins
Ákært er fyrir meintar rangfærslur í bókhaldi Baugs sem gáfu jákvæðari mynd
af afkomu félagsins en efni var til árin 2000 og 2001. Jón Gerald Sullenberger á
nú hlut að því máli með útgáfu kreditreiknings sem velti Baugsmálinu af stað.
SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SETTUR
SAKSÓKNARI Kaup Jóns Ásgeirs á Vöru-
veltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, telur
saksóknari saknæm þar sem hann hafi
auðgast á þeim á kostnað almennings-
hlutafélagsins Baugs.
LÖGREGLAN Stúlku á nítjánda ári
var rænt í bifreið sinni á Vestur-
landsvegi og tilraun gerð til að
nauðga henni seint á aðfaranótt
mánudags.
Hún var á heimleið þegar
maður gekk í veg fyrir bílinn svo
hún hélt að eitthvað amaði að og
nam því staðar og skrúfaði niður
rúðuna. „Þá kýldi hann mig í and-
litið og ég bara rotaðist,“ sagði
stúlkan. Hún vissi næst af sér
þegar hún var í aftursætinu og
maðurinn gerði tilraun til að
nauðga henni en annar maður ók
bílnum og voru þau þá á Hafra-
vatnsvegi.
Stúlkan slóst á móti og öku-
maður missti stjórn á bílnum, sem
fór út af veginum. Hún barðist um
og hugsanlega hefur ökumaður-
inn fipast vegna látanna í aftur-
sætinu. „Ég hugsaði um það eitt
að bjarga mér,“ sagði stúlkan en
mennirnir tóku peninga sem voru
í bílnum og lögðu á flótta.
„Þetta leit út fyrir að vera ósköp
eðlilegur maður þegar ég stoppaði
fyrir honum en það er greinilega
betra að hugsa sig um áður en
maður stoppar fyrir einhverjum,“
segir hún. „Annars er ég að reyna
að gleyma þessu en það gengur
ekkert. Þó þakka ég fyrir að ekki
hafi farið verr en það er eins og
einhver vaki yfir mér,“ segir hún.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
yfirlögregluþjóns var mikil leit
gerð að mönnunum í framhaldinu.
Bílar voru stöðvaðir í grenndinni
og farið um með sporhunda en án
árangurs og í gærkvöldi hafði
enginn verið handtekinn vegna
málsins. - jse
Tæplega nítján ára stúlku rænt og reynt var að nauðga henni:
Þakkar fyrir að ekki fór verr
HAFRAVATN Mennirnir óku Hafravatnsveg þar sem þeir óku út af á svipuðum slóðum og
myndin er tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GESTUR JÓNSSON OG JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Forstjóri Baugs hefur
sent frá sér tvær yfirlýsingar síðan ákveðið var að ákæra aftur í málinu.BAUGS M Á L I Ð
VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn-
un hefur sent lögreglunni kæru og
óskað eftir því að starfsemi lithá-
ísku starfsmannaleigunnar Euro-
elite verði rannsökuð þar sem
grunur leiki á að hún hafi ekki
farið að leikreglum. Þetta er í
fyrsta sinn sem erlend starfs-
mannaleiga er kærð hér á landi.
Í ákærunni kemur meðal ann-
ars fram að starfsmannaleigan er
grunuð um að hafa flutt inn og
endurleigt 30-40 starfsmenn án
þess að hafa fengið leyfi til starf-
semi hér á landi, hvað þá dvalar-
eða atvinnuleyfi fyrir þetta fólk.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins setti forsvarsmaður
Euroelite sig í samband við Vinnu-
málastofnun fyrir nokkru síðan og
lýsti áhuga sínum á að fara að
íslenskum reglum. Ekki hefur
þokast nægilega í því máli og er
stofnunin ekki sátt við framkomin
gögn frá fyrirtækinu.
Saksóknari hjá lögreglunni í
Reykjavík er að skoða málið og
mun rannsókn lögreglunnar fara
fram í samráði við hann. Búast má
við að óskað verði eftir upplýsing-
um frá Euroelite og að forsvars-
menn fyrirtækisins verði kallaðir
til yfirheyrslu.
Euroelite er með höfuðstöðvar
í Litháen. Fjallað var nýlega um
heimsókn ASÍ á vinnustað þar sem
starfsmenn á vegum Euroelite
voru starfandi. - ghs
ÚR HEIMSÓKN TIL EUROELITE Litháísk
starfsmannaleiga hefur verið kærð til lög-
reglu vegna gruns um að hafa flutt inn og
endurleigt 30-40 erlenda starfsmenn.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Vinnumálastofnun kærir litháísku starfsmannaleiguna Euroelite:
Talin hafa 30-40 starfsmenn
SINUBRUNAR Starfsmenn gróður-
kortagerðar Náttúrufræðistofn-
unar Íslands hafa undanfarna
daga kannað gróðurskemmdir á
Mýrum eftir sinubrunana miklu
sem þar geisuðu. Ljóst er að
skemmdir á gróðri eru miklar en
þó mismunandi eftir svæðum.
Sumar tegundir munu verða nokk-
ur ár að jafna sig.
Guðmundur Guðjónsson, land-
fræðingur hjá stofnuninni, segir
að fjalldrapi hafi farið verst og
lyngtegundir hafi einnig farið illa.
Birkið nyrst á Mýrunum virðist
hafa sloppið betur vegna þess að
vatnsstaða var há þar sem það
vex. - shá
Sinueldarnir í Borgarfirði:
Gróður á Mýr-
um illa farinn
ÍRAK, AP Íraskir saksóknarar lögðu
fram ákærur í gær á hendur Sadd-
am Hussein og sex öðrum fyrrum
háttsettum mönnum fyrir þjóðar-
morð og mannréttindabrot í her-
ferð þeirra gegn Kúrdum á níunda
áratugnum.
Ákærurnar heimila önnur rétt-
arhöld yfir einræðisherranum
fyrrverandi, en verið er að rétta í
máli gegn honum fyrir dráp á yfir
140 sjíamúslimum í bænum Dujail
árið 1982. Nýju réttarhöldin geta
hafist eftir 45 daga, að sögn dóms-
yfirvalda.
Herferðin gegn Kúrdum var
þrískipt og fólst meðal annars í
gasárás á bæ Kúrda, þar sem 5.000
manns, konur og börn meðtalin,
týndu lífi. - smk
Saddam Hussein:
Ákærður fyrir
þjóðarmorð
SADDAM HUSSEIN Einræðisherrann fyrrver-
andi hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Árekstur við Hvalfjarðargöng
Umferðaróhapp varð við Hval-
fjarðargöng síðdegis í gær þegar
vörubíll og fólksbíll rákust sam-
an. Fólksbíllinn var gamall og var
hann talinn ónýtur eftir árekstur-
inn. Lítil meiðsl urðu á fólki.
Tekinn á 120 km hraða Lögregl-
an í Borgarnesi stöðvaði nokkra
ökumenn í gær fyrir of hraðan
akstur. Einn var á 120 km hraða
en mátti aðeins vera á 80 km
hraða.
LÖGREGLAN
Dani féll Þriðji danski hermaðurinn
sem fallið hefur í átökunum í Írak var
jarðaður í heimabæ sínum, Gimsing.
Jesper Nielsen fórst þegar sprengja
sprakk í Basra í Suður-Írak hinn 23.
mars. Hann var tvítugur að aldri.
DANMÖRK